Killswitch Engage - Disarm The Descent
Killswitch Engage - Disarm The Descent

Killswitch Engage – Disarm The Descent (2013)

Roadrunner –  2013
Endurkoma Jessie Leach!

Mikið hefur gerst í herbúðum hljómsveitarinar Killswitch Engage síðastliðin ár. Upprunalegur söngvari sveitarinnar, Jesse Leach, hefur nú aftur tekið við hljóðnemanum en hann tekur við hinum stórgóða Howard Jones, sem söng með sveitinni í tæp 10 ár og tók upp 3 heilar plötur með sveitinni.

Ekki er að finna fyrir áherslubreytingum á plötunni, enda platan að mestu samin áður en söngvarinn gekk á ný til liðs við sveitina. Um er að ræða hálf rómantískar gítar melódíur í bland við hefðbundið gítarrúnk – takföst og öskruð nýrómantík með mikilli dramatík og harðneskju nútímans.. með öðrum orðum hefðbundin Killswitch Engage plata.

Sönghæfileikar Jesse Leach eru áberandi meiri en það sem Howard hafði upp á bjóða, sérstaklega upp á vídd og fjölbreytileika. Það sem vantar aftur á móti er að sveitin enduruppgötvi sjálfan sig og bjóði jafnvel upp á eitthvað af því sem gerði sveitina að því sem hún var um aldamótin 2000. Það hreinlega vantar hittarana, efnið sem situr eftir í huganum, efnið sem fær mann til að þrá að hlusta á meira. Engu að síður er þetta áberandi betri platan sem sveitin sendi frá sér árið 2009, en það er plata sem mér fannst afspyrnu leiðinleg. Hér á ferð er mun betri gripur sérstaklega þegar litið er til laga á borð við The Turning Point og The Hell in me, á meðan lög á borð við The New Awakening, In Due Time er nákvæmlega það sem maður átti von frá sveitinni.

Lagið The Turning Point nær eitthvað að þeim hreinleika og hráleika sem sveitinni hafði í upphafi ferilsins og því er enn von fyrir sveitina. Á meðan ég á ekki eftir að sitja lengi yfir plötunni, þá er hún jákvæður punktur í ferli sveitarinnar þegar á heildina er litið og síðast en ekki síst eitthvað sem ég held að allir aðdáendur sveitarinnar geta verið sáttir við.

Fyrir áhugasama þá ráðlegg ég fólki að nálgast viðhafnarútgáfu plötunnar fremur en venjulegu útgáfuna, þar sem aukalögin eru vel þess virði og þar að auki eru tónleikaútgáfur af eldri lögum nokkuð áhugaverðar.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *