Kontinuum í hljóðveri!

Íslenska rokksveitin Kontinuum er í hljóðveri þessadagana að taka upp nýtt efni fyrir tilvonandi breiðskífu. Þetta mun vera þriðja breiðskífa sveitarinnar, en sú fyrsta sem verður gefin út af Season Of Mist útgáfunni. Samkvæmt facebooksíðu sveitarinnar hófust upptökurnar laugardaginn 27. maí. Áðurfyrr hefur sveitin gefið út plöturnar Earth Blood Magic (2012) og Kyrr (2015). Von er á því að ný plata sveitarinnar verði gefin út fyrir lok ársins.

Skildu eftir svar