As We Fight / The Psyke Project - Ebola Split
As We Fight / The Psyke Project - Ebola Split

As We Fight / The Psyke Project – Ebola Split (2011)

Century Media –  2011

Dönsku hljómsveitirnar As We Fight og The Psyke Project senda frá sér í sameiningu eina plötu sem fengið hefur nafnið Ebola. Að einhverjum ástæðum hef ég aldrei tengt þessar sveitir saman (fyrir utan landfræðilega) og bjóst enganveginn við að þær myndu vinna að einhverju saman, en töfrar split plötunnar eru einstakir.

Fyrst kynntist ég hljómsveitinni As We Fight á Goodlife útgáfunni fyrir allmörgum árum síðan. Sveitin var hin ágætasta og virtist passa útgáfunni nokkuð vel þar sem sveitin spilaði einfalt og hefðbundið metalcore eins og var hvað vinsælast á meginlandinu. Í dag virðist sveitin hafa þróast nokkuð mikið og á vissan máta fundið sig. Ekki er lengur að finna hefðbundið evrópskt metalcore, því stefnan virðist komin á málm blandað hardcore. Minni metall, meira core. Þetta finnst mér áberandi skemmtilegra efni en eldra efni sveitarinnar og kvatti mig meira til vilja hlusta á meira efni með sveitinni, sem getur varla talist annað nema gott.

Hin sveitin á þessu splitti eru Íslandsvinirnir í hljómsveitinni The Psyke Project. Efni sveitarinnar ætti að henta vel aðdáendum hljómsveita á borð við Converge og eru lögin á þeirra á splittinu hreint lostæti fyrir eyrun. Ég finn fyrir þeim krafti sem sveitin getur boðið upp á á tónleikum, en það finnst mér vera einstakt. The Psyke Project líkt og samlandar þeirra í As We Fight hafa einnig þróast milli útgáfna og virðist við hæfi að sveitirnar hafi náð gefa út sín bestu lög saman, sem ætti að vera virkilega góð landkynning fyrir Danmörk og almennt um danska tónlist í þyngri kanntinum.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *