Hljómsveitin Mínus sendir frá sér sína þriðju smáskífu mánudaginn 19. júlí.

Smáskífan kemur út á sama tíma á Íslandi en er einungis seld í gegnum netbúð fyrstu vikuna. Smekkleysu sem er á slóð www.smekkleysa.is

Smáskífan er gefin út á CD og 7″ vínyl. CD diskurinn inniheldur endurhljóðblöndun af, The Long Face, sem Chris Sheldon, gerði, en á b-hlið er að finna Ambience of Hilarity og Skítsama. Síðastnefnda lagið hefur aldrei verið gefið út áður en er á fyrsta demóinu sem Mínus menn tóku upp árið 1998. B-hliðin á 7″ inniheldur útvarpsupptöku af Wedding Dress sem gerð var á Hróaskelduhátíðinni árið 2002.

The Long Face er valin smáskífa vikunnar í breska tónlistartímaritinu, Kerrang, í þessari viku en gagnrýnandi lýsir henni einfaldlega sem frábærri. Jafnframt er tveggja síðna mynd og 5K-a dómur um frammistöðu hljómsveitarinnar á Metallicu tónleikunum á dögunum. Blaðamaður sem var á tónleikunum segir greinilegt að Mínus eigi heima á stórviðburðum sem þessum og rísi auðveldlega undir þeirri áskorun. Í lok greinarinnar segir að viðbrögðin við lokalaginu, Chimera, staðfesti að Ísland viti að fyrstu alvöru rokk og ról stjörnurnar þeirra séu tilbúnar til að sigra heiminn.

Leave a Reply