HAM - Svik
HAM - Svik

HAM – Svik, Harmur og Dauði (2011)

Smekkleysa –  2011

Loksins er biðin á enda, ný breiðskífa með hinum goðsagnakenndu meisturum íslenskrar rokktónlistar, HAM, orðin að veruleika. Meira en tuttugu ár eru frá útgáfu seinustu breiðskífu sveitarinnar, Buffalo Virgin (1989) og því spurning hvort að sveitin geti viðhaldið goðsagnakenndri stöðu sinni sem ein áhugaverðasta hljómsveitin í íslenskri rokksögu með útgáfu á nýrri breiðskífu. Það má samt ekki taka það frá sveitinni að bæði saga rokksins “Saga Rokksins 1988 – 1993” (1993) í viðbót við Dauðan hest sem kom út árið 1995 voru frábær viðbætur við plötusafn allra íslenskra rokkara.

Svik Harmur og Dauði byrjar á einstökum hrynjanda lagsins “Einskis son”, engar skreytingar, viðbætur eða óþarfa læti. Lagið byrjar að krafti með rödduðum söng Sigurjóns sem síðar fær viðbótar kraft frá Óttarri. Óttar segir þar merka sögu um mann sem fengið hefur nóg og ætlar að taka til sinna ráða. Við tekur eitt af bestu lögum síðari ára…. hröð bassalína og síðar trommur sem gefa undan… DAUÐ HÓRA.. þvílíkt og annað eins, fullkomnun í texta og lagasmíði. Mitt Líf, Alcoholismus Chronicus, Gamlir svikamenn á ferð gefa svo plötunni þennan sanna niðurdrepandi og þunglyndishljóm áður en sveitin fer aftur á kunnuglegar slóðir með slagaranum Sviksemi. Það er eitthvað við söng og melódíu Sigurjóns sem gerir þetta lag einstakt, ekki talandi um grípandi texta og mjög HAMlegt undirspil. Þetta er ein af þessum plötum sem inniheldur óeðilega marga slagara, Dauð Hóra, Sviksemi, Ingimar er það fyrsta sem kemur til huga. Dimman og þokan sem umkringir hlustandann þegar á lög á borð við “Svartur Hrafn” og “Svikamenn á ferð” kítla hljóðhimnuna og satt best að segja er ekki lag á plötunni sem á ekki heima þar. Textarnir eru dimmir og fá mann til að vilja vita meira um afdrif einstaklingana sem um er sungið.

Sjaldan hef ég á ævi minni hlustað á plötu sem tónlistarlega er svona vel lýst í titli sínum. Svikin og harmurin eru átakanlegur þemi plötunnar í viðbót við einmannaleikann og dauðan sjálfann. Þessi plata er meistaraverk frá byrjun til enda og verður erfitt að toppa meistarana eftir þetta hljómfagra listaverk. Það er ekkert hægt að segja til að þess að ná útskýra nánar hversu skemmtilega þunglynd og dimm þessi plata er án þess að vitna beint í titilinn…Svik, harmur og dauði, sem segir bara allt.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *