HEXIS Á GAMLA GAUKNUM

HEXIS – Svartur níðþungur hardkjarni frá Danmörku.

MUCK – Hratt og þungt öfgarokk með gnístandi gítarriffum sem rífa mann í sig.

LOGN – Hratt og crusty grindcore úr dimmustu skúmaskotum Reykjavíkurborgar

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-06-22
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Það kostar 1000 krónur inn og tónleikarnir byrja klukkan 23:00 en húsið opnar klukkan 22:00.

fyrstir á svið eru snillarnir í Logn
Muck verða númer tvö
Hexis munu svo loka þessu með illsku og hávaða.

Hexis frá Danmörku mun heiðra okkur með nærveru sinni en hljómsveitin hefur á stuttum tíma skapað sér góðs orðs í þungarokkskreðsunni. Hljómsveitin dregur sína áhrifavalda frá hinum ýmsu svartmálmssveitum ásamt harðkjarna og bræða þá saman í ofsafenginn kokteil sem étur bókstaflega andlitið af manni. Hexis hefur verið dugleg við útgáfur og tónleika en þeir hafa til að mynda túrað með böndum á borð við Celeste, The Secret og This Gift Is A Curse

MUCK fagnar heimkomu sinni en hljómsveitin er nýkominn heim af 10 daga löngu tónleikaferðalagi um austurströnd Bandaríkjanna. MUCK spilar hratt og þungt öfgarokk sem fær fólk til að gnísta tönnum.

LOGN þarf vart að kynna en þessi hljómsveit er með því ferskasta sem hefur verið að birtast á Íslandi í langan tíma. Þessir grind bræður gáfu út plötuna “Í fráhvarfi ljóss, myrkrið lifnar við” á seinasta ári og hefur hún verið að fá góða dómi í hinum ýmsustu miðlum, bæði innlendum sem erlendum.

Endilega allir að mæta á þetta brjálæði, styðjið við tónleikahald í senunni og slammið með bræðrum og systrum

Friday the 22. June 1000 kr. The doors will open at 22:00 and the show will start at 23:00.

Line up:
LOGN
MUCK
HEXIS

Event:  http://www.facebook.com/events/344752185596711/344753095596620/?notif_t=plan_mall_activity
Miðasala: