Eistnaflugs upphitun.

Laugardaginn 19. maí á Classic Rock í Ármúla verður hin svokallaða Eistnaflugs upphitun.

Um er að ræða kynningu á tónleika hátíðinni Eistnaflug sem fer fram dagana 13 og 14. júlí á Neskaupsstað.
Bryddað verður uppá tónleikum og frumsýningu heimildarmyndar um Eistnaflugshátíðina sem fór fram í fyrra.

2 sýningar verða settar upp samdægurs, sú fyrri fyrir alla aldurshópa sem hefst um 18:00 leytið. 3 hljómsveitir munu
leika listir sínar og eftir það verður myndin sýnd. Seinni sýningin verður með sama sniði en að þessu sinni verður
20 ára aldurstakmark og ýmis tilboð á boðstólnum. Seinni sýningin hefst um 21:30.

Hljómsveitirnar sem leika eru Severed Crotch, Myra og Ask the Slave.

Einnig verður heimasíðan www.eistnaflug.is opnuð formlega og samstarfs samningur við krabbameinssjúk börn undirritaður.

Athugið að það er ókeypis aðgangur.

Skildu eftir svar