Flokkur: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon! (2018)

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon!
Fat Wreck 2018

Guðfeður harðkjarnatónlistar New York borgar eru mættir enn og aftur með nýja breiðskífu, þá tólftu á ferlinum. En getur harðkjarna hljómsveit sem hefur verið virk í meira en 30 ár enn skilað frá sér fersku og áhugaverðu efni sem kveikir í aðdáendum sínum og um leið aflar sér nýrra? Í stuttu svari: Ó Já!

Ég held að það fáar plötur á ferli sveitarinnar hafi byrjað á jafn miklum krafti og bjóði upp á jafn mikinn fjölbreytleika og þessi. Það er samt ekki eins og þetta séu gamlir kallar að reyna að ná til æskunnar, þetta er einhvernveginn bara rosalega vel gert og skemmtilegt.

Þrátt fyrir áhugaverðan titil á plötunni (Vekið sofandi drekann) bendir ekkert til að þetta sé einhvern þema plata, en það má heyra mikið áhugaverðu umfjöllunarefni á plötunni, hvor sem það er dýravelverð, innri barátta allskynns hópa, aðdáun þeirra á hljómsveitinni Bad Brains, ádeila þeirra gegn samfélagsmiðlum og stjórnendum þar, og svo að sjálfsögðu ádeila gegn sitjandi forseta landsins. Kannski er þemi plötunnar kraftur einstaklings til að hafa áhrif á lífið, og kvatning til þess að taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin í stað þess að sitja heima og kvarta undan því sem fer illa.

Í mínu lífi er oftast hátíð á bæ þegar sveitir sem þessi gefa út efni, og svo er það enn, ekki talandi um þegar sveitin gefur út svona ferska og skemmtilega plötu.

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Philip H. Anselmo & Warbeast - War of the Gargantuas - EP

Philip H. Anselmo & Warbeast – War of the Gargantuas – EP (2013)

Housecore records –  2013

Philip H. Anselmo hefur verið áberandi maður í tónlistarlífi bandaríkjanna, enda maður á bakvið hljómsveitir á borð við Pantera, Down, Arson Anthem, Superjoint Ritual, Necrophagia, Christ Inversion, Viking Crown, Southern Isolation og margt margt fleira.

Við hverju má búast af manni kominn á fertugasta og fjórða aldursár, manni sem hefur séð tímanna tvenna, upplifað alvarleg eiturlyfjavandamál, alvarleg meiðsli svo ekki sé minnst á missi félaga og bróðurs. Satt besta að segja hafði ég (sem tel mig mikil aðdáanda hans) ekki hugmynd við hverju mátti búast. Lögin tvö sem kappinn frumflytur á þessari stuttu split plötu eru sýnishornið af því sem við má búast af fyrstu sólóplötu kappans sem vonandi kemur út síðar á árinu.

Upphafslag plötunnar “Conflight” byrjar af gríðarlegum og sönnum fenja krafti. Hráleikinn og grófleiki suðurríkjanna er ráðandi, ekki talandi um ringulreiðin og ljótleikinn. Lagið hljómar eins og Phil, fjölbreytileikinn og víddin er til staðar í viðbót við hina frægu og umtöluðu ást hans grófu og hörðum metal. Lagið kemur mér á óvart og er óvenju heillandi fyrir svona hart lag.

Næsta lag plötunnar er með hljómsveitinni Warbeast (áður Texas Metal Alliance)..jú þetta er split plata, tvö lög á band. Söngvari sveitarinnar Warbeast er einnig meðlimur hljómsveitarinnar Rigor Mortis, ef það hjálpar ykkur að átta ykkur á einkennandi rödd söngvarans. Sveitin spilar hratt Texas thrash metal og gerir það andskoti vel, lagið Birth of a Psycho hljómar vel að öllu leiti (fyrir utan bassatrommurnar, hvað er málið með það)?

Næsta aftur komið að herra Anselmo með lagið “Family, “Friends,” and Associates”. Aftur heyrir maður gæðastimpil kappans alveg augljóslega, ekki talandi um uppbyggingu og lagasmíðar sem hann er þekktur fyrir. Í grófri og illasamansettri lýsingu ber lagið hljómgrunn hljómsveitarinnar Soilent Green blandað með smá thrashmetal í viðbót grófleika fenjanna.

Splittið endar svo á seinna lagið Warbeast, IT. Sem er betra af tveimur lögum sveitarinnar, aðalega vegna þess að trommusoundið er mun betra. Ágætis grúv í bland við gamaldags thrash takta. Lagið er það áhugavert að ég ætla að tékka á fyrstu plötu sveitarinnar við tækifæri.

Þegar á heildina er litið er þetta sannarlega eigulegur gripur, ekki bara útaf því að ég er sjúkur Anselmo aðdáandi, heldur líka vegna ágætis takta Warbeast manna. Þetta gefur góða mynd af því sem Anselmo mun senda frá sér á sinni fyrstu sólóplötu, sem mun áræðanlega styrkja stöðu hans sem áhrifamaður í neðjanjarðar rokki bandaríkjamanna.

Valli

Limp Wrist - s/t

Limp Wrist – s/t (2000)

La Vida Es Un Mus –  2000

ALLT Í LAGI! Allt í farkings lagi!!!! Limp Wrist er eitt af betri hardcore böndum sem ég hef á ævinni heyrt í. Lastu þetta?? Já, þeir eru svona góðir. Sjötomman gerði mig kex ruglaðann og þessi plata í fullri lengd gerir ekkert annað en að tjúlla mig ennþá meira upp og gera mig snaróðann. Ég meina það. Ég brjálast á því að hlusta á þetta. Þið vitið hvað Gagnaugað þykir vænt um Limp Wrist. Farið þá að drullast til að kaupa plöturnar þeirra. Hardcorepunk sem gerir gat á dansskóna þína á innan við 10 mínútum og lætur mann taka dómgreindarskorts-stagedive, syngjandi hástöfum með mörgum af beinskettustu textum sem maður hefur lesið. Þessir gaurar eru allir hommar, og farkings éta allt hommafælið fólk með húð og hári. Hér er ekkert verið að læðast eins og köttur í kringum heitan graut. Ekkert fjölmiðlasamþykkt gay pride hér á ferð… Þetta er almennilegt! Textabókin sem fylgir með er in your face. Tvímálalaust ein af betri plötum ársins ef ekki sú besta. Limp Wrist verður án efa minnst í framtíðinni sem eitt af mikilvægustu böndum sem hardcore/punk hefur alið… og þeir eru rétt að byrja. Go!

Birkir

25 ta life - Friendship - Loyalty - Commitment

25 ta life – Friendship – Loyalty – Commitment (1999)

Triple Crown Records –  1999
Produced af Joe Hogan og 25 ta life

Áður en ég hlustaði fyrst á þetta band var ég búinn að sjá þetta nafn “25 ta life” út um allt; Í tónlistarblöðum, þakkarlistum hljómsveita, í tónleika umfjöllunum og fleira. Ég leitaði út um allt af efni með bandinu og fyrir nokkrum árum fyrsta diskinn (sem var reyndar bara EP plata) og frá þeim tíma hef ég verið aðdáandi þessa bands. Ég hef bæði séð bandið á tónleikum og spjallað við söngvara bandsins Rick Healy. Þetta band er alltaf að spila og ekki bara í bandaríkjunum heldur einnig mikið í Evrópu. Þegar Hardcoreið var í lægð í bandaríkjunum var það Rick Healy sem sá til þess að halda neðanjarðar hardcoreinu gangandi í New York. En snúum okkur að disknum sjálfum:

Þetta er týpískur 25 ta life diskur með allskyns gestum úr hardcore heiminum vestanhafn, þungum metal-riffum í blandi við öskrandi hardcore. Textarnir er snilld, og Rick skammast sín ekkert við að koma með einfalda “sing-a-long” texta á borð við “Hardcore Rules”, “Possitive Hardcore Rules” og ekki má gleyma setningum eins og “your never to old to sing-a-long”.

Á disknum virðist Eick vera að gera upp fortíð sína, segja skoðun sína á fyrrverandi vinum og þess háttar. Góður boðskapur frá manni sem snéri lífi sínu við og hætti öllu rugli með smá hjálp frá vinum sínum í Agnostic Front (sem auðvitað eru gestir á disknum).

Ef þú er New York Megin í Harcoreinu þá er þessi diskur fyrir þig.

“Possitive Hardcore Rules”

Toppar:
Pain is temoprary
Hardcore RUles
Possitive Hardcore Rules
Over the Years.

Valli

Hatebreed - Satisfaction is the Death of desire

Hatebreed – Satisfaction is the Death of desire (1997)

Victory Records –  1997
Produced by Steve Evetts.

Hatebreed eru frábærir”, “þú verður að hlusta á þá”. Það var komin þó nokkur tilhlökkun í mig að heyra í þeim, ég var búinn að heyra þvílíkt gott um þá, Birkir kom með diskinn og leyfði mér að heyra smá. Ég bara… váááá.. KILLER. Hann spurði mig hvort að ég vildi fá hann lánaðann en ég sagði NEI, ég ætla að kaupa mér hann bara. Ég fór í Japis og keypti mér diskinn (frábært að Japis sé kominn með Victory stuffið). Ég hlustaði á diskinn í fyrsta skiptið einn og það var bara hreint og beint frábært, þessi diskur er þokkalegur, hardcore upp á sitt besta.. Fyrsta lagið gerir mann algjörlega húkked á þessu og maður vill helst ekki gera neitt annað en að halda áfram að hlusta. Mér finnst soldið erfitt að velja hvaða lag er best á þessum disk því það er bara ekkert lélegt á honum.

Toppar:
Diskurinn í heild sinni er snilld
Empty Promises
Conceived Through An Act Of Violence

valli

Karate - The Bed is in the Ocean

Karate – The Bed is in the Ocean (1998)

Southern Records –  1998
Produced af Melanie Stadage/ Jodi Buonanno

Þá er þriðja platan með emo-kóngunum í Karate komin í heiminn. Níu laga eðal plata. Það sem gerir þessa plötu öðruvísi en hinar tvær er meiri dsass fílingur og örlítil meiri rólegheit, en alls ekki rólegheit af verra taginu.
Það er erfitt að gera upp á milli laga á plötunni en það sem mér þykir einna skemmtilegast við Karate er sennilega það að mér finnst ég alltaf vera svolítið klár þegar ég hlusta á þessa snillinga og jafnvel svolítið góður strákur í leiðinni. Ekki amalegt það. Það er fátt slæmt hægt að segja um plötuna, sándið er akkúrat eins og það á að vera, maður fær gæsahúð og langar helst til þess að gráta á réttum stöðum. Koverið er alveg í samræmi við hreinleika tónlistar Karate.
Must buy!

Toppar:
There are no Ghosts
Up Nights

Stu