Hatebreed - The Rise of brutality
Hatebreed - The Rise of brutality

Hatebreed – The Rise of brutality (2003)

Universal/Stillborn –  2003

Þegar Perseverance var gefin út í fyrra voru 5 ár frá því að hatebreed höfðu áður sent frá sér efni. Sem betur fer var ekki endurtekning á þessarri bið og hefur hljómsveitin núna sent frá nýja plötu tæpu ári seinna. Að mínu mati er “The Rise of brutality” beint framhald af Perseverance, og þar að auki gott framhald. Að vissu leiti minnir platan mann frekar mikið á seinustu afurð sveitarinnar, en samt án þess að vera bein afritun af henni, en trúið mér ég ætla sko ekki að kvarta yfir því. Afhverju ætti bandið að fara breyta sér eitthvað, þeir eru fullkomnir eins og þeir eru, “If its not broken don’t fix it!”, Ef það væri eitthvað vandamál þá væru hljómsveitir eins og Iron Maiden og slayer lögnu dauðar.

Nokkur lög á plötunni standa fram úr að mínu mati, til að mynda lagið Doomsayer, sem inniheldur einn svakalegasta breakdown kafla í sögu sveitarinnar, Your doom awaits you..” Lögin Beholder of justice og This is now og í rauninni öll lögin (eins og á fyrri plötum sveitarinnar) eru eitthvað sem heldur manni við í gegnum allan diskinn. Það er óskup lítið sem ætti að koma á óvart á þessarri plötu, bara hatebreed eins og þeir gerast bestir.

valli

Leave a Reply