Kublai Khan í KVÖLD á gauknum!

Bandaríska harðkjarnasveitin Kublai Khan heldur sína fyrstu tónleika hér á landi, í kvöld, þriðjudaginn 31. október. Tónleikar kvöldsins eru einnig fyrstu tónleikar sveitarinnar í mánaðarlöngu tónleikaferðalagi um Evrópu. Hljómsveitin sendi nýverið frá sér plötuna NOMAD, en það er þriðja breiðskífa sveitarinnar, en áður sendi sveitin frá sér plöturnar Balancing Survival and Happiness (2014) og New Strength (2015).

Meðal hljómsveita sem spila þetta kvöldið eru Pink Street Boys, Great Grief, World Narcosis, Snowed In ásamt xGADDAVÍRx , en kvöldið hefst á hljómsveitinni Phlegm. Þess má geta að tónleikarnir hefjast SNEMMA, en hver hljómsveit spilar aðeins í 20 mín og má því búast að tónleikarnir verði búnir vel fyrir miðnætti.

Nánar um tónleikana:
https://www.facebook.com/events/1948922855346680/

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *