Kublai Khan og Scott Vogel úr Terror með lag saman

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Kublai Khan (frá Texas fylki) senda frá sér nýja þröngskífu að nafni Lowest Form of Animal 1. apríl næstkomandi hjá Rise Records útgáfunni. Sveitin sendi frá sér í fyrra lagið Resentment, en lagið verður að finna á þessarri nýju skífu í viðbót við fjögur önnur lög. Meðal laga á plötunni er lagið swan song, sem er einnig ný smáskífa sveitarinnar, en í laginu hafa þeir fengið Scott Vogel með í ferð, en hann hefur meðal annars þekktur meðlimur sveita á borð við Buried Alive og Terror. Hægt er að smá myndband við lagið Swan song hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:

  1. Swan Song (ásamt Scott Vogel)
  2. Loyal to None
  3. Taipan
  4. Resentment
  5. Dynasty

Leave a Reply