Celestine - Celestine
Celestine - Celestine

Celestine – Celestine (2012)

Celestine –  2012

Hin kyngimagnaða íslenska rokksveit Celestine hefur frá í mörg ár glatt harðkjarna elskandi rokkarann hér á landi, enda hafa fyrri útgáfur sveitarinnar verið afar hátt skrifaðar af öllum tónelskandi rokkurum landans. Eftir mikinn undirbúning og enn lengra upptökuferli náði sveitin loksins að senda frá sér nýja breiðskífu um mitt árið 2012. Eins og með fyrri plötur sveitarinnar má heyra talsverða þróun hjá sveitinni, þó svo að undirliggjandi tónn sveitarinnar setji sitt mark á skífuna í heild sinni.

Þessi plata kom mér virkilega á óvart og minnir að mörgu leiti a Jesus Chris Bobby plötu hljómsveitarinnar mínus, höfðingjaverk hljómsveitarinnar Breach og jafnvel meistaraverk hljómsveitarinnar Refused (The shape of punk to come) en fjölbreytileiki og grípandi gítarleikur í viðbót magnaðan trommurleik öskra á mann á plötunni af öllum heimsins kröftum. Ljótleikinn í bland við hágæða lagasmíðar styrkja hráleika plötunnar og um lyftir plötunni á hærra svið og gerir þetta að áberandi bestu plötu sveitarinnar.

Fyrir það fyrsta að hafa fengið meistara Krumma Björgvins til að koma fram á plötunni, er gott, en að fá hann til að rifja upp gamla hráleikan sem heyra mátti svo vel á gömlu mínus plötunum fær gæsahúðina til að fá gæsahúð. Það er svo mikið af hápunktum á plötunni að það er erfitt að velja úr, hún gengur sérstaklega vel þegar hlustað er á gamla mátann (frá byrjun til enda) og væri því fullkomin sem vínill, eitthvað sem ég vona að sveitarmeðlimir taka til greina (þrátt fyrir að sveitin sé að hætta).

Með þeirri vitneskju að sveitin sé að hætta (lokatónleika haldnir 2. febrúar 2013) þá vona ég að þeir tónleikar veiti sveitinni innblástur til þess að sjá að það er möguleiki á endurkomu, ekki talandi þegar ein af sveitin hefur gefið út efni í þessum gæðaflokki. Örugglega ein af bestu breiðskífum ársins 2012 og á að vera til á öllum rokkandi heimilum landsins.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *