LEGEND – Örviðtal við Krumma

Nú styttist í að hljómsveitin LEGEND sendi frá sér plötuna Midnight Champion, og því við hæfi að komast að því hvað er að gerast hjá Krumma og restinni sem er LEGEND:

Við erum búnir að senda frá okkur tvö lög af næstkomandi plötu sem einskonar “singles” við mjög góðar undirtektir. Við tókum upp tónlistarmyndband um daginn sem var frábært ferli. Þar fékk ég mjög hæfileikaríkan hóp til að koma saman og gera bíó. Þetta er nefnilega stuttmynd og tónlistarmyndband. Það verður frumsýnt á hinu virta rokk tímariti REVOLVER Magazine þann 27.Sept við lagið Midnight Champion af samnefndri breiðskífu. Það telst vera mikill árangur í mínum bókum þar sem eitt stærsta rokk tímarit heims vill styðja við lítt þekkt band einsog okkur. Við erum með sterkan aðdáendahóp um allann heim og erum við mjög þakklátir fyrir það. Við höfum unnið hörðum höndum að koma þessari hljómsveit á þann stað sem hún er í dag. Hún er ekki sérlega þekkt hér á landi því við höfum helst verið að koma henni á framfæri erlendis. Erum á samning við Kanadískt plötufyrirtæki sem hjálpar okkur að breiða út tónlistina okkar. Undanfarið hef ég verið á fullu að opna vegan matsölustað Veganæs með kærustunni minni Linneu og Erni Tönsberg. Erum í miðjum klíðum að fá tilskilin leyfi og að byggja eldhúsið/matsölustaðinn sem verður staðsettur inná Gauknum sem einskonar diner. Einnig er ég Linnea og Frosti að spila í hljómsveit sem heitir Döpur sem spilar einhverskonar 90´s sludge noise rock. Stefnum á að taka upp plötu í Desember. Spennandi tímar framundan.

Nú eru liðin 5 ár frá því Fearless var gefin út, hvað hefur breyst hjá LEGEND á þessum tíma?
LEGEND með fullskipað live band og meðlimir innanborðs eru Bjarni (Mínus), Frosti (Klink, Döpur) og Dáni (Himbrimi). Við höfum verið að ferðast mikið með hljómsveitinni að spila á hinum og þessum klúbbum og tónlistarhátíðum víðsvegar um heim. Hljómurinn hjá LEGEND hefur breyst töluvert. Höfum þróast úti meiri post metal með hljóðgervlum og trommuheilum. Og tek ég því fagnandi.

Hvernig er Midnight Champion öðru efni sem þú hefur unnið af?
Þetta er mín metnaðarfyllsta hljómplata til þessa. Það var allt lagt í þessa plötu varðandi lagasmíði, textagerð, útsetningar, upptökur og hljóðblöndun og plötukápu. Þetta er plata sem ég er búinn að vera með í hausnum á mér í svona 15 ár. Loksins fær hún að líta dagsins ljós.

Hvenær fáum við loksins að heyra eitthvað af þessu nýja efni?
Það eru þegar tvö lög komin út sem þú getur heyrt á youtube og bandcamp.
Skelldu þér á youtube rásina okkar og legðu við hlustir. Mæli með því að for-panta gripinn í leiðinni á bandcamp síðunni okkar.

Hvenær verður platan gefin út af hver sér um útgáfuna?
Kanadíska plötufyrirtækið Artoffact Records sér um útgáfu. Hún kemur út Föstudaginn 13.Október út um allann heim. Og verður hún gefin út á tvöföldum vínil, kassettu og geisladisk.

Verður haldið upp á útgáfuna með útgáfutónleikum, eða tónleikaferðalagi?
Við förum á tónleikaferðalag strax á næsta ári til að fylgja henni eftir og síðan festival túr um sumarið. Er enn að hugsa um hvort við munum halda útgáfutónleika hér heima. Það kemur í ljós síðar.

Hver eru svo framtíðarplön LEGEND?
Halda áfram að semja og gefa út tónlist. Spila á tónleikum og dreifa út boðskapinn. Búa til tónlist af einlægni, sannfæringu og innlifun. Vera trúir sjálfum okkur og fylgja ekki tískustraumum.

(bónus spurning, eitthvað að gerast hjá mínus?)
Nei voða lítið. Við stefnum á að gefa út okkar fimmtu plötu KOL kannski á næsta ári en ég get ekki lofað neinu. Ég er með alla plötuna á hörðum disk hér heima og þarf eiginlega að fara kíkja á Leigh vin minn sem var aðstoðarupptökustjóri á Midnight Champion að fara yfir þetta og byrja að hljóðblanda í rólegheitum. Nokkuð mögnuð góð plata þótt ég segi sjálfur frá. Kannski höldum sérstaka one off tónleika á næsta ári. Hver veit?

Skildu eftir svar