Will Haven með kynningarbrot af tilvonandi plötu

Bandaríska rokksveitin Will Haven deildi nýverið kynningarbroti sem inniheldur tónlist af tilvonandi skífu sveitarinnar, en umrædd skífa hefur fengið nafnið Muerte (Dauði/Andlát) og verður gefin út í september á þessu ári. Á plötunni verður meðal annars að finna Stephen Carpenter, gítarleikara hljómsveitarinnar Deftones, en hann mun spila með sveitinni í laginu “The sun, en umrætt lag á víst að vera fyrsta smáskífa plötunnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *