Cave In - White Silence
Cave In - White Silence

Cave In – White Silence (2011)

Hydra Head –  2011

Hljómsveitin Cave In hefur um all nokkurn tíma heillað margan rokkarann, þó svo að lítið hafi farið fyrir sveitinni síðastliðin ár. Sveitin hafði um tíma haldið sér í ákveðinni lægð, en útilokaði aldrei að hún kæmi saman aftur. Það var svo árið 2009 að sveitin braut þögnina og sendi frá sér 4 laga smáplötu. Nú eru 2 ár liðin og sveitin á ný komin með nýtt efni.

White Silence hefst á titillaginu og strax í upphafi kveður við annan tón en heyra mátti fyrir 2 árum síðan (á Planets of Old). Hráleiki sem einkenndi sveitina í upphafi í bland við listrænar tilraunir síðarri ára eru mjög áberandi. Upphaf skífunnar einkennist á hráum gítar og öskri, við það bætast trommur og viðbótar riffar í einhverjum listrænum hávaða sem nær loksins nokkurskonar jafnvægi sem erfitt er að útskýra. Eftir þetta villta upphaf heldur sveitin áfram í mun skipulagðri tónlistarflutning. Í laginu “Sepents” heyrist í hávaðasömu hljómborði sem ekki hefur verið áberandi verkum sveitarinnar áður og gefur þetta laginu nokkuð mjög sérstakan hljóm sem verður einhversvegan upphaf dáleiðslu sem endar ekki fyrr en í lok skífunnar.

Það sem kemur á óvart er þunginn, þessi yfirgnæfandi þungi, sem samt nær að fylgja melódískri söngrödd Brodsky á meðan Scofield öskrar eins og um kvalafullan dauðdaga sé að ræða. Þessi blanda er hvað best í lögum eins og Sing My Loves, þar sem hjartanæm og angurvær melódían fylgir þunganum og hráleikanum. Ég held að allar fyrri plötur sveitarinnar nái einhvernveginn að koma saman í þessu lagi og gera það bara eitt af betri lögum sveitarinnar frá upphafi.

White Silence heldur áfram að þyngjast og virðist ná ákveðnu hámarki um miðja plötuna og áfram heldur tilraunastarfsemin og hávaðinn í bland við taktfast rokkið. Ég efast ekki að aðáendur mínus finni eitthvað við sitt hæfi á plötunni, þar sem bæði er að finna öskur og grófleika (eins og finna má á Jesus Christ Bobby) og einnig fegurð og yfirvegun eins og heyra má á seinni plötum mínusar.

Síðustu 3 lög skífunnar eru mun rólegri og yfirvegaðari en þau læti þar á undan, en engu verri þrátt fyrir það. Allt frá bítlalegum og angurværum unaði að draumkenndu rokki sem sveitin hefur náð að mastera á einhvern undurverðan máta.

Örugglega ein af bestu útgáfum þessa árs að mínu mati.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *