Dio

Löggilta gamalmennið Ronnie James Dio er að fara að vinna að nýrri sólóplötu auk þess að vera gestasöngvari( sem karaktrinn Dr. X) á nýrri Queensrÿche plötu Operation mindcrime II. Kallinn fer í Suður Ameríku reisu í mars. Það lítur út fyrir að gítarleikarinn Doug Aldrich(Whitesnake) verði aðalgítarleikari Dio um þessar mundir en hann var einnig með á plötunni Killing the Dragon og hefur túrað nýverið með Dio þar sem hann hefur fyllt í skarðið fyrir handlemstraðan Craig Goldy. Dio hefur leikarafrumraun sína í myndinni Tenacious D: The Pick of Destiny sem kemur út á árinu.

Skildu eftir svar