The Entity (Sororicide) komin á Spotify!

Eitt þekktasta verk íslenskrar dauðarokkstónlistar, The Entity með Sororicide, er nú komið í hinn stafrænaheim á Spotify. Platan var upprunalega gefin út árið 1991 og hefur síðastliðin ár verið illfáanleg. Fyrir áhugasama um þennan tíma íslensks dauðarokks, er einnig hægt að nálgast safnplötuna Apocalypse með hljómsveitunum Sororicide, Inmomoriam og Striaskóm nr. 42 á spotify

Aðspurður sagði Bogi Reynisson efirfarandi liggja eftir sig um

Hlið helvítis hafa verið lokuð of lengi, gakk inn og ver glaður, það eru skilaboðin sem lesa má út úr því að The Entity sé loks komið á Spotify.
Annars nota ég ekki spotify og hef ekki hlustað á The Entity síðan sirka 1992… þannig að hvað veit ég?

Gísli söngvari bætti við:

Ég er mjög sáttur við að platan sé á spotify, þá getur fólk hlustað á plötuna eftir réttum leiðum. Ef að fólk hefur áhuga á svona fornminjum

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *