Goatwhore með nýtt lag og plötu væntanlega.

Bandaríska þungarokksveitin Goatwhore sendir frá sér nýja plötu að nafni Vengeful Ascension 23. júní næstkomandi. Þetta 7. breiðskífa sveitarinnar, en seinast sendi sveitin frá sér plötuna “Constricting Rage of the Merciless” árið 2014. Á seinustu 4 breiðskífum hefur sveitin notast við Erik Rutan, en vann í þetta skiptið með Jarrett Pritchard að gerð plötunnar.

Fyrir þá sem ekki þekkja til var hljómsveitin stofnuð af Sammy Duet árið 1997, en áður hafði hann spilað með Acid Bath og Crowbar, en sveitin var fullkomin þegar söngvarinn Ben Falgoust gekk til liðs við Sammy (en Ben var þá þekktastur sem söngvari Soilent Green.)

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. Forsaken
02. Under The Flesh, Into The Soul
03. Vengeful Ascension
04. Chaos Arcane
05. Where The Sun Is Silent
06. Drowned In Grim Rebirth
07. Abandon Indoctrination
08. Mankind Will Have No Mercy
09. Decayed Omen Reborn
10. Those Who Denied God’s Will

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *