Limp Wrist - s/t
Limp Wrist - s/t

Limp Wrist – s/t (2000)

La Vida Es Un Mus –  2000

ALLT Í LAGI! Allt í farkings lagi!!!! Limp Wrist er eitt af betri hardcore böndum sem ég hef á ævinni heyrt í. Lastu þetta?? Já, þeir eru svona góðir. Sjötomman gerði mig kex ruglaðann og þessi plata í fullri lengd gerir ekkert annað en að tjúlla mig ennþá meira upp og gera mig snaróðann. Ég meina það. Ég brjálast á því að hlusta á þetta. Þið vitið hvað Gagnaugað þykir vænt um Limp Wrist. Farið þá að drullast til að kaupa plöturnar þeirra. Hardcorepunk sem gerir gat á dansskóna þína á innan við 10 mínútum og lætur mann taka dómgreindarskorts-stagedive, syngjandi hástöfum með mörgum af beinskettustu textum sem maður hefur lesið. Þessir gaurar eru allir hommar, og farkings éta allt hommafælið fólk með húð og hári. Hér er ekkert verið að læðast eins og köttur í kringum heitan graut. Ekkert fjölmiðlasamþykkt gay pride hér á ferð… Þetta er almennilegt! Textabókin sem fylgir með er in your face. Tvímálalaust ein af betri plötum ársins ef ekki sú besta. Limp Wrist verður án efa minnst í framtíðinni sem eitt af mikilvægustu böndum sem hardcore/punk hefur alið… og þeir eru rétt að byrja. Go!

Birkir

Skildu eftir svar