Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle 6. maí á Húrra í Reykjavík – Keppnissveitir kynntar

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin 6. maí á tónleikastaðnum Húrra í Reykjavík.

Headliner kvöldsins: AUÐN

Í ár keppa 6 sveitir í úrslitum og mun 14 manna alþjóðleg dómnefnd ásamt áhorfendum velja eina af þeim til þess að spila fyrir Íslands hönd á stærstu þungarokkshátíð heims Wacken Open Air í sumar. Þar spilar hún fyrir mörg þúsund manns og tekur þar með þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle ásamt 29 öðrum þjóðum þar sem ansi rausnarleg verðlaun bíða efstu 5 sveitanna. Verður þetta í 8. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í þessa keppni sem var fyrst haldin 2009 hér á landi.

Sérstakir gestir verða AUÐN sem unnu keppnina hérna heima í fyrra. Það að taka þátt í keppninni opnaði bókstaflega allar hurðar fyrir þeim. Eftir að ná 3. sætinu í lokakeppninni á Wacken 2016, skrifuðu þeir í kjölfarið undir “worldwide” samning við eitt fremsta og virtasta label í þungarokkinu í dag, franska labelið Season of Mist. Við hafa svo tekið hver tónleikabókuninn á erlendri grundu á fætur annarri og spiluðu þeir m.a. á virtasta metalfestivali Noregs páskahelgina 2016, Inferno Festival. Helgina þar á eftir spiluðu þeir svo á virtustu hátíðinni í Hollandi, Roadburn Festival og svo var þeim einnig boðið að spila fyrir dansi á lítilli hátíð í Danmörku sem heitir Roskilde Festival nú í sumar. Sannarlega allt á blússandi siglingu hjá þeim.

Mun Auðn spila sams konar sett og bandið spilaði á Inferno og Roadburn.

Hljómsveitin Narthraal, sem tók þátt í keppninni 2015, spila einnig sem gestasveit og munu opna kvöldið. Afar hressandi old school dauðarokksband sem hefur verið að gera það mjög gott upp á síðkastið og skrifaði nýverið undir útgáfusamning við finnska labelið Inverse Records. Mun fyrsta breiðskífa bandsins, Screaming From The Grave, líta dagsins ljós á þeirra vegum í lok maí.

Húsið opnar kl. 19.00 – Byrjar 19:30

Eftirtaldar sveitir taka þátt í Wacken Metal Battle í ár, í stafrófsröð:

CULT OF LILITH

Cult of Lilith er nýleg dauðarokks hljómsveit frá Reykjavík sem blandar grófa þunganum úr gamla skólanum við meira nútímalegri tæknidauða.
Mikil áhersla er lögð á fjölbreytileika og sækir hljómsveitinn innblástur frá meðal annars kvikmyndum, bókmenntum, klassískri og barokk tónlist og setur það í dauðarokks búning.

Lögin fjalla um það sem liggur handan skilnings manna, fornar verur og vætti , goð og gyðjur og leyndardóma sem hafa fallið í gleymni. Áhrif eru sótt í goðsagnir og þjóðsögur hvaðanæva að úr heiminum.

Ætlunarverk hljómsveitarinnar er að blanda saman nýjum og ferskum áhrifum í bland við það sem kunnuglegt er og stanslaust skora á sjálfa sig til að koma sér og hlustendum á óvart.

Meðal meðlima í hljómsveitinni erum fyrrum meðlimir hljómsveita á borðvið Draugsól, In The Company Of Men og Aeterna.

CXVIII

CXVIII er upprunin frá Íslandi, nánar tiltekið Reykjavík. Bandið er stofnað árið 2015 þegar fyrsta efni sveitarinnar var skapað. Fyrir meðimi sveitarinnar þá er CXVIII útrás fyrir sorg, gleði, vonda tíma og ásamt þeim góðum. Sveitin skapar tónlist sem hefur mikla merkingu fyrir meðlimi og ætti það vel að heyrast í fyrstu útgáfu sveitarinnar (Monks of Eris). Merking nafnsins er tvíþætt, fyrsta lagi er CXV tákn bandsins og í öðru lagi er III merki um þrenningu meðlima, sveitin samaneinast sem ein heild með tónlistinni.

FUTURE FIGMENT

Future Figment var nokkuð lengi á teikniborðinu til að byrja með en þegar hljómsveitin var loks fullmönnuð árið 2013 fór boltinn að rúlla.
Meðlimir Future Figment koma frá bæði Reykjavík og Hveragerði og vakið athygli fyrir þéttleika, þungan hljóm og framsæknar lagasmíðar.
Frumburðurinn “Qualm” leit dagsins ljós snemma árs 2016 og er fáanlegur á öllum helstu netmiðlum.

Future Figment is a relatively new band in the Icelandic music scene. It has been a while in the making, but is now at a place to start a career. The band, hailing from both Reykjavík and Hveragerði, has brought attention for their progressive sounds, heavy riffs, clean vocals and a knowledge of the art of songwriting. Future Figment debut album, “Qualm” is also available on spotify, Itunes!

LUCY IN BLUE

Lucy In Blue er íslensk framsækin sýrurokkhljómsveit, ættuð að Stór Reykjavíkursvæðinu. Sveitin var stofnuð 1. nóvermber 2013 og hefur áður tekið þátt í Músíktilraunum, en sveitin varð í öðru sætið í keppninni árið 2014. Sveitin hefur einnig komið fram á Airwaves og á Eistnaflugi. Hljómsveitina skipa fjórir ungir menn, allir undir tvítugu og nú eru þeir komnir með erlenda umboðsmenn, Wiktoriu Joanna Ginter og Smutty Smith, þau sömu og komu Kaleo á kortið. Það eru því spennandi tímar framundan.

NEXION

Hljómsveitin Nexion var stofnuð veturinn 2016. Fljótlega fóru þeir að spila á tónleikum og vekja athygli í senunni, og síðast spiluðu þeir á svartmálmshátíðinni Oration í Reykjavík. Haustið 2016 tóku þeir upp frumraun sína, sem ber nafn sveitarinnar “Nexion”, og inniheldur 4 kraftmikil lög. Platan var formlega gefin út föstudaginn langa síðastliðinn. Tónlistin samanstendur af svartmálmi, þó keimur sé af dauðarokki þess á milli í lögunum.

Í dag samanstendur Nexion af Jóhannes smári Smárason á gítar, óskar Rúnarsson á gítar, Kári pálsson á bassa, Josh rood syngur og Sigurður jakobsson spilar á trommur.

UNE MISÉRE

Une Misere er samansett af meðlimum úr íslensku harðkjarna senunni. Á bakvið eru 6 einstaklingar, sem draga áhrif frá verstu hliðum samfélagsins sem við köllum “Hin íslenzka þjóð”

Andlega þreytan sem byggist upp við að berjast við sína innri djöfla dag eftir dag, það er verkið sem Une Misere skapar.

Við erum það sem gerist þegar fólk fær nóg af kúgun, af elítunni, og af því að heyra sama hlutinn 30 sinnum.

Ásamt dómnefnd hafa áhorfendur einnig atkvæðisrétt þannig að það er um að gera að mæta snemma og styðja sína sveit en atkvæðaseðlar verða afhentir við inngang.

Fyrir þá sem ekki komast á keppnina en vilja mæta síðar og ná Auðn að þá munu þeir stíga á svið hálf tólf og loka kvöldinu.

Nánari upplýsingar á www.facebook.com/WackenMetalBattleIceland og metal-battle.com

Facebook event: https://www.facebook.com/events/156903151506095/

Miðasala (hefst mánudaginn 24.apríl) : https://www.tix.is/

Athugið að það er takmarkað magn miða á þennan viðburð og miðarnir seljast hratt.

Styrktaraðilar keppninnar eru: Rás 2 og einnig Hljóðfærahúsið, Tónastöðin, Studio Emissary, Studio Hljóðverk, Studio Fossland, Merkismenn og Smekkleysa plötubúð, sem gefa vinninga í keppninni hérna heima.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *