Hardcore (Underground)

Hardcore, hvað er það nú? Við erum ekki að tala um tölvu/tækni hardcore. Við erum að tala um hið upprunalega alvöru hardcore. Ef þú ert ekki hætt(ur) að lesa þessa grein haltu þá áfram.

Það er hljómsveitunum Bad Brains og Black Flag á árunum ’78 og ’79 að kenna að hardcore menningin sé til staðar í dag. Nokkrum árum seinna datt nokkrum strákum í Washington DC að setja saman posi- og snilldarbandið Minor Threat. Lagið “Strate edge”er undir staða í samnefndri hreyfingu innan hardcoresins, en meira um það seinna. Meðlimir Minor Threat eru nú í böndum eins og Fugazi og Bad Religion. Í næsta fylki á svipuðum tíma voru aðrir 4 vandræðagemsar í Brooklyn NYC nýbúnir að ræna hljóðfærum af einhverju píkubrundsvælbandi og til varð goðsagnabandið ægilega Agnostic Front. Gaurarnir í þessum böndum voru ekkert að slappa af og rúnka sér (nema stundum…. oft örugglega) heldur spiluðu þeir vilt og galið útum öll Bandaríkin í hvaða drullubúllu og á hvaða tíma sem var! Til að promotera giggin höfðu þeir flæera, tögg og orðróminn einan að vopni, fiskisagan flaug hratt. Milljón og snargeggjuðum tónleikum seinna var “the Hardcore movement” orðin að veruleika. Á árunum ’86 – ’89 varð hreyfingin stærri og sterkari en nokkrum hafði órað fyrir.

The New York Hardcore Scene (NYHC)

New York á árunum ’87 – ’89 var suðupunkturinn í hardcore heiminum. Hljómsveitir eins og Sick of it all, Warzone, Youth of Today og Gorlla Biscuit áttu orið fullt af áhangendum, fólk í hinum stóra heimi var farið að opna augun og fá kassettur og plötur í gegnum póst. HARDCORE WORLD WIDE…the rest is history.

1999, heimurinn á leið til helvítis. Hardcore er allstaðar (Chile, Danmörk, Japan…). Mörg góð bönd eru í evrópu senunni, og er hún jafn fjölbreytt og böndin, til að mynda: Refused (Svíþjóð), Rykers (þýskaland), Arkangel (Belgia), Congress(Belgia), Standin Ground (Bretland) ogfl. Hardcoreið lifir. Hvað með Ísland. Lítið sem ekkert hardcore, verst fyrir okkur. Þú ert ekki cool ef þú veifar hardcore fánanum. Þú færð lítið sem ekkert Hardcore í búðum. Það er ekki í MTV. Ekki í tísku. Hverjum er ekki sama. Make up your own mind! Þú verður rík(ur)! (andlega). Hljómsveitin mínus er að vísu eina bandið á Íslandi sem hefur element úr hardcoreinu þ.e. meðal annars öfgarnir, aggressivnessið og þyngdin.

Nýju krakkarnir í blokkinni; hljómsveitir eins og Coalesce, Brothers Keeper, Kiss it Goodbye, Breach Nerurosis breyttu tónlistinni. Fjölbreyttnin er skuggaleg; Old School, New School, Noise, Hate, Crust, Fun, Posi, Death, Metal, Post, Emo, NY, Boston, Belgium, H8000 og Oi! eru nokkrar af lýsingum sem notaðar eru til að lýsa hardcoreinu, en þær skipta ekki máli, það er hugarfarið og hreyfingin! Hardcoreið er ekki um að berja fólk með ólíkar skoðanir eða vera flott kæddur með stutt hár.

Hardcore snýst um: Tónleika, vináttu, víðsýni, heiðarleika, anti-fasisma, unity, the kids, lífið sjálft og umfram allt umburðarlyndi! Hardcore undergroundið er það sterkasta í heiminum: fanzines, blöð, tape-trading, pósturinn, shitload af tónleikum, internet, grafiti, word of mouth og það mikilvægasta tónlistin og boðskapurinn!! Farðu út í búð, böggaðu og spurðu um diskana, það er hægt að fá eitthvað smá.

Viltu Byrja? kauptu;
Burðarstólpana:
Sick of it all – allt,
Agnostic Front – Victim in Pain,
Black Flag – Damage,
Gorilla Biscuit – Start Today.
Nýji hávaðinn:
Shai Hulud – Hearts once Nurished with hope and compassion,
108 – Threefold Misery,
By The Grace of god – Persperctive,
Boy Sets Fire The day the sun went out,
Hatebreed – Satisfaction is the death of desire.

Mörg önnur bönd er vel þess virði til að fjárfesta í: 25 ta life, Madball, Powerhouse, Vod, Candiria, Earth Chrisis, One King Down, Better then a thousand, Turmoil, Deviate, Dedguy, Strife, Snapcase, Ignite, Biohazard, Spirit of youth, Constreint, Converge og svo margt margt meira, ef þið viljið meira þá bara hafa samband (sjá email) En hvar er hægt að kaupa þetta spyrð þú kannski þar sem þetta fæst ekki í búðum hér á landi. Þar kemur internetið sterkt inn, mörg fyrirtæki eru með útvals þjónustu í pöntun á hardcore tónlist. Má þar nefna Victory Records, Revalation Recodors, Goodlife Records og meira segja fæst mikið úrval af hardcore tónlist í cdnow.com eða cduverse.com. nokkur netföng sem geta hjálpa þér að byrja:

http://www.revhq.com
http://www.victoryrecords.com
http://www.goodliferecordings.com
http://www.initialrecords.com
http://www.burningheart.com
aðrir góðir linkar til að lesa meira um hardcore:

http://www.meltdown43.com
http://www.liii.com/~nycore/nyhc.htm
http://www.dartmouth.edu/~darlyn/hard.html
http://www.etownconcrete.com
http://www.straight-edge.com
Búum til senu!
Hardcore er lífstíll!

Birkir og Valli

Skildu eftir svar