Harvest - Years of Defiance. Years of Disgust  EP
Harvest - Years of Defiance. Years of Disgust EP

Harvest – Years of Defiance. Years of Disgust EP (2011)

Good Fight Music –  2011

Þegar ég hugsa um harðkjarna tónlist um miðjan tíunda áratugin fyllist hjarta mitt af hlýhug og ánægju. Hér er um að ræða tónlistarbræðing hardcore tónlistar og þungarokksins, gjörningur sem sumir kalla metalcore, aðrir metal blandað hardcore og enn aðrir fara í miklu nákvæmari skilgreiningar sem kannski er ekki gaman að lesa um hér.

Hljómsveitin Harvest er ein af þeim sveitum sem föðmuðu mín tónlistareyru einstaklega mikið með útgáfum á borð við Living with a god complex og meistaraverkinu Transitions. Margt hefur breyst frá þessum tíma og lagði hljómsveitun Harvest upp laupana árið 1999 og þetta umtalaða tímabil í hardcore tónlist flestum löngu gleymt. Í dag finnur maður mikið fyrir söknuði þessarrar tónlistar og virðast meðlimir hljómsveitarinnar fundið fyrir þessum söknuði því sveitin er komin saman á ný eftir 12 ára pásu. útlitið er ferskt og hefur sveitin núþegar sent frá sér smáplötu með þremur nýjum lögum í viðbót við nýjar upptökur af eldri lögum (af Transitions) og henta sérstaklega Transitions aðdáendum sveitarinnar (frekar en þeir sem halda meira upp á Living wih a god Complex).

Upptökurnar eru afbragð og skemmtilega hráar. Taktur sveitarinnar er enn jafn grípandi og heillandi sem áður og því lítið annað en að vona að sveitin haldi áfram þessarri starfsemi með útgáfu á stærri skífu (ég bara vona) því gæðin eru enn þarna og tónar sveitarinnar gleðja enn þótt nýjir séu. Þar sem ég gat ekki beðið eftir að eignast eintakið á plasti ákvað ég að panta mér plötuna á Itunes og fékk því aukalag (samtals 5 laga skífa). Ég tel þessa skífu eina af betri hardcore útgáfum ársins og því algjör skilyrði að eignast þetta efni!

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *