Length of time - Let the World With the Sun Go Down - EP
Length of time - Let the World With the Sun Go Down - EP

Length of time – Let the World With the Sun Go Down – EP (2012)

GSR Music –  2012
Íslandinsvinirnir í hljómsveitinni Length of time eru komnir aftur á fullt!

Belgíska rokksveitin Length of Time aftur komin á kreik með nýja EP plötu að nafni Let the World With the Sun Go Down. Tæp 9 ár er frá því að sveitin gaf seinast út plötu í fullri lengd, en sveitin sendi frá sér split plötu fyrir 3 árum með bresku harðkjarnasveitinni Santa Karla.

Á plötunni (Stafrænni Itunes útgáfu) er að finna 4 ný lög í viðbót við lögin sem var að finna á fyrrnefndri split plötu. Lögin eru öllu harðari og betur samansett en ég átti von á frá sveitinni. Harðir og grófir Slayer riffar í bland við klassískan meginlands harðkjarna, blönduðum, mögnuðum hrynjanda og fjölbreyttum söng/öskrum.

Í sönnum anda Length of time hefst platan á földamorðingjanum Richard Ramirez, oft nefndur “Night Stalker” með ódauðlegum orðum sínum “We are all evil in some form or another, are we not?” áður en sveitin sparkar upphafslaginu sínu í gang. Í gegnum tíðina hefur sveitin verið þekkt fyrir gróft og ljótt (ef ekki bara illt) þungamálmakor, léttara thrash blandað nýbylgju og hreinan harðkjarna.

Lögin sex mynda mjög góða og heilsteypta mynd af sveitinni, í viðbót að vera mun orku meiri en á fyrri útgáfur. Á plötunni er sveitin í thrashaðri kanntinum og held ég að það henti sveitnni hvað allra best, enda er þessi útgáfa alveg frábær frá byrjun til enda.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *