Flokkur: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Johnboy - Pistolswing

Johnboy – Pistolswing (1993)

Trance Syndicate –  1993
Pródúserað af Paul Stautinger. 9 lög

Enn og aftur kemur Benni með eitthvað band sem að ég kann engin deil á. Að þessu sinni er það
hljómsveitin Johnboy og mikið andskoti eru þeir spennandi. Það litla sem að ég veit er það að þessi plata er þeirra fyrsta.

Erfitt er að lýsa tónlist Johnboy. Eftir mikla hlustun kom lýsingin upp í hausnum á mér. Harðari en Shellac og fjölbreyttari en Unsane. Sem sagt, blanda af þessum tveimur væri nærri lagi ásamt vænum skemmti af óreiðu í anda Coalesce. Bassaleikarinn fer mikinn með kraftmiklum, frumlegum leik sínum sem að er unun ein að hlusta á. Út frá þessari lýsingu væri máski hægt að versla þessa plötu í blindni. Óreiðan sem að ég minntist á er það eina (lítilvæga) sem að ég finn að þessari plötu. Þ.e. lögin eru stundum ekki nógu hnitmiðuð, þannig að platan virkir síður sem heild. Lögin, ein og sér hræra hins vegar verulega í heilanum á hlustandanum. Kannski er það með vilja gert að hálfu tríósins sem að kallar sig Johnboy. Þið ættuð líka að skoða þetta band, mjög viljandi Virkilega athyglisvert!

Toppar:
Hold
Freestanding
Admiration

Birkir

Godflesh - Us and them - Us and them

Godflesh – Us and them – Us and them (1999)

Earache –  1999
Pródúsað af Godflesh – 12 lög

Það eru misjöfn viðbrögðin sem að geisladiskar vekja hjá mér, sem er í sjálfu sér ekkert nema
óskaplega eðlilegt. Ég las meira að segja einu sinni í tímariti að flestir sem gerðu tónlist gerðu hana til þess að vekja viðbrögð. Nóg um það!

Þegar Melkorka kom heim frá New York kom hún með allskyns dót handa mér: Bakpoka, fínt úr, tvo boli, tvo lítra af vodka, yoda (star wars) kúlu/freyðibað og svo tvo diska. Annan diskin fékk hún frían Family Values, sem (fyrirgefðu Smelly) er eiginlega bara ekkert spes, og svo fann ég í bakpokanum nýja diskinn með GODFLESH. Ég verð að segja að ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið, ég er búinn að hlusta svolítið á GODFLESH alveg síðan að ég var í Grunnskólanum á Reyðarfirði, sællar minningar. Ég hef hlustað svolítið á “PURE” og “STREETCLEANER” og svo auðvitað næst nýjasta diskinn “SONGS OF LOVE AND HATE”. En ég hef aldrei reynt að láta hana Melkorku hlusta á þetta band, hún er nefninlega ekkert rosalega móttækkileg fyrir músíkinni minni. En þarna var nýjasta verk þeirra GODFLESH liða.

Það verður að viðurkennast að ég var hálf tvístígandi þegar I,me,mine, sem er fyrsta lagið á plötunni var um það bil hálfnað. Mér þótti lagið svolítið öðruvísi en ég hafði búist við. Lögin héldu áfram að rúlla og ég sat þolinmóður í nýja rúminu….
Það leið ekki á löngu áður en diskurinn átti hug minn allan og ég hafði verið með hann á repat í heila viku, ég hafði misst af því að sjá sólmyrkva, ég hafði misst af því að konan mín átti tvíbura og annar þeirra var farinn að ganga á meðan hundarnir átu hinn, af því að ég hafði auðvitað ekkert unnið allan tíman og eitthvað urðu þeir að éta þeir Argur og Tanni veslingsskepnurnar. Þetta er kannski ekki nákvæmlega eins og hlutirnir atvikuðust, en samt sem áður þá lýg ég því ekki að ekki leið á löngu áður en ég var orðinn dolfallinn, enda skildi engann undra. “US AND THEM” er stórkostlegur diskur, hann er kannski ekki beint ferskur, hann er óþægilegur í áheyrn og ég skemmti mér ekki konunglega við það að sitja og hlusta á hann, en hann hefur svo mikinn karakter, svo mikla útgeislun sem er vægast sagt unaðsleg.

Það má segja að verk það sem “US AND THEM” er minni mig helst á þurrkaða rós, dauða rós. Í meira lagi falleg og gaman að eiga hana en maður verður hálf dapur af því að fylgjast með henni til lengdar, hún er búin að gera það sem hún ætlaði að gera hún er bara þarna….. falleg en dapurleg, eymdarleg.

Ég verð að segja það að GODFLESH koma mér algerlega á óvart þó það sé óralangt frá því að þeir valdi mér vonbrigðum, síður en svo. Þeir hefðu getað komið mér í opna skjöldu með make-öppi, hárlakki, pelsum og kántrí lagini “Moma said” eða eitthvað…….. en nei, og ég er meira en lítið sáttur maður!

Toppar :
I, me, mine. Og allt sem áeftir fylgir!

Bóas

One Minute Silence - Buy Now… Saved Later

One Minute Silence – Buy Now… Saved Later (2000)

V2 Records –  2000

Jæja. Það eru örugglega nokkrir sem hafa beðið eftir þessari með óþreyju. Ekki ég. Vegna þess að
ég var ekki par hrifinn af fyrstu plötu þeirra. Það er bara mitt vandámál.

Nýjasta afurð þeirra gerir heldur ekki neitt fyrir mig. Mér finnst hún í flesta staði frakar leiðinleg, fyrirsjáanleg og pirrandi. Mér finnst þeir rembast of mikið þannig að heildarútkoman verðu tilgerðar- orkusprengja með góðri hljómblöndun. Þetta eru fínir gaurar(ég hef hitt þá) og þeir eru sprækir á tónleikum en það kemur þessum disk ekkert við. Þeir segja að þeir hafi þróast, gott og vel, það er smá breyting. Nokkrir svona moody kaflar og smá Tool pælingar. Góðir textar samt sem áður…

Þessi diskur hefur fengið fína dóma þannig að ég hlýt bara að vera hálfviti.

Tjékkið á þessu ef þið hafið að vera fíla One Minute Silence í gegnum tíðina, nu-metal með grúvi.

Toppar: 16 Stone Pig

Birkir

Ýmsir - New York City Takeover - Volume 1&2

Ýmsir – New York City Takeover – Volume 1&2 (2000)

Victory Records –  2000

Hardkor tónleikaplötur er útgáfa sem lítið ber á í þessum geira af þeirri einföldu ástæðu að fáar
hardkortónleikaplöturplötur eru búnar til yfir höfuð. Af hverju? Örugglega af því að það eru ekki til peningar og græjur í þessháttar og svo er það mín skoðun að flestar útgáfur af þessu tagi eru óþarfar… með nokkrum undantekningum.

Victory fyrirtækið hefur vel efni á þessu og á að baki eina af eftirminnilegustu hardkortónleikaplötu allra tíma, The California Take Over. Þar mátti heyra í Earth Crisis, Snapcase og Strife á þvílku balli.

Hér skulu tvær nýjar tónleikaskífur saltaðar í einu og er skemmst frá því að segja að þassar upptökur ná ekki sömu hæðum og á California…

Hér leika All Out War, Reach The Sky og Grey Area(volume 1) og hins vegar Skarhead, Buried Alive og River City Rebels(volume 2) listir sínar. Hljómurinn á öllum upptökunum er slatti hrár og stundum vantar uppá kraftinn en best kemur hann út hjá All Out War og Skarhead. All Out War er þegar á allt er litið ,hápunktur þessarar seríu. Spilamennskan er fyrnaþétt miðað við hversu trylltir þeir eru, megametall og maður sér fyrir sér algert stríð á dansgólfinu sem og á sviðinu. All Out War eru eins brútal og það gerist í metalkorinu og það kemst vel til skila hér enda ósnertanlegir með lög á borð við þau sem þeir refsa okkur með á þessu plasti. Reach The Sky eru næstir og eins og við var! að búast af þessu frábæra bandi þá eru lögin óendanlega góð og eitt besta dæmi um hvernig á að gifta gamla skólann kraftmiklu, einföldu og grípandi hardkorkeyrslu nútímans. Þegar þeir taka “The Race Is On” svo vel að maður óskar þess innilega að maður hefði verið á svæðinu. Hvenær gerir maður það ekki. Næstir eru meistarar Grey Area sem að mínu mati er eitt af bestu pönkböndum heimsins í dag. Þeir virðast þó heldur kærulausir, stylla ekki bassann og svona en með lög eins og “Silence” og “Before Me” sem er reyndar mómentið þeirra hér, sleppa þeir vel frá þessu en samt svolítil vonbrigði fyrir svona Grey Area sjúkling e! ins og mig.

Skarhead hefja leikin á Volume 2 disknum. Þarna er strax kominn lágpunktur þessa disks enda Skarhead alveg óvenju heiladauðir og klunnalegir innan um öll hin böndin. Það er bara ekki mikið í tónlist þeirra spunnið. Þeir ættu að slappa af í lyftingunum og sukkinu, hætta þessu Rambó bulli og semja lög annars bara hætta þessu. Þeir starta settinu sínu með einhverju rusl rapp intrói. Örugglega mikið stuð á staðnum en einungis pína fyrir “vel þjálfuð” eyru mín. Ég er auli en þetta er sorglegt. Já dettum í það moðerfokkers!

Buried Alive koma svo eins og riddara á hvítum langferðabíl og bjarga okkur frá meðalmennskunni. Brútal hardkor keyrsla eins og þeim einum er lagið kemst ágætlega til skila. Þetta band er svo svakalegt að hausinn á manni flýgur bara af! Fáránlega þéttir. Hljómurinn er á mörkum þolanlegs hráleika en það stoppar ekki þessa kappa þannig að þeirra framtak kemst ágætlega frá þessu.

Svo eru það raunsæispönkararnir í River City Rebels sem ljúka þessu öllu og virka á mig sem afar ferskur og hressandi andblær eftir alla hörkuna sem á undan er gengin. Lúðrar og frábært einfeldningspönk af bestu gerð sem heillar mig uppúr skónum. Ég hef miklar mætur á þessum. Go!

Af þessum tveimur þá er Volume 1 betri plata enda er Skarhead ekki þar. Þetta framtak Victory er skemmtilegt en ætla má að hörðustu aðdáendur þessara banda hafi mest gagn af þessu því að þetta er ekki besta leiðin fyrir forvitna til að kynnast þesum listamönnum, nema þá kannski All Out War.

Birkir

STRIKE ANYWHERE - Chorus Of One

STRIKE ANYWHERE – Chorus Of One (2000)

Red Leader Records –  2000

Úff! JÁÁÁÁÁÁáááááááá!! Þetta er svo ótrúlegur diskur. Þetta er einn af bestu diskunum sem ég hef
keypt á árinu og ég get ekki hætt að hlusta á hann en er samt búinn að eiga hann í marga mánuði. Þetta er svo gott að það er bara ekki hægt. Strike Anywhere eru strax orðin ein af mínum uppáhalds hljómsveitum. Þeir fá mig til að hoppa um alla íbúð, syngja, fyllast af bjartsýni, fá gæsahúð og til þess að fara útá götu og gera byltingu. Hljómsveitir sem vekja upp svona tilfinningar eru að gera allt rétt. Þetta eru gæði og þetta er næg ástæða fyrir ykkur til að grafa tónlistina upp.
Ég get ekki líst tónlistinni almennilega, þó er ekkert verið að finna upp hjólið. Þessir gaurar eru bara ekkert að þykjast og rembast. Tónlistin er bara ótrúlega grípandi og kraftmikið hardkorpönk sem þú færð á heilann um leið og þú slærð fyrsta taktinn. Þeir eru samt að gera fullt tónlistarlega, mikið af hljómum, flottum bassa, allskonar köflum sem gera manni ómögulegt að dansa ekki á alla mögulega vegu, fljúga af sviðinu og syngja með. Það er enginn of kúl til að dansa ekki eins og “fIfl” – þessi lína er aldrei of oft kveðin! Yeah. Söngurinn er smitandi. Öskur og sönglínur sem maður fær á heilann, back-up´s og söngvarinn er enginn “söngnámsgutti”, það syngja bara allir einfaldlega til að syngja orðin sem skipta okkur máli. Línur eins og:”If we just look inside each of us, a thousand rebellions sleep”, “A void in their minds, These laws were made for property – not people”,

“They preach their disorder
they make you accomplice
and try to say there´s nothing left for you to do
But we can liberate each other
scream out against the void
Communicate! not seperated
We live to arm this joy”
Það er einlægni, ákefð og tónlist sem þessi, sem fær mig til að halda haus og trúa því að það sé eitthvað gott sem við getum öll gert saman í gegnum tónlist, menningu, samskipti og athafnir okkar í daglega lífinu.

Ég ætla ekki að koma með meira um þennan disk því öllum ætti að vera ljóst að Strike Anywhere er ekki bara enn eitt bandið sem hverfur í fjöldann og gleymist. Til þess eru þeir bara of sérstakir. Þessi diskur kom út í fyrra og hann er sex laga. Ég ætla ekki einu sinna að segja ykkur hversu heitt ég þrái þann nýjasta sem er nýútkominn hjá Jade Tree útgáfunni. Já!

**** Arm Desire – Rebel Soldier – Bomb the mind ****

http://www.redleaderrecords.com

Birkir

Susperia - Vindication

Susperia – Vindication (2002)

Nuclear Blast –  2002
Pródúserað af Peter Tägtgren (Pain, Hypocrisy)

Jæja þá er maður loksins kominn með gripinn í hendurnar, síðasti diskurinn sem Peter Tägtgren tók up í Abyss Studios. Ég var nokkuð hrifinn af fyrri disk Susperia en fannst hann kannski vera full stereo-týpískur en engu að síður vel spilað deathmetal með töluverðum blackmetaláhrifum. Þessi diskur minnir óneitanlega á Puritanical Euphoric Misanthropia og er Athera meira að segja farinn að reyna meira fyrir sér í clean-söngnum en án mikils árangurs og ætti karlinn eiginlega bara að halda sig við öskrin.

Spilleríið er hér allt voða fágað og flott sándandi en einhvern neista vantar og þeir Susperia félagar ná engan veginn að halda uppi frumleikanum sem maður fann svo vel á Predominance. Platan er alls ekki alslæm, það má finna ágætispukta á honum en þegar á heildina er litið þá er voða lítið sem rekur mig til að setja þennan í spilarann. Sagan segir meira að segja að Peter Tägtgren hafi ekki þegið neina borgun fyrir að pródúsera þennan disk, að hann hafi haft þvílíka trú á efninu. Ég vildi að ég sæi það sem hann sér við þennan disk.

Þeir sem fíluðu Puritanical.. með Dimmu Borgum ættu svosem að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á þessum disk. Aðrir græða lítið á honum.

Jói

Biohazard - Tales From The B-Side

Biohazard – Tales From The B-Side (2001)

Renegade recordings –  2001
www.biohazard.com

Mér finnst alltaf gaman þegar hljómsveitir ákveða að safna saman áðuróútgefnu efni eða einhverju efni sem erfitt hefur verið að nálgast, ekki er það verra þegar það er hljómsveit sem ég held mikið upp á. Hljómsveitin Biohazard á mikið af aukaefni og hefði verið hægt að troða heilum helling af öðru efni á þennan disk. Nokkur þeirra laga sem eru á þessum disk tel ég vera klassík (Slam og Judgement Night) í viðbót við demo upptökur af öðrum meistaraverkum sveitarinnar (Shades Of Grey & Punishment). Það kemur mér einnig að óvart að það er alveg fullt af öðrum lögum þarna sem eru alveg frábær, og mig furðar afhverju þetta hefur ekki verið gefið út áður. Fyrsta lagið á disknum er frábært, í anda Mata Leao daga Biohazard, þetta er hart og pönkað eins og svo margt á þessum safndisk. Næsta lag var víst í einhverri vampírumynd, og minnir mig á eitthvað sem gæti hafa verið á State of the world addressed. Nokkuð mikið af þessum lögum voru tekin upp á þvísemþ eir kalla “The lost tape session”, sem er eitthvað sem ég væri rosalega mikið til að eignast, þar sem þetta er Biohazard upp á sitt besta.. það er að segja Hratt og hrátt pönkað Hardcore. Shit hvað þetta er cool margt af þessu. Rapparanir í Onyx koma við 2 sinnum á þessarri plötu, enda ekki við öðru að búast, þar sem lögin sem þeir hafa unnið með biohazard hafa náð ágætis vinsældum, fínt að hafa þetta á einum stað, enda ekki miklar líkur að hinn standard Biohazard aðdáandi muni versla sér mikið af Onyx diskum. Það sem stendur uppúr hjá mér á þessum disk eru eftirfarandi lög: Three Point Back, Falling, Sumptin’ To Prove, Sadman, Enslaved, Inhale og Piece Of Mind, þó svo að heildin sé helvíti góð, sérstaklega ef maður miðar við að þetta er safndiskur. Þetta er vægastsagt skildu eign fyrir alla Biohazard aðdaéndur.

Valli