Flokkur: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Hatebreed - Satisfaction is the Death of desire

Hatebreed – Satisfaction is the Death of desire (1997)

Victory Records –  1997
Produced by Steve Evetts.

Hatebreed eru frábærir”, “þú verður að hlusta á þá”. Það var komin þó nokkur tilhlökkun í mig að heyra í þeim, ég var búinn að heyra þvílíkt gott um þá, Birkir kom með diskinn og leyfði mér að heyra smá. Ég bara… váááá.. KILLER. Hann spurði mig hvort að ég vildi fá hann lánaðann en ég sagði NEI, ég ætla að kaupa mér hann bara. Ég fór í Japis og keypti mér diskinn (frábært að Japis sé kominn með Victory stuffið). Ég hlustaði á diskinn í fyrsta skiptið einn og það var bara hreint og beint frábært, þessi diskur er þokkalegur, hardcore upp á sitt besta.. Fyrsta lagið gerir mann algjörlega húkked á þessu og maður vill helst ekki gera neitt annað en að halda áfram að hlusta. Mér finnst soldið erfitt að velja hvaða lag er best á þessum disk því það er bara ekkert lélegt á honum.

Toppar:
Diskurinn í heild sinni er snilld
Empty Promises
Conceived Through An Act Of Violence

valli

Karma To Burn - Wild Wonderful Purgatory

Karma To Burn – Wild Wonderful Purgatory (1999)

Mia / Roadrunner –  1999
12 lög

Karma To Burn, Vestur Virginíu eru komnir aftur á kreik. Eftir mikið bröllt í söngvaradeildinni eru þeir enn aftur orðnir að tríói. Já, þeir neita að gefast upp. Eftir að hafa verið töluverðan tíma að spila á skítugum krám víðsvegar um Bandaríkin náðu Roadrunner að krækja gráðugum puttum sínum í bandið. Fyrsta plata þeirra á því leiboli var samnefnd bandinu og tónlistin á henni var aldeilis frábært, gáfulegt og vel spilað stoner rokk. Þetta var snemma árið 1997 en síðan hefur óendalaust magn af Viskíi runnið til sjávar að ógleymdu öllum fíkniefnunum sem þessir gaurar hafa innbyrgt. Virðist þessi lífsstíll hafa haft mismunandi áhrif á menn en söngvarinn á þessari rómuðu plötu, J.Jarosz hætti í bandinu skömmu eftir að hún kom út.
Nýjasta plata Karma To Burn er wild og wonderful en á henni er engin söngvari!? Okkur er hérna boðið upp á eðal rokk,glæpsamlega feit riff og dúndur melódíur og ekki verður kvartað út af lögunum sem slíkum. Það eina sem ég finn af þessari fínu plötu er það að lögin eru þannig uppbyggð að þau krefjast söngs. Það er eins og þau hafi verið samin með söng í huga. Maður fær víst ekki að hafa allt eins og maður vill en þessi plata gæti þá verið tilvalin í koreokíið og menn gætu þessvegna gólað með, samið sína eigin texta og verið augnablik söngvari í einni af bestu rokkhljómsveitum í þessum bransa!
Gæða rokk.

Birkir

Idle Hands - Treaty

Idle Hands – Treaty (2000)

Trustkill Records –  2000

Idle Hands skipa nökkur falleg ungmenni og þar ber hæst yngismeyin Meaghan Ball sem sér um sönginn og gerir það bara mjög vel ásamt henni eru þeir Joe Robb á gítar, Dan nokkur Preich á bassa og Chris Monhey á trommum hér eru þau með 4 laga plötu er ber nafnið Treaty. Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á þessu bandi eftir að hafa heyrt eitthvað 30 sec. klipp á Trustkill síðunni, en þegar ég heyrði diskinn í heild sinni kom vælukjóinn fram í mér og ég varð ástfanginn af þessu bandi. Titil lag plötunar, Treaty er yndislegt, æðislegt og virkilega sætt lag, söngurinn er allveg frábær hún Meaghan er mjög skemmtileg söngkona með sykursætta og ljúfa rödd. Gítar riffið minnir mig mjög á gömlu pönk rokk hljómsveitina mína sem hét Rambó Snaffs en nóg um það. Lagið Never Expected Much er virkilega flott lag og finnst mér trommutakturinn í viðlaginu afar sniðugur, þetta er sennilaga hraðasta lagið á disknum og er það bara fínnt
mál. Return To Reason er að mínu mati besta lag plötunar það er hrein snild, endalaust flott riff í viðlaginu, bara úff ég get ekki lýst ánægju minni þegar ég heyri þetta lag. Síðasta lag plötunar heitir The Collectors er einning mjög flott maður fær gæsahúða af söngnum og fellir einnig tár á sama tíma, ekki oft sem það gerist. Það er á leiðinni plata í fullri lengd með Idle Hands og má búast við að hún verði rosalega ef að hún verður eithvað sviðpuð þessari miniplötu þá meigið þið bóka að hún verði góð. Ef að þið eruð vælukjóar eins og ég þá er þetta allgjör skyldueign.

Toppar:
Treaty
Return To Reason
The Collectors

Egill

Marduk - Infernal Eternal

Marduk – Infernal Eternal (2000)

Blooddawn Productions –  2000
http://www.marduk.nu/

Þetta er tvöföld tónleikaplata sem mun hafa verið tekin upp á tónleikum í Frakklandi. Útgáfan (allavega vinyl útgáfan sem ég á) er takmörkuð við 1000 eintök. Allir sem þekkja tónlist Marduk vita að um er að ræða einfalt og hrátt black metal spilað á ofurhraða. Hérna heyrir maður að á tónleikum eru þeir ekki síðar hraðir en í stúdíói.

Marduk leggja sig fram um að koma því á framfæri að Black Metal sé tónlist sem eigi að vera hröð og brjáluð og boða satanisma og guðlast. Þeim finnst hljómsveitir sem eru eitthvað að væflast með hljómborð o.fl. dótarí séu bara á góðri leið með að verða kristnar. Og verra skammaryrði er ekki til í herbúðum þessara gæja sem hafa gefið út um tíu plötur með nöfnum eins og “Fuck Me Jesus” og “Heaven Shall Burn, When We are Gathered.”

Tvöfaldur skammtur af Marduk á tónleikum er eiginlega of mikið í einu, þessi skæri gítar sker í eyrun og tónleikaupptökur af flottum og kraftmiklum lögum eins og “Panser Division Marduk” (sem þeir keyra inn í, í upphafi tónleikanna) og “Materialized in Stone” (af Opus Nocturne) gera ekkert nýtt fyrir þá sem fíla Marduk fyrir, nema að þessi plata er náttúrulega flott viðbót í safnið, og kemur ekki heldur til með að afla þeim neinna nýrra aðdáenda.

Það er einnig gaman að heyra hvað þeir eru brjálaðir á tónleikum. Ég fæ samt þá köflóttu tilfinningu að fagnaðaröskur áheyrenda séu sett inn eftirá. Mér finnst það einhvernveginn ótrúlegt að hljómsveit eins og Marduk sé að spila fyrir jafn massívan áheyrendaskara og heyrist í á milli laga og stundum yfir upptökurnar.

Siggi Pönk

The New Year - Newness Ends

The New Year – Newness Ends (2001)

Touch and Go –  2001
http://www.southern.com/band/NEWYR

Já þá er hún loksins komin út, platan sem ég er búinn að bíða lengi eftir. Þessi plata er óopinberlega fjórða breiðskífa hinnar sálugu hljómsveitar Bedhead, sem hætti árið 1998 mér til mikillar mæðu. Ég tók hins vegar gleði mína á ný þegar aðallagahöfundar Bedhead, bræðurnir Bubba og Matt Kadane gáfu út þá yfirlýsingu að þeir væru ekki hættir að semja tónlist saman og væru búnir að stofna nýja hljómsveit sem heitir því viðeigandi nafni The New Year. Til lið með sér fengu þeir þá Chris Brokaw, sem eitt sinn var trymbill hinnar merku hljómsveitar Codeine og fyrrum höfuðpaur Come og Mike Donofrio fyrrum bassaleikara Saturnine. Það sem hreif mig við Bedhead voru þessi nettsorglegu og léttlyndu þunglyndislög, þetta hljómar kannski fáránlega en svona voru Bedhead. Lögin sem prýða þessu nýju plötu sömdu þeir bræður þegar þeir voru í Bedhead, þannig að ef Bedhead hefði ekki hætt þá hefði þetta verið þeirra fjórða breiðskífa.

Þeir Kadane-bræður hljóma ekki eins einhverfir og þeir voru áður en tekst þeim þó að skapa þetta nettsorglega andrúmsloft. Það virðist þó vera aðeins léttara yfir þeim bræðrum. Og ef eitthvað er þá er þessi plata aðeins meira grípandi en plötur Bedhead, á henni keyra þeir bræður lögin meira með aðstoð frábærs trommuleiks Chris Brokaw, sem er mjög djúsí trommari. Bedhead var snilldarhljómsveit og það er The New Year líka. Eini gallinn við Newness Ends sem og við plötur Bedhead er sá að hún er of stutt.

Upp með budduna og fjárfestið í vellíðan!

Benni

Snafu/Since the day split - Things your barely know

Snafu/Since the day split – Things your barely know (2002)

Bastardize Recordings –  2002
http://www.dordingull.com/snafu/ & http://www.sincetheday.de/

Hvað er hægt að segja um hljómsveit eins og snafu án þessa að nota orðin snilld, geðveiki eða frábært? Örugglega ekki mikið þar sem allt sem sveitin virðist gera er argandi geðveikis snilld. Ég er búinn að hlusta mjög mikið á lagið “Armchair Critic”, enda er lagið búið að vera til all lengi á netinu, og ætti það að segja sitt um áhuga minn á þessu bandi. “Miscalulation in funding” er einnig frábært lag sem mér finnst ótrúlega gaman að sjá spilað á tónleikum. Ef þetta er ekki eitt af betri mosh lögum sveitarinnar þá bara veit ég ekki hvað. Þriðja lag sveitarinnar (og það síðasta) á þessu splitti er lagið “The Opposition” en þar brillerar Siggi Odds söngvari.

Hitt bandið á þessu splitti er þýska sveitin since the day. Þó að mínu mati upptökur Since the day sé betri en hjá snafu, þá er kemst þessi sveit ekki í hálfkist við það sem snafu eru að gera. En samt eru þetta helvíti góð lög sem sveitin er með á þessu splitti. Lagið “Dragon” kemur manni skemmtilega á óvart og batnar því oftar sem maður hlustar á það. The Ruthless path finnst mér frekar ólíkt og mun poppaðara en “Dragon”. Síðasta lag sveitarinnar og jafnframt síðasta lag diskins er helvíti gott, en í heildina verð ég að segja að Dragon sé besta lag sveitarinnar á þessum disk.

Valli

BLUETIP - Post Mortem Anthem

BLUETIP – Post Mortem Anthem (2000)

Dischord –  2000

ÆVISAGA PÖNKHLJÓMSVEITAR

Post Mortem Anthem er sögulegt yfirlit yfir ævi og upptökur hljómsveitarinnar Bluetip. Bæði í tónlistarformi og á pappír.
Af Dischord böndum eru Fugazi þekktastir og þeirra útgáfa af bandarísku hardcore pönkrokki er soldið ríkjandi í Bluetip líka. Þetta eru allt í allt tíu lög og hafa fimm þeirra komið út áður á smáskífum en hinn helmingurinn hefur ekki komist í dreifingu áður. Persónulegur hljómur Bluetip er fjörugur og grípandi en samt nett reiður líka. Þegar Bluetip setja í sína keyrslu þá vantar samt herslumuninn til að ég fari að hlaupa upp um veggi. Söngurinn finnst mér slappur. Engin harka. En þetta eru nær alltsaman skemmtilegar og grípandi lagasmíðar, krafturinn skilar sér í gegn í lögum eins og “Ephadrephine”og “Japan” en alls ekki “No. 2” sem fer hreinlega í taugarnar á mér. Rólegri lög eins og “Haunted House” skila sér vel gegnum græjurnar. Annars er ég ekkert viss lengur hvaða lag heitir hvað þar sem það er ekkert í réttri röð á diskbleðlinum – Pönkaraskrattar!
Þessi diskur er líka að sýna þróun hljómsveitar. Þessar upptökur eru frá fimm ára sögu og tekið er upp á mismunandi stöðum. Hljómurinn er allsstaðar góður, þetta er ekki eitthvað gamalt demódót sem hrúgað er á disk. Post Mortem Anthem er virkilega vönduð útgáfa.
Meðfylgjandi diskbleðill segir sögu Bluetip gegnum mannabreytingar, upptökur og söguleg tónleikaferðalög í máli og myndum með hinum sígildu biluðum flutningabílum og puttabrotnum gítarleikurum sem láta sig hafa það að spila samt.

S. Pönk