Flokkur: Plötudómar

Plötudómar á Harðkjarna

Old Wounds – Glow (2018)

Old Wounds – Glow
Good Fight Music 2018

Bandaríska hljómsveitin Old Wounds hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og því spurning hvort að sveitin geti fylgt eftir eins góðri breiðskífu og The Sufferin Spirit var án þess að mistakast, en the Sufferin Spirit var að mínu mati ein af bestu útgáfum ársins 2015 og náði að fullkomna fortíðar þrá mína í metalcore tónlist sem var upp á sitt besta um miðjan tíunda áratug 20. aldar.

Platan byrjar afar sterkt á laginu “Your God v. Their God” sem viðheldur goth útgáfu af málm blandaða harðkjarnanum sem ég hef afar mikið dálæti á frá seinustu plötu. Harðneskjan heldur svo áfram með laginu stripes, en þar finnur maður að söngur Kevin Iavaroni er farinn að þróast úr hreinni öfgafullri reiði yfir eitthvað svo miklu meira, eitthvað sem minnir meira á blöndu af söngstíl sveita á borð glassjaw og vision of disorder, með smá AFI blöndu þar inn á milli, afar heillandi. Textar sveitarinnar fjalla meðal annars um andleg málefni, andlega erfiðleika, ástand heimsins og dekkri hliðar neikvæðrar sjálfsmyndar.

Þegar á heildina er litið er þetta þræl skemmtileg plata, ekki jafn góð og sú seinasta, en alls ekki mikið verri. Platan er einnig mun fjölbreyttari en ég gerði ráð fyrir án þess að fara í of mikla tilraunastarfsemi.

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon! (2018)

Sick of it all – Wake the Sleepin Dragon!
Fat Wreck 2018

Guðfeður harðkjarnatónlistar New York borgar eru mættir enn og aftur með nýja breiðskífu, þá tólftu á ferlinum. En getur harðkjarna hljómsveit sem hefur verið virk í meira en 30 ár enn skilað frá sér fersku og áhugaverðu efni sem kveikir í aðdáendum sínum og um leið aflar sér nýrra? Í stuttu svari: Ó Já!

Ég held að það fáar plötur á ferli sveitarinnar hafi byrjað á jafn miklum krafti og bjóði upp á jafn mikinn fjölbreytleika og þessi. Það er samt ekki eins og þetta séu gamlir kallar að reyna að ná til æskunnar, þetta er einhvernveginn bara rosalega vel gert og skemmtilegt.

Þrátt fyrir áhugaverðan titil á plötunni (Vekið sofandi drekann) bendir ekkert til að þetta sé einhvern þema plata, en það má heyra mikið áhugaverðu umfjöllunarefni á plötunni, hvor sem það er dýravelverð, innri barátta allskynns hópa, aðdáun þeirra á hljómsveitinni Bad Brains, ádeila þeirra gegn samfélagsmiðlum og stjórnendum þar, og svo að sjálfsögðu ádeila gegn sitjandi forseta landsins. Kannski er þemi plötunnar kraftur einstaklings til að hafa áhrif á lífið, og kvatning til þess að taka málin í sínar hendur og leysa vandamálin í stað þess að sitja heima og kvarta undan því sem fer illa.

Í mínu lífi er oftast hátíð á bæ þegar sveitir sem þessi gefa út efni, og svo er það enn, ekki talandi um þegar sveitin gefur út svona ferska og skemmtilega plötu.

Zao – The Well-Intentioned Virus (2016)

Zao – The Well-Intentioned Virus
Observed/Observer 2016

Bandaríska harðkjarnasveitin Zao er ein af þeim sveitum sem vekur alltaf mikla tilhlökkun hjá mér þegar fréttir berast að nýjum útgáfum. Að mínu mati hefur sveitin aðeins tekið eitt feilskref á ferlinum, en það var við útgáfu seinustu breiðskífu seinnar Awake? sem mér þótt afar slöpp útgáfa, en miðað við seinustu útgáfu sveitarinnar (EP platan Xenophobe frá því í fyrra) get ég ekki gert ráð fyrir öðru en hér sé sveitin komin aftur á þann stall sem hún hefur staðið með stolti alla sína tíð.

Fyrir þá einstaklinga sem ekki þekkja til eru rætur sveitarinnar í kristnum harðkjarna og þá meina ég KRISTNUM, en textar og umfjöllunarefni sveitarinnar snérist á þeim um kristindóm og allt sem tengist “sönnum kristnum gildum”. En meðlimaskipan, tími og hugsunarbreyting í sveitinni hefur breytt sveitinni úr hefðbundnu kristnu harðkjarna bandi í eitt af áhrifamestu harðkjarnaböndum sögunnar.

Þessi sveit hefur mér verið hugfanginn hátt í annan áratug, enda hafa breiðskífur á borð við Where Blood and Fire Bring Rest, Self-Titled (já hún heitir það), Parade of Chaos, The Funeral of God og The Fear Is What Keeps Us Here verið mjög hátt skrifaðar í mínu plötusafni. En núna eru 7 ár frá seinustu útgáfu og spurning hvort The Well-Intentioned Virus nái að viðhalda þeim gæðum sem sveitin er hvað þekktust fyrir.

Platan byrjar rólega á laginu The Weeping Vessel, en breytist brátt í þá þá þrumu sem lagið er, en lagið fjallar eins og svo mörg lög sveitarinnar um viðkvæmtog persónuleg vandamál söngvara sveitarinnar, sem í þessu tilfelli er fósturlát fyrsta barns söngvarans, með þessarri vitneskju breytist lagið úr hörðu og snúnum rokkslagara í dimma og harða tilveru lífsins. Miðað við núverandi stjórnmálaástand í heimalandi sveitarinnar næst betri skilningur á bæði titilagi og titli plötunnar, en lagið fjallar um fólk sem í upphafi gerir eitthvað í góðum tilgangi á meðan síðarmeir er litið gjörðir þessa sama fólks sem eitthvað illt. Platan er í heild sinni mun betri og fjölbreyttari umfram mínar björtustu vonir og í kjölfarið mun harðari.

Þessi plata er tormellt eyrnakonfekt sem verður betri með hverri hlustun. Þau lög sem sveitin gaf út á EP plötunni Xenophobe eru að finna í nýrri útgáfu á þessarri plötu og hljóma sérstaklega vel í þessum upptökum, en passa samt vel í heildarmyndina sem þessi plata er, sem er hreinu unun.

Hangman’s Chair – This Is Not Supposed To Be Positive (2015)

Music Fear Satan 2015

Franska hljómsveitin Hangman’s Chair kom hingað til lands ekki alls fyrir löngu, en náð ekki að heilla mig þá. Ég var því ekkert að flýta mér að hlusta á nýjustu plötu sveitarinnar “This Is Not Supposed To Be Positive”, en satt best að segja sé ég mikið eftir því, þar sem hér er á ferð breiðskífa sem ég hef gjörsamlega fallið fyrir. Franskt þungarokk í hvaða formi sem er er að koma sterkt inn síðustu ár og þar eru Hangman’s Chair framarlega í flokki, sérstaklega mikiðað við þessa nýju plötu.

Titill plötunnar “This Is Not Supposed To Be Positive” segir rosalega mikið, því þetta eru ekki upphefjandi lög sem færa birtu í hjarta áheyrenda, hér hlustum við á þunglyndi í sínu listræna formi, og nánast fullkomnu formi. Lög á borð við Flashback gera þessa plötu þess virði að fjárfesta í á hvaða degi sem er, enda angurvært slagari sem gefur manni smá von þrátt fyrir þunglyndislegan undirtón. Aðdáendur hljómsveita á borð við Life Of Agony, Alice in Chains (lagið Save yourself) og jafnvel Type O Negative, þar sem þetta er breiðsífa sem getur farið með mann í djúpa og tilfiningaríkaferð um sálarlífið.

Þessi plata kom mér á óvart, virkilega á óvart og hefði ég hlustað á hana fyrr hefði hún verið ofarlega á toplista árins 2015 hjá mér.

Framúrskarandi:
Flashback
Your Stone

Killswitch Engage – Incarnate (2016)

2016 Roadrunner

Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar Killswitch Engage var eitthvað sem ég hugsa enn til með mikilli hrifningu, þar var sveitin fersk og full af eldmóð. Ekki versnaði áhugi minn á sveitinni við næstu útgáfu, þeirra fyrstu á Roadrunner plötunni, Alive or Just Breathing (2002) sem var einnig mögnuð útgáfa frá byrjun til enda. Meira að segja þegar söngvarinn Howard Jones tók við af Jesse Leach var ég sáttur við sveitina, en síðan fór sveitin að missa forskotið, fór að endurtaka sig og jafnvel gefa út breiðskífur sem ég reyndi mitt besta að hlusta á án þess að missa lífsviljann (kannski svolítið ýkt, en þið skilið.. þetta var slæmt.).

Í mars mánði sendi sveitin frá sér sína sjöundu breiðskífu, Incarnate, og því forvitnilegt hvort að önnur breiðskífa sveitarinnar eftir að Howard Jones yfirgaf sveitina (og Jessie Leach kom aftur) nái að grípa mann eins og fyrstu skífur sveitarinnar gerðu…. stutta svarið er nei.

Ekki misskilja. Þetta er ekki slæm plata, alls ekki þeirra versta, en samt langt frá því besta. Sterkasti hluti plötunnar er að mínu mati Jesse Leach söngvari, vídd hans sem söngvari er mikil enda getur hann öskrað eins og geðsjúklingur og strax farið yfir í háu tónana eins lærður klassískur söngvari. Það sem vantar upp á hjá sveitinni er að taka meiri áhættur, prufa eitthvað nýtt og ferskt, hvort sem það er enn meira popp eða bara hreint dauðarokk, því annars virkar þetta eins og ljósrit af fyrra efni, sem dofnar með hverri ljósritun. Lögin sem standa upp úr á plötunni eru lögin sem víkja frá formúlunni (þó ekki nema að litlu leiti), lög eins og The Great Deceit (sem hljómar eins og eitthvað af fyrstu plötum sveitarinnar), Ascension og jafnvel Strength of the Mind skilja mest eftir sig. Ég held að í grunninn sé sveitin farin að endurtaka sig of mikið í anda AC/DC, en án þess að bæta við sig hitturum inn á milli. Það er í lagi að skipta um pródúsent til að fá smá nýtt blóð í þetta batterí. Þetta er miðlungs plata frá sveit sem getur gert miklu meira, kannski vill ég bara minna drama og meiri hraða.

Anthrax – Volume 8 The Threat Is Real (1998)

Ignition Records –  1998
Pródúserað af Anthrax, kó-pródúserað af Paul Crook (pælið í nafninu!!),14 lög

Já, það var svo sannarlega kominn tími á nýtt efni frá Anthrax drengjunum, ekki það að það væri neitt sérstaklega langt síðan Stomp 442 kom út, en maður verður barasta að fá sinn rokkskammt reglulega og hananú!!! Eins og maður svosem vissi, þá er þetta nánast skotheld afurð, kommon, þetta eru Anthrax!! Gripurinn byrjar á Crush, en það er svona soldið öðruvísi
lag, en samt alveg útúrflott. Svo heldur slátrunin áfram, Catharsis, Inside Out, Piss N’ Vinegar, 604… allt saman mjög góð lög, misjöfn en góð.

Þessi diskur er hvað eftirtektarverðastur fyrir það að hér kveður “loksins” við gamlan tón hjá köllunum, gamla góða spaugið sem einkenndi Anthrax fyrrum ryðst hér upp á yfirborðið aftur í lögum eins og 604 og Cupa Joe… og þvílík snilld!! Gamla góða I’m The Man rifjast upp á no time og Kristján gamli brosir útað eyrum!

Sándið er líka nokkuð gott, svona hæfilega skítugt en samt ná öll hljóðfærin eyrum manns, Anthrax geta barasta klappað sjálfum sér á bossann fyrir það…

Ekki má heldur gleyma hjálp tveggja góðra manna við gerð þessarar plötu, en þeir eru Phil Anselmo og Dimebag Darrell úr Pantera. Phil gaular í Killing Box og Dime glamrar á gítar í Inside Out og Born Again Idiot. Ekki slæmur pakki það!! (ætli það sé orðinni fastur liður á
Anthrax plötum að Dime spili nokkra sólóa??)

Hinsvegar dregur Toast To The Extras diskinn svolítið niður, þetta er svona smá tilraun hjá bandinu, en þrátt fyrir að lagið sé í sjálfu sér ekkert slæmt, þá er bara eitthvað sem vantar…

Hápunktar: Crush, Inside Out, 604, Cupa Joe.

Kristján

Electric Frankenstein - How To Make A Monster

Electric Frankenstein – How To Make A Monster (1999)

Victory Records –  1999

Þetta er skíturinn, gott fólk! Sándtrakkið fyrir umferðarslys og aðrar

heilsuspyllandi athafnir! Það er fullt af hljómsveitum sem segjast spila svo mikið rokk og bla bla bla en eru svo bara með eitthvað helvítis hálfkák og hjakk. Það sama verður seint sagt um Electric Frankenstein, þar sem að þeir eru einir af holdgervingum rokksins. Þeir eru ómyndanlegir, sveittir, á fertugsaldrinnum og rokka svo innilega að það hálfa væri nóg. Elvis kallinn Presley myndi snúa sér við í gröfunni, munda lúftgítarinn sinn og headbanga af áfergju, ef einhver setti vænan gettóblaster með E.F. við legsteininn hans! Lög eins og: “Speed Girl”, “Pretty Deadly”, “Phatty Boom Batty” og “I was a Modern Prometheus” eru miklir rokk slagarar. Nóg er af orkunni en einnig eru melódíur þarna á ferðinni og nóg af grípandi gítarriffum.
Spilamennskan er vel þétt og svo er það söngvarinn Steve Miller, sem er með þessa feitu rokk og ról rödd, hæfilega rifna með smá vott af Whisky og bjór. Þetta er rokk eins og að það gerist best og eins og það á að vera. Blandið: The Damned, The Ramones og The Stooges saman við: The Dwarves, Rocket From The Crypt og New Bomb Turks, þá erum við komin með Electric Frankenstein. “Rock is dead”- Billy Corgan “Smashing Pumpkins are dead”- Rock …þeir eru svo svalir!

Toppar:
Pretty Deadly
I was a Modern Prometheus

Birkir

Inhuman - Foreshadow

Inhuman – Foreshadow (1999)

Music for Nations –  1999

Inhuman, frá Portúgal er enn eitt bandið sem tekur þátt í þessum ný-evrópska metal öldu. Það
verður að segjast að þessi alda er ekkert allt of spennandi. Innan hennar er mikið af ansi máttlausum hljómsveitum en þar er þó hægt að finna nokkur fín bönd. Hvorum hópnum tilheyrir svo Inhuman? Þeir eru svona mitt á milli. Frumleika skortir áþreifanlega og það er greinilegt að gítarleikarinn vildi óska þess að hann væri í Pradise Lost. Áhrif þeirrar hljómsveitar eru mjög greinileg í tónlist Inhuman. Þeir eru líka eflaust afskaplega hrifnir af Lacuna Coil og Moonspell. Það er í góðu en málið er það að það er ekki vottur af þeirra eigin “hljóði”. Hér er ekkert nýtt á ferðinni. Þetta hefur allt verið gert oft og mörgum sinnum áður. Hér er á ferðinni ákaflega þunnur þrettándi og þegar maður er búinn að hlusta á svona fimm lög þá veit maður náknæmlega hvað kemur næst og vottur af leiðindum fer að gera vart við sig. Hljóðfæraleikurinn er ekkert lélegur, sándið er mjög gott en kom onn! Þetta er bara svo óspennand og eldist illa. Hljómborð og drama… allt í lagi. En ég verð nú að geta haldið mér vakandi!
Hvað er í sjónvarpinu? Lögreggluforinginn Jack
Frost…hmmmm.
Dapurt.

Toppar: Þeir eru vandfundnir…

Birkir

Mínus – Hey, Johnny! (1999)

Dennis / Skífan –  1999

Þegar ég fékk þennan disk fyrst í hendurnar og setti hann í spilarann get ég ekki annað sagt en mér
bara stórbrá. Stark art of desire er sona eiginlega kveikiþráðurinn á disknum, mjög flott lag með mjög professional kaflaskiptum og er einhvervegin léttara en hin lögin. Þegar Spastic fiction byrjar er kveikiþráðurinn búinn. Þetta er mikið chaos lag, hratt og flott og maður sér fyrir sér helling ad gaurum að hoppa útum allt og láta eins of fífl 🙂 Desperatly seeking satan er lagið sem ég varð mest undrandi að heyra og það er brilliant hvað gaurinn sem talar í byrjuninni á eitthvað bágt og hvað söngurinn er brutal. Þetta fynnst mér vera neikvætt og dark lag. In his image fynnst mér besta lagið. Eitt mesta geðveikislag ever og það mætti halda að það sé verið að pinta hann Krumma með glóandi töngum 🙂 og í þessu lagi er einn flottasti kafli sem ég hef heyrt. Filed byjar með fyndnum bassa og með flóknum trommum og þetta er sona flott “tempó” lag. Ég var sérstaklega hrifinn af þessum frábrugðna endi. Lets make love on a black Sunday er flott trommulag en það er eins og það vanti eitthvað í fyrri helminginn af laginu en það sem tekur við er einstaklega hart og flott. Kolkrabbinn er mesta sona heví lagið með þungum, flottum trommum og stálhörðum söng og það er eins og Guðni sé að horfa á allar eigur sínar brenna og hann er að öskra á brennuvargana 🙂 Þetta kemur snilldarlega inní lagið á undan mjög heví kaflaskiptum. Wreckless opinion er hraðasta og það lag sem sannar hvað mest hvers Mínus eru megnugir. Body Double fynnst mér vera myrkasta og neikvæðasta jafnframt eitt flottasta lagið á disknum. Kaflaskiptin í laginu eru ein þau bestu sem ég hef heyrt og lagið endar á sona morbid píanóspili. Desperate Dan er á einhvern hátt mjög flókið lag og maður býst ekki við byrjuninni á því. Breytingarnar í laginu eru mjög flottar. Tungulipur á að vera eitthvað betra en á demóinu en mér fynnst það flottara á demóinu. Fyrsta lagið sem þeir gerðu, by the way!!

Mér fynnst Mínus vera orðnir það færir í því sem þeir eru að gera að Hey, Johnny er að mínu mati á heimsmælikvarða yfir extreme plötur! Þeir mættu vera berti á sviði, en það kemur 🙂 Ef einhver er ekki búinn að kaupa Hey, Johnny, vaknið þá á morgun og skrópið í skólanum eða í vinnunni og farið og kaupið þennan disk, ok

Toppar: Desperatly seeking satan
In his image
Body Double
Kolkrabbinn

Jóhann

Dillinger Escape Plan - Calculating Infinity

Dillinger Escape Plan – Calculating Infinity (1999)

Relapse –  1999

Geggjun er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar minnst er á Dillinger Escape Plan.

Geggjun #1; fáránlega færir hljóðfæraleikarar.
Geggjun #2; kexruglaður söngur.
Geggjun #3; Uppbygging laganna
Geggjun #4; Gróf tónlist.
Geggjun #5; Allir helvítis öfgarnir!
Þetta allt getur bæði verið styrkleiki og veikleiki DEP. Calculating Infinity virkar eins og tvíeggja sverð.
Lögin eru svo kreisí og “út um allt” að erfitt reynist að halda í við þessa gaura, fyrir vikið eru platan í heild sinni ekki eins eftirminnileg og ég vonaði. Hvað það er sem fær DEP til að fara svona innilega yfir strikið veit ég ekki, en ég skemmti mér konunglega og nýt þess útí ystu æsa að fylgjast með flugeldasýningunni.
Hljómurinn á plötunni er frábær, mikið um allskyns aukahljóð og læti.
Þetta er málmur með meiri ofsa en góðu hófi gegnir. En hóflegheit er örugglega það sem DEP vilja eldrei láta bendla sig við…

Toppar: Sugar Coated Sour,
43% Burnt,
4th Grade Dropout

Birkir