CXVIII: Doom og Dauði (örviðtal)

Nýverið sendi hljómsveitin CXVIII frá sér stafræna skífu að nafni Monks of Eris, en skífu þessa er hægt að fá á bandcamp síðu sveitarinnar. Ekki er mikið vitað um sveitina, en með hjálp internetsins er kannski hægt að skella nokkrum spurningum á meðlimi sveitarinnar..

Hvaða kemur sveitin CXVIII og hvaða merkingu hefur nafn sveitarinnar fyrir meðlimi hennar?
CXVIII er upprunin frá Íslandi, nánar tiltekið Reykjavík. Bandið er stofnað árið 2015 þegar fyrsta efni sveitarinnar var skapað. Fyrir okkur þá er CXVIII útrás fyrir sorg, gleði, vondum tímum ásamt þeim góðum. Við viljum skapa tónlist sem hefur mikla merkingu fyrir meðlimi og ég tel að fyrsta útgáfan Monks of Eris sýni það. Merking nafnsins er tvíþætt, fyrsta lagi er CXV tákn bandsins og í öðru lagi er III merki um þrenningu meðlima, við erum ein heild sameinuð með tónlist.

Hverjir eru í hljómsveitinni?
CXVIII telur ekki mikilvægt að nöfn meðlima séu þekkt, tónlistin er það sem skiptir máli.

Nú er ekki mikið um upplýsingar um sveitina á netinu, hver er ástæðan fyrir því?
CXVIII er ekki með útgáfu eins og er, engin eintök af Monks of Eris eru skipulögð að svo stöddu en það gæti breyst á næstu misserum.

Verður Monks of Eris gefin út annarstaðar en á stafrænu formatti (Vínill/CD/Kasetta?)
Það er margt í vinnslu fyrir CXVIII og bráðum koma frekari tilkynningar varðandi það.
Hvenær má eiga von á því að sjá sveitina spila á tónleikum?
Fyrsta giggið er planað þann 15.apríl næstkomandi ásamt hljómsveitunum Morpholith, Slor og Qualia.

Eitthvað að lokum?
Monks of Eris er fáanleg á síðunni : CXVIII.bandcamp.com

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *