Logn – Í sporum annarra

Hljómsveitin Logn var að senda frá sér nýja plötu sem ber nafnið „Í sporum annarra”.
Logn hefur starfað með hléum síðan um haustið 2008 og hefur sent frá sér nokkrar sjálfstæðar útgáfur. „Í sporum annarra” er önnur breiðskífa hljómsveitarinnar, en hljómsveitin spilar tilraunakennt þungarokk sem brúar bilið milli harðkjarna, svartmálms og dauðarokks.

Viðfangsefni plötunnar er einhverskonar samansafn texta sem snerta með einum eða öðrum hætti á samkennd, bæði persónulegri og almennri. Slæmri lífsreynslu nákominna, misskiptingu lífsgæða í heiminum og einnig hinum verstu hliðum mansins sem krauma á ólíklegustu stöðum.

Útgáfutónleikar verða auglýstir síðar en þar til að því verður mun sveitin spila á
tónlistarhátíðinni Norðanpaunk á Laugabakka um Verslunarmannahelgina.

Plötuna má nálgast endurgjaldslaust á www.logn.bandcamp.com