Hjómsveitin I ADAPT hættir störfum

Ekki batnar það, ekki nóg með að hljómsveitin Changer hafi hætt stöfum fyrir viku síðan, heldur er nú komið að hljómsveitinni I adapt að segja skilið við vora senu og hér að neðan má lesa það sem hljómsveitin hafði um málið að segja:

Búnir að fara víða um völl og smakka’ða hér og þar… Þetta föruneyti fer ekki lengra.
Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn og gerðu okkur kleyft að spila okkar tónlist fyrir aðra hér og þar og all staðr, mögulega allt of oft við hinar og þessar aðstæður. Botnlausar þakkir til fyrrverandi meðlima. Takk fyrir að mæta, tala við oss, headbanga, slamma, syngja með eða bara hlýða og góna á. Takk fyrir að deila þessu með okkur og taka þátt. Takk fyrir endurgjöfina. Við vonum að við höfum fært eitthvað á borð ykkar sem var þar ekki fyrir og vonandi blómstra einhverjir afleggjarar upp frá allri þessari vitleysu. Vinna okkar var sannarlega þess virði. Takk fyrir minningarnar og augnablikin.

Við gætum farið í a gera langa runu með nöfnum þeirra sem lagt hafa lóð á vogaskálarnar, umfram það sem eðlilegt þykir en við gerum það ekki í dag. Mögulega síðar. Þið vitið hver þið eruð og þið vitið hvað þið gerðuð.

Síðustu bartónleikarnir verða annað kvöld.
Mögulega verður eitt all ages show í viðbót…. auðvitað verður eitt all ages show í viðbót I Adapt style… we put that shit on da map!

Heyrumst

i.a.

Skildu eftir svar