Dordingull 14 ára.

Í dag er dordingull, harðkjarni, taflan og í rauninni all þetta batterý orðið 14 ára gamalt. Dordingull var í upphafi stofnað sem stuðningstæki við íslenska tónlist í þyngri kanntinum, en á þeim tíma var ekkert facebook, myspace eða slíkt fyrirbæri til og því ekki mikið um tækifæri á internetinu fyrir hljómsveitir að koma sér á framfæri. Mikið hefur breyst á þessum tíma, farsímar orðnir betri en meðal tölva ársins 1999. Dordingull er ekki dottinn af baki, enn er mikið af góðri tónlist þarna úti sem vert er að koma á framfæri. Síðastliðin 10 ár hefur dordingul einnig verið útvarpsþáttur, sem í dag er í útvarpi allra landsmanna, Rás 2. Haldið verður upp á þessi tímamót með skál í gulrótarsafa um allan heim.
Góðar stundir.

Skildu eftir svar