Flokkur: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Ten Foot Pole - Bad Mother Trucker

Ten Foot Pole – Bad Mother Trucker (2000)

Victory –  2000
http://www.tenfootpole.com

Svo virðist sem Victory ætla að krækja sér í alla vega eitt band sem hljómar eins og öll möguleg stílbrigða “hype” sem finnast innan hardcore og punk geirans. Þeir eru nú þegar með skapönk bandið, metalcore bandið, emocore bandið, old school hardcore bandið, kaoscore bandið, arty hardcore bandið, tyggjó-emo bandið, pólitíska hardcore bandið o.s.frv. Nú síðast fengu þeir sér sitt eigið vesturstrandar happy-pönk bandið Ten Foot Pole. Ég er oft að velta því hvort þeir þori að fá sér power violence band eða eitthvað crust band… tja eða bara hardcore band sem er “hættulega” hart. En ég efast um að þeir geri það. Gæti verið of mikil fjárhagsleg “áhætta”.

Ten Foot Pole spila ekta vesturstrandarpönk sem hefur greinilega farið í gegnum “best að hljóma eins mikið og NOFX eins og mögulega er hægt” ferlið. Að því sögðu þá er gefið mál að þetta er auðmelt og grípandi og hröð tónlist sem þú gætir heyrt á MTV eða einhverju aumu hjólabrettamyndbandi. Það eru engar tennur í þessu. Jú, það eru falskar tennur og þær bíta ekki neitt. Ef þið viljið heyra svona pönk gert vel, tékkið þá á jesúböndunum: Dogwood, Shorthanded, Hangnail,Slick Shoes o.fl. hjá Tooth & Nail útgáfunni. Það eru bönd sem kunna þetta.

Ten Foot Pole hafa alltaf verið mjög líkir NOFX og Descendents og það er ágætis mál. Núna hafa þeir slípað til og gert tónlistina enn aumari og saklausari. Vinalegt fyrir óþjálfað eyrað. Já, það er leiðinlegt. Lögin eru flest frekar leiðinleg og of lík hvert öðru þannig að ég hætti að taka eftir því hvenær eitt lag byrjar og annað endar. Svo er mér líka alveg sama þegar diskurinn er búinn. Textarnir eru hins vegar fínir. Ádeila og sósjall og jákvæðni í þeim.

Svona tónlist hefur verið gerð þúsund sinnum áður og oft með verulega góðum árangri. Ten Foot Pole eru bara ekki nógu góðir til að gára vatnið. Vatnið sem er stútfullt af andlausum og steingeldum eftirhermum.

Birkir

Slayer - Diabolus In Musica

Slayer – Diabolus In Musica (1998)

American –  1998
Produced af Rick Rubin, 12 lög

Það er ekkert sem jafnast á við það að sletta Slayer í spilarann. Diabolus In Musica er önnur platan sem að Paul Bostaph trummböllar á en hann er alveg með þetta á þessari sko. Platan opnar á Bitter Peace sem er mjög cool, níðþungt gítarriff, sem að leiðir mann svo inn í hörkukeyrslu. Sándið á þessu er algjörlega til fyrirmyndar. Death’s Head er svona pönkfílingur, mjög cool. Við tekur Stain Of Mind sem grúvar einsog möðer. Ég veit ekki alveg hvort ég fíla þessa plötu betur en Divine Intervention sem kom á undan en það er alveg heví erfitt að gera upp á milli Slayer plattna. Jæja, nokkur lög sem að eru þess virði að minnast á. In The Name Of God er stakasta snilld, Scrum er Slayerlag í klassískum stíl, gítarsóló, hraðir kaflar, raddaðir gítar osfrv. Wicked er eiginlega besta lag plötunnar, viiiiðbjóðslega þungt með trommurnar alveg í óhugnarlegi kantinum. Diabolus In Musica er að mínu mati besta platan sem kom út á árið 1998 og hvet menn eindregið til að tékka á honum.

Tarfur

Beyond Dawn - Electric Sulking Machine

Beyond Dawn – Electric Sulking Machine (1999)

Peaceville –  1999

“Violence Heals” er upphafslag plötunnar, bærilega þungt með mjög melódískum og flottum
gítarriffum og þetta lag lofar svona rosalega góðu. Ég fékk svona sama fíling og þegar ég fékk Draconian Times, síðustu góðu plötu Paradise Lost uppí hendurnar í fyrsta skiptið. Alls ekki slæm byrjun, hreint ekki. Svo kemur lag númer tvö, “Addictions Are Private”, þá tekur diskurinn ansi langt stökk niður á við. Þá má segja að stæling söngvarans á Hr.Gira, aðalmanni súperbandsins Swans geri það að verkum að maður missir svolítin áhuga á því að hlusta á góðu hliðar disksins, sem eru ansi fáar fyrir.
Mjög einhæf tónlistin plús hrottalega einhæfur söngurinn er ekkert til að gera það allt of gott. Diskurinn er á stöðugri siglingu niður á við frá lagi tvö en næst síðasta lagið á disknum er mjög gott rétt eins og það fyrsta en tvö góð lög er bara ekki nógu gott.

Toppar: Fyrsta og næst síðasta lagið.

Stu

Vader - Litany

Vader – Litany (2000)

Metal Blade –  2000
http://www.metalblade.com/

Þessir Pólsku skrattar eru búnir að vera lengi að, frá 1986, og búnir að moka út þó nokkrum plötum sem ég þekki ekki. Þessi nýjasta útgáfa þeirra og sú fyrsta hjá Metal Blade, “Litany” er full af standard hröðu gæða dauðarokki sem fer vel í græjum hvaða metalhauss sem er. Lagasmíðarnar eru einfaldar og lögin stundum það keimlík að í fyrstu var ég t.d. ekki viss hvort að lagið “Litany” væri ekki framhald af “Xeper” sem er lagið á undan. Einfaldleikinn kemur þó alls ekki í veg fyrir að maður geti notið tónlistarinnar því þetta er skemmtilega hratt og grípandi alltsaman og minnir á árdaga dauðarokksins, svona eins og fyrsta Gorefest platan “Mindloss” sem var svo einföld að hún var hálfgert pönk, nema að Vader eru náttúrulega búnir að vera að spila sitt dauðarokk í mörg ár og kunna vel á hljóðfærin sín. Þeir vita alveg hvað þeir eru að gera nema kannski í textasmíðum.
Á disknum er CD-rom dæmi með upplýsingum um hljómsveitina, video o.fl og í viðtali þar útskýrir Peter, söngvari og gítarleikar, að platan hafi nú verið mun lengri áður en þeir fóru í stúdíó en þar kom í ljós að trommuleikarinn Doc var bara svo helvíti hraður að hann stytti hvert lag um mínútu.
Þetta er plata sem þú kemur til með að skella í af og til og hafa gaman af.

Siggi Pönk

Bad Brains - Rock for light

Bad Brains – Rock for light (1991)

Caroline Records –  1991
Upprunalega gefið út árið 1983, en endurútgefið 1991

Eins og ég hef áður sagt er Bad Brains eitthvað sem á að vera til á hverju heimili, það er ekki hægt að vera pönk/hardcore eða metal aðdáandi í dag án þess að hlusta á Bad brains með í bland. Þeirra einstöku hæfileikar í að blanda (mjög) hröðu pönki, reggae og verulega góðum lagasmíðum hafa komið þeim á kort tónlistarsögunnar fyrir löngu. Rock for light var þeirra fyrsta opinbera breiðskífa og tók ameríska pönkheiminn með stormi og heimurinn fylgdi svo í kjölfarið. Því miður eru þeir heimsmeistarar í að hætta og byrja svo saman aftur þannig að þeir túruðu ekki eins mikið og maður hefði viljað og hættu svo endanlega eftir að söngvarinn, H.R. Hudson, höfuðkúpubraut nýnasista með míkrófónstönginni á tónleikum í Texas árið 1995. Á þessari skífu er að finna alla slagaranna þeirra sem ætti að syngja í kringum jólatréð á hverju ári. Lög eins og “attitude”, “sailin’ on”, “at the movies” eða “supertouch” eða reggae snilldin “I and I survive” eru bara helber snilld út úr þessum kannabis soðnu heilum. Ég þarf ekki að segja meir, það ætti ekki að þurfa að hvetja fólk til að versla Bad Brains, fólk ætti að fæðast með skífur þeirra í höndunum.
Fullt hús!

Smith

Zao - Self-titled

Zao – Self-titled (2000)

Solid State –  2000

Ég mun aldrei skilja afhverju ég er ekki löngu búinn að fá mér þennan disk, þvílíkt og annað eins
meistara stykki. Alveg frá upphafi er maður hooked og vill helst ekki gera annað en að hlusta á bandið að eilífu. Rödd söngvara sveitarinnar er einstaklega skemmtileg og ólík því sem maður er vanur að heyra í metalcore bandi. Zao eru miklu meira en bara metalcore band, Zao eru snillingar. Fyrstu dagana eftir að ég hlustað á þennan disk gekk ég um allt syngjandi “Burn it down and walk away”. Hljómar kannski ekki vel komandi frá skeggjuðum tattúeruðum krúnurökuðum hardcore brjálæðingi…. en ég vona að ég hafi ekki hrætt neinn. Strax við í öðru lagi diskins kveður við annan tón, enda ekki sungið í laginu. Eftir rólega byrjun þriðja lags disksins kemur æsandi brjálæði sem minnir mann jafnvel á blackmetal band frekar en kristið hardcore band.

Dear Tiffany
You´ve made me nauseous for the last time
everything i´ve said to you
I will form into a spike (to drive through my throat)
In order to stop my words
This time I´ll put them in the ground
along with my memories and my feelings
I´ll burn it down and walk away
Let the fire warm my back
I wish you would say you hate me
It would make things so much easier
Burn it down and walk away.
Love, Daniel

-5 year winter, Zao

Lög eru mjög fjölbreytileg í gegnum allan diskinn og fjalla textar sveitarinnar um hluti frá internet fílfum að endalokum heimsins. Þessi diskur er vægast sagt góður og fær að sjálfsögðu besta dóm sem í boði er hér á harðkjarna.

Valli

Strapping young lad - SYL

Strapping young lad – SYL (2003)

centurymedia –  2003
www.strappingyounglad.com
www.centurymedia.com

Þeir hafa snúið aftur, hljómsveitin sem var í dvala. Ég veit ekki hvernig á að skilgreina tónlistina þetta er ekki death, black, hardcore, heldur blátt áfram ómennskt robot-thrashy-metal með fullt af feitum riffum dúndrandi trommum og allskyns öskrum og röddum.
Fyrst er stutt atmospheric intro en svo kemur fyrsta lagið “Consequence” og ahhh…mmm… öskrar ekki Devin whoaaaaaaaa!! og veizlan byrjar… og þessi trommari er alveg snar!! jú þetta er Gene Hoglan! Jed Simon spilar á alla gítara á plötunni því Devin fannst hann betri riffari en hann sjálfur. Bassaleikarinnn Byron Stroud er tuddi í allri merkingu þess orðs. Devin Townsend er aðalsprautan í bandinu, þessi maður getur það allt( sjá sólóefnið hans) samt sem áður sömdu hinir meðlimirnir einnig mikið af efninu á plötunni. Hljómborð krydda stundum undir allt brjálæðið á plötunni.
Öll lögin eru mjög þung að einhverju leyti en mismikill er ágangurinn þó að allmikill sé hann
Hreinar raddir heyrast í “Force fed”( viðlagið) & “Aftermath” (sem er næstum 7 mín.) þessi lög hafa líka níðþunga kafla
Crunching-thrash-brjál lög eru t.d. “Rape song”( sem er undir áhrifum frönsku myndarinnar “Irreversible” þar sem er 10mín. nauðgunarsena), “Dirt pride” & “Last minute”
Í “devour” eru öskrað og gargað hið ítrasta
Síðasta lagið “Bring on the young” bæði rólegt og þungt í senn
…young machines they burn for war
bring on the young, bring on the dumb..

tónlistin og textarnir ku nefnilega vera inspíreruð af 11 september sem og breysk/veikleika mannskepnunnar,hatri, ást, von um betri heim,tilvistarkreppu, dýrslegri hegðun & sjálfumsgleði homo “sapiens”. Þannig skil ég það.
….praising yourself, do you know what you are doing? no color, no code, no creed… WAR
wash my fucking balls!
….give us a reason for coming of war
fighting for Jesus through prices of oil
…Buddah to Krishna through Jesus and Allah
see how your demons are forming a wall
burning and beating and raping them all

Þetta 39 mínútna ( gæti hafa verið lengri en jæja…)skipulagða kaos á eftir að þóknast alvöru metalhausum því að um nóg er að bíta og brenna fyrir þá í þessu stykki og hananú!

toppar: Consequence,Aftermath,Force fed
hljóðdæmi:
Devour

Bessi