Face the Fact - The Safe Place
Face the Fact - The Safe Place

Face the Fact – The Safe Place (2001)

Firefly Companies –  2001
www.theterriblebeauty.com www.fireflygate.com

Fave The Fact spila metalcore. Metalcore með mörgum skemmtilegum blæbrygðum sem halda hlustandanum áhugasömum í gegnum allan diskinn. Það er meira en verður sagt um mörg önnur metakorbönd sem allt of mörg elta skottið á hver öðrum. Það er mikið að gerast hérna og einlægnin lekur af þessu öllu. Ég get skrifað undir þessa einlægnin því ég þekki aðalgaurinn í Face The Fact ágætlega. Þetta eru nice kids sem spila virkilega grimma músík sem gæti verið lýst sem Aftershock í glímu við Catharsis og þegar hröðu hardkorlegu bítin koma inn þá eru Hatebreed riff komin í mixið. Ég gæti vel séð Face The Fact fyrir mér hjá Lifeforce eða Ferret. Því oftar sem ég hlusta á þetta, þeim betur hljómar The Safe Place. Hljómurinn á plötunni er stórgóður. Gagnrýnir og reiðir textar hérna með jákvæðum undirtón og vonarneysta. Svona á þetta að vera. Ég mun fylgjast með Face The Fact.

Birkir

Skildu eftir svar