Félagsmiðstöðvatúr Kimi Records

kimono – Morðingjarnir – Me, The Slumbering Napoleon

Hvar? Tían (Ársel) – Árbæ
Hvenær? 2010-02-03
Klukkan? 19:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Dagana 27. janúar til 3. febrúar ætla þrjár þriggja manna hljómsveitir að taka sig til og heimsækja félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og spila ókeypis tónleika handa ungmennum borgarinnar. Sveitirnar gáfu allar út plötur á vegum Kimi Records í haust við prýðis viðtökur.

Hljómsveitunum finnst tími til kominn til að lífga upp á tónleikamenninguna í félagsmiðstöðvum sem var vinsælt á tíunda áratug síðustu aldar. Þeim finnst að krakkarnir eigi skilið að fá að sjá góða tónleika, sem þeir gætu annars ekki fengið að sjá sökum aldurstakmarkanna á tónleikastöðum borgarinnar.

Félagsmiðstöðvartúrinn heimsækir 6 miðstöðvar: Frostaskjól, Hitt húsið, Miðberg, Tónabæ, Engyn og Tíuna.

Sudden Weather Change munu svo einning spila með í Frostaskjóli, Miðbergi og Tónabæ.

Túrplan:
Mið. 27. jan – Frostaskjól, Vesturbæ
Fim. 28. jan – Hitt húsið, Miðbæ
Fös. 29. jan – Miðberg, Breiðholti
Mán. 1. feb – Tónabær, Austurbæ
Þri. 2. feb – Engyn, Grafarvogi
Mið. 3. feb – Tían, Árbæ

Event:  
Miðasala: