Gavin Portland - IV: Hand In Hand With Traitors
Gavin Portland - IV: Hand In Hand With Traitors

Gavin Portland – IV: Hand In Hand With Traitors, Back To Back With Whores (2010)

We Deliver The Guts –  2010

Ein besta plata árins 2010 fór einhvernveginn fram hjá mér þegar hún var loksins gefin út, en ætli það sé ekki bara vegna þess að ég hafi hlustað á hana frá árinu 2008, en þá fékk ég ómasteraða útgáfu af gripnum. Að mínu mati var og er þessi plata tímamótaverk í Íslenskri rokk sögu. Grípandi og hörð í viðbót við að vera aðgengileg og ekki talandi um skemmtileg.

Upphafslag plötunnar er grípandi og kraftmikið, springur í gang með harðneskju, grófleika og þroska. Það er alltaf gaman að heyra svona sterka byrjun á disk, ekki talandi um disk sem rétt skríður yfir hálftíma markið. Við tekur eitt mest grípandi lag plötunnar, Lungs of Brass and leather, tvíraddað öskur og mikil vídd. Algjör synd að þessi lög seu ekki lengri til að njóta þeirra enn meira.. en kannski er það bara snilldin, ég vill meira. February og Dead Ends taka við áður en meistaraverkið Seven Coils heltekur mann með fáheyrðri snilld. Örugglega eitt af betri lögum sem samin hefur verið af íslenskum tónlistarmönnum; treginn og dramað í öskrunum söngvarans eru engu lík.

Eftir svona lag er mikilvægt að ná hlustendanum aftur á réttan kjöl, sem tekst afar vel með Holy Terror Hidden hand, grípandi bassalína í einstaklega grípandi lagi.

Þegar á heildina litið er ekki hægt að segja að þessi plata sé unnin unnin úr þeim skóla sem ég kem frá (hardcorelegaséð), en hún fullkomnar einhvernvegin hardcore tónlist og fjölbreytileikann sem hardcoreið getur boðið upp á, en orðið fjölbreytni og orka eru eitthvað sem standa upp úr á plötunni.’

Magnaður gripur frá upphafi til enda.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *