Killswitch Engage - The end of Heartace
Killswitch Engage - The end of Heartace

Killswitch Engage – The end of Heartace (2004)

Roadrunner –  2004
www.killswitchengage.com

Jæja þá er loksins komið að því sem stór hluti af metalhausum hér á íslandi eru búnir að vera að bíða eftir, nýji killswitch diskurinn er kominn út. Ég var að sjálfsögðu snemma mættur til að redda mér eintaki af þessu frábæra disk, og þegar ég loksins ég fékk að heyra hann þá varð ég enganveginn fyrir vonbrigðum. Það er nú nokkuð síðan að Jesse David Leach söngvari sveitarinnar sagði skilið við sveitina og Howard Jones tók við hljóðnemanum í hans stað.

Þetta er þriðji diskur sveitarinnar og stenst hann alveg gömlu diskana að mínu mati. Diskurinn er að vísu ekki alveg jafn grípandi og “Alive Or Just Breathing?”, en góður eingu að síðu. Howard stendur sig rosalega vel í söngnum, þrátt fyrir að vera taka við að einum af bestu söngvurum þungarokks tónlistarinnar (ég stend fastur vð að jesse sé einn sá allra besti) og er ég mjög ánægður með bæði hreinu rödd söngvarans og að sjálfsögðu öskrin hans. Það er gaman að heyra samt í Jesse á nýja disknum, en hann syngur bakraddir ásamt Phil Labonite (all that remains).

Ég sé ekki fram á það að þessi hljómsveit sé að gefa upp titillin sem ein besta metal hljómsveit síðari ára með þessum disk, enda er ég orðinn alveg sjúkur aðdáandi. Eins og við má búast þá er ekkert einasta lag sem er ekki verðugt að vera á þessum disk því að spilamennskan í bland við öskur og söng eru alveg einstaklega vel heppnuð. Því meira sem ég hlust á þennan disk því betri verður hann og hvert einasta lag á honum. Ef þú fílaðir hina diskana með bandinu, endilega gefðu þessum disk meira en eina hlustu því að ég get lofað þér því að hann verður betri við hverja einstu hlustun.

Það er erfitt að velja einhver lög sem standa framar öðrum á disknum, þar sem sá listi virðist breyast hjá mér frá dag til degi, en ætli ég velji ekki “Hope is..”, “Breath Life”, “Declaration” og “A Bid Farewell”.

valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *