Gulli Falk fallinn frá. (Hvíl í friði)

Guðlaugur Auðunn Falk, eða Gulli Falk, gítarleikari hljómsveitanna Exizt, Dark Harvest og Audio Nation hefur fallið frá, en fyrir rétt um 2 árum var hann greindur með illkynja krabbamein í kviði og fæti. Vottum við ættingjum og vinum hans okkar dýpstu samúð. Hans verður sárt saknað úr rokk heimi íslendinga (og heimsins).

Beehive með hljómsveitinni Dark Harvest. Þar sem Gulli Falk spilar ásamt félögum sínum, þeim Magnúsi Halldóri Pálssyni (Madda úr Forgarði Helvítis/Beneath ofl) og Kristjáni B. Heiðarssyni (Shiva, Changer, Vetur, Skurk, Nykur ofl.):

Gulli Falk – Homegrown:

Hér að neðan má heyra glæsilegan sóló sem Gulli tók í laginu “Tormentor” með hljómsveitinni Sólstöfum á plötunni í Blóði og Anda.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *