Deicide

Þessa dagana er Glen Benton gamli að taka upp “söng” (hahah) fyrir næstu plötu hljómsveitarinnar Deicide. Platan hefur fengið nafnið “Till Death Do Us Part”, og virðist kallinn gera þessa plötu með allt öðru hugarfari en áður. Glen er edrú þessa dagana og er þetta búið að opna nýjar víddir hjá kallinum og er hann nokkuð ánægður með árangurinn í þetta skiptið. Ekki er enn búið að ákveða hvenær platan verður gefin úr, en vænta má að það verði í fyrri hluta ársins 2008.

Skildu eftir svar