Katla kynnir plötuna: Móðurástin + nýtt lag!

Hljómsveitin Katla, sem inniheldur þá Guðmund Óla Pálmason (fyrrum trommara Sólstafa) og Einar Thorberg Guðmundson (Fortíð/Potentiam) sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu, Móðurástin”, 27. október næstkomandi.

Hægt er að hlusta á lagið Hyldýpi hér að neðan, en lagið verður að finna á umræddri plötu. Fyrir áhugasama er hægt að forpanta plötuna á eftirfarandi heimasíðu: prophecy.de/artists/katla/

Móðurást verður gefin út á digipack (með 24 síðna bæklingi), tvöfaldri svarti vínilplötu, en dökk græn vínilplata verður gefin út í afar takmörkuðu upplagi.

Lagalisti plötunnar:
1. Aska
2. Hyldypi
3. Nátthagi
4. Hvíla
5. Hreggur
6. Móðurástin
7. Kul
8. Dulsmál

Fyrir þá sem panta viðhafnarútgáfu af plötunni fá auka disk sem inniheldur endurhljóðblandaðar útgáfur af lögum plötunnar:
1. Aska (Analog Ashes Remix by NightStalker)
2. Hyldypi (Epic Abyss Remix by Carsten Altena)
3. Nátthagi (Andvökunætur Remix by Legend)
4. Hvíla (Final Rest Remix by Germ)
5. Hreggur (Drowning Remix by Heljarmadr)
6. Móðurástin (Mother’s Milk Remix by Eddie Risdal)
7. Kul (Nóttin er svo löng Remix by Tor R. Stavenes)
8. Dulsmál (Nighttime Remix by Ben Pakarinen)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *