Jarðskjálfti 2010

Reason To Believe
WeMadeGod
Nögl

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2010-03-25
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Hljómsveitirnar Reason To Believe,WeMadeGod og Nögl ætla að troða upp á Dillon
Rock Bar næsta Fimmtudag. Tónleikarnir byrja kl. 10 og kostar littlar 500
krónur inn og er 18 ára aldurstakmark

Reason To Believe er lítið þekkt nafn en eru á uppleið. Þeir hafa verið iðnir
við að spila og koma sér á framfæri undanfarna mánuði. Þar að auki voru þeir
valdir hljómsveit fólksins á Rokkstokk 2010, og eru þeir að vinna í sinni
fyrstu plötu eins og er sem þeir stefna á að gefa út í enda þessa árs,
aðspurðir útí tónlistarsstefnu segjast þeir spila
Alternitive-Melódískt Rokk á heimsklassa

Nögl gáfu út sína fyrstu plötu í september síðastliðinn sem ber heitið “I
proudly Present” Þar að auki túruðu þeir einnig um Flórídafylki í Bandaríkjunum
í ágúst á seinasta ári og hafa verið með 4 lög í útvarpsspilun á x-inu
Aðspurðir útí tónlistarstefnu segjast þeir spila Rokk í bland við popp

We Made God er hljómsveit sem hefur verið starfandi í þónokkur ár núna, Þeir
gáfu út sína fyrstu plötu árið 2008 sem ber heitið “As We Sleep” og hafa verið
mikið í umræðunni undanfarið, þar að auki túruðu þeir um England seinasta
haust.
Aðspurðir útí tónlistarstefnu segjast þeir spila Ambient-Hugsunartónlist í
bland við Rokk.

Concert at Rock Bar Dillon, laugarvegur 30. 500 kr.

Reason To Believe
Nögl
WeMadeGod

Event:  
Miðasala: