Cliff Clavin þótti best

Ég stal þessarri frétt breint frá mbl.is:

“Sex íslenskar hljómsveitir öttu kappi á Gauki á Stöng síðastliðið föstudagskvöld um að komast í undanúrslit hljómsveitakeppninnar Global Battle of the Bands. Það var sveitin Cliff Clavin sem bar sigur úr býtum og komst í undanúrslit heimskeppninnar, sem hefst í Lundúnum á morgun.

Cliff Clavin mun þar keppa við hljómsveitir frá 30 löndum. Sveitin sem vinnur keppnina fær 100.000 dollara verðlaunafé og heimstónleikaferð, sem aðstandendur keppninnar greiða. Keppinautar Cliff Clavin voru sveitirnar Artika, Thingtak, Gay Parad, Endless Dark og Ask The Slave.”

Leave a Reply