Comeback Kid með nýja plötu

Kanadíska harðkjarnasveitin Comeback Kid hefur lokið upptökum á nýrri breiðskífu, en skífa þessi verður á næstunni hljóðblönduð. Platan hefur fengið nafnið Outsiders og verður gefin út fyrir lok ársins. Sveitin sendi seinast frá sér plötuna Die Knowing árið 2014 og þá með aðstoð Victory útgáfunnar, en ekki er enn búið að gefa upp hverjir gefa út nýju plötu sveitarinnar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *