Eistnaflug X – 2014 (Enn fleiri viðbætur)

Enn bætast við hljómsveitir á eina mögnuðustu rokkveislu í manna minnum: Eistnaflug 2014. Í þetta skiptið eru það hljómsveitirnar: Carpe Noctem, Grísalappalísa og Sign. En þær bætast við magnaðan lista tónlistarmanna sem sjá má hér:

The Monolith Deathcult, At the Gates, Zatokrev og Havok, HAM, Sólstafir, Skálmöld, Maus, Skepna, Morð, Brain Police, The Vintage Caravan, Severed Crotch, Momentum, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Strigaskór nr.42, Kontinuum, Gone Postal, Malignant Mist, Ophidian I, Saktmóðigur og Skelkur í bringu.

Hátíðin verður haldin 10.-12. júlí á næsta ári og er miðasalan hafin á midi.is.

Skildu eftir svar