Magrudergrind í kvöld.

Vinir okkar hjá Eistnaflugi standa fyrir heljarinnar tónleikum í kvöld:

Við erum að koma undan ógeðslegum, köldum og myrkrum vetri og er því tilvalið að kíkja á Gaukinn fimmtudagskvöldið 23. febrúar og hlýja sér við ljúfa tóna og taka smá upphitun fyrir Eistnaflugið! Því þá ætlar strákarnir í Amerísku grind / powerviolence hljómsveitinni MAGRUDERGRIND að heiðra okkur með nærveru sinni. Með þeim verða góðir gestir Doom guðirnir í PLASTIC GODS sem eru að vinna í nýrri breiðskífu sem er væntanleg á árinu. Ungstirnin í LOGN sem nýlega gáfu út breiðskífuna “Í fráhvarfi ljós myrkrið lifnar við” sem er fáanleg m.a. á gogoyoko.

Miðar verða seldir við hurð, enginn posi bara beinharðir peningar og kostar 2000 krónur inn.

MAGRUDERGRIND – Mæspeis
PLASTIC GODS – Mæspeisgogoyoko
LOGN – Mæspeisgogoyoko

Skildu eftir svar