Flokkur: Fréttir

Fréttir á Harðkjarna

All Out War með nýtt efni!

Bandaríska harðkjarnasveitin All Out War mun senda frá sér nýja breiðskífu á árinu, en seinast sendi sveitin frá sér breiðskífuna In the Killing Field árið 2010 og smá plötuna Dying Gods árið 2015. Nýja efnið var tekið upp af Steve Evetts (The Dillinger Escape Plan, Poison The Well), en lítið að öðrum upplýsingum er í boði um tilvonandi útgáfu.

Grave Pleasures - Photo by Kim Sølve

Grave Pleasures vinna að nýrri plötu

Finnska hljómsveitin Grave Pleasures er þessa dagana stödd í bretlandi að taka upp nýja breiðskífu, en von er á nýrri plötu frá sveitinni næsta haust. Sveitin hefur fengið Jaime Gomez Arellano (Cathedral, Ghost, Ulver, Paradise Lost etc) til þessa að vinna plötuna með sér.

Hljómsveitin hefur í kjölfarið verið að leika sér að taka upp myndband af upptökuferlinu, en umrætt myndband er að finna hér að neðan:

Fyrir áhugasama þá sendi sveitin einnig frá sér 7″ plötu að nafni Funeral Party í nóvember síðastliðinum sem hægt er að nálgast hér:

Bónus plötur gefa út Döpur og ROHT

Þriðja útgáfa af Bónus plötum kemur í hús á Kaffi Vinyl og inniheldur útgáfan efni með hljómsveitunum Döpur og Roth. Sem fyrr verða 30 númeruð eintök í boði í handprentuðum umslögum á djók verði 2900kr-. Allir velkomnir, Eldhúsið opið og allir glaðir.

B1: DÖPUR – Frosin Jörð.
B2 : ROHT – Get ekki meira.

Umrætt lag hljómsveitarinnar Döpur er til á soundcloud síðu sveitarinnar og hér að neðan:

Heaven Shall Burn með nýtt myndband

Þýsku íslandsvinirnir í þungarokksveitinni Heaven Shall Burn eru tilbúnir með nýtt myndband við lagið Corium af plötunni Wanderer sem gefin í september á seinasta ári.

Á umræddri plötu er að finna eftirfarandi lög:
1 – The Loss of Fury
2 – Bring the War Home
3 – Passage of the Crane
4 – They Shall Not Pass
5 – Downshifter
6 – Prey to God
7 – Agent Orange” (Sodom cover; bónus lag á delux plötu)
8 – My Heart Is My Compass
9 – Save Me
10 – Corium
11 – Extermination Order
12 – A River of Crimson
13 -The Cry of Mankind (My Dying Bride cover)
14 – Battle of Attrition” ( bónus lag á delux plötu)

Umrætt myndband við lagi Corium má sjá hér að neðan:

Terror með nýtt lag og nýtt mynband

Bandaríska harðkjarnasveitin Terror sendir frá sér nýja þröngskífu (EP) í lok apríl mánaðar að nafni “The Walls Will Fall”. Á plötunni verður að finna fjögur ný lög í viðbót við klassíska ábreiðu með hljómsveitinni Madball.

Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Balance The Odds”
02 – “Kill ‘Em Off”
03 – “The Walls Will Fall”
04 – “No Love Lost”
05 – “Step To You” (Madball cover)
og verður hægt að panta forpanta plötuna hér: thewallswillfall.com

Ný þröngskífa með Kavorka

Íslenska rokksveitin Kavorka sendi frá sér nýverið þröngskífu sem hægt er að nálgast á netinu, en von er á að útgáfan verði einnig í boði sem 10″ vínil plata. Þátt fyrir að vera tónlistarlega séð öðruvísi á sveitin margt sameiginlegt með sveitinni Moldun, þar sem 3 meðlimir sveitarinnar koma þaðan.

Á plötunni er að finna eftifarandi lög
01. Juggernaut
02. Great Peril
03. Hindsight 20/20
04. Zombiesque

Í sveitinni eru:
Sæþór Þórðarson – Guitar
Haukur Már Guðmundsson – Vocals
Arnar M. Ellertsson – Bass
Haukur Þór Finnbogason – Drums

Hægt er að hlusta umrædda plötu hér:

Endless Dark með nýja plötu: Hereafter Ltd (Örviðtal)

Íslenska rokksveitin Endless Dark hefur sent frá sér nýja breiðskífu að nafni Hereafter Ltd, sem hægt er að nálgast á iTunes, Google Play og einnig ámiðlum eins og Spotify. Það er því við hæfi að spjalla við sveitina um nýju útgáfuna…

Til hamingju með nýju plötuna, hvað heitir hún og hvað er hún búin að vera lengi í vinnslu?
Takk kærlega vinur. Platan heitir Hereafter Ltd. og er okkar fyrsta breiðskífa. Hún er búin að vera nákvæmlega sex ár í vinnslu, aðallega vegna mikilla mannabreytinga í gegnum árin.

Hverjir eru hljómsveitinni núna (voru ekki mannabreytingar?)
Árið 2015 voru tvær mannabreytingar. Þá hættu Guðmundur Haraldsson (gítar) og Rúnar Sveinsson (trommur) en í stað fengum við Alexander Glóa Pétursson á gítar og gamla trommarann okkar Daníel Hrafn Sigurðsson á trommur. Í augnablikinu erum við sjö talsins:

Rúnar Geirmundsson (öskur)
Viktor Sigursveinsson (söngur)
Daníel Hrafn Sigurðsson (trommur)
Atli Sigursveinsson (gítar)
Alexander Glói Pétursson (gítar)
Hólmkell Leó Aðalsteinsson (bassi)
Egill Sigursveinsson (hljómborð, öskur)

Segið okkur aðeins frá plötunni, er einhver sérstakur þemi á plötunni (svona útfrá umslagi plötunnar)
Já, öll lögin á plötunni eru byggð á frumsaminni sögu eftir Atla Sigursveinsson. Sagan gerist í framtíðinni þar sem þriðjungur mannkyns eru vélmenni. Í stuttu máli segir sagan frá manni sem reynir að bjarga syni sínum, sem er vélmenni, þegar illir andar hafa tekið yfir vélmennin og breytt þeim í óstöðvandi drápsvélar.

Hverjar hafa breytingar verið á sveitinni (tónlistarlega séð) frá stofnun og þar til í dag?
Helstu breytingar tónlistarlega séð er að við fáum innblástur úr fleiri tónlistarstefnum en áður. Fyrir þessa plötu hlustuðum við t.d. mikið á eldra rokk á borð við Rush og Genesis og kvikmyndatónlist eins og Blade Runner eftir Vangelis. Á plötunni má því heyra fjölbreyttar kaflaskiptingar, allt frá harðkjarna-riffum yfir í hljómborðskafla í anda níunda áratugsins.

Hvenær á að fagna útgáfunni með útgáfutónleikum? (já eða tónleikaferðlagi)
Útgáfutónleikarnir verða að öllum líkindum seint í apríl með öðrum vinahljómsveitum en það kemur í ljós á næstu vikum.

Er von á myndbandi?
Já, við gerum líklegast eitt myndband í viðbót við þessa plötu. Þangað til mælum við með að fólk horfi á myndböndin við Dr. Delirium og Warriors sem eru bæði á nýju plötunni.

Við hverju má búast við frá sveitinni núna í ár?
Eftir þessa plötu verða miklar mannabreytingar í hljómsveitinni. Viktor er að hætta sem söngvari og útgáfutónleikarnir verða því einnig kveðjutónleikar eftir 10 ára samvinnu. Rúnar Geirmundsson mun síðan taka við söng og öskrum og lagasmíð verður því af öðru tagi.

Eitthvað að lokum?
Við viljum þakka fyrir allan stuðninginn í gegnum árin og sérstaklega þakka þér Valli, fyrir að spila lögin okkar á Rás 2 án þess að vera beðinn um það. Við vonum að þið hlustið á, njótið og deilið nýju plötunni með öllum sem þið þekkið.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni hér að neðan, en ekki gleyma að hægt er að versla hana hér:
-Google Play: http://bit.ly/2n9r0Ai
-iTunes: http://apple.co/2n23Nja

Eyehategod ásamt Mike IX Williams á ný.

Söngvarinn, listamaðurinn og ljóðaunnandi Mike IX Williams er kominn til heilsu á ný og mun syngja með hljómsveit sinni EyeHateGod á ný á næstunni. Mikil söfnun var í gangi á fyrir jól vegna sjúkrakosnaðar sem hlaðist hafði upp vegna heilsuvandamála söngvarans, en söngvarinn fékk nýja lifur seint á seinasta ári. Von er á því að Eyehategod spili á minnstakosti 3 tónleikum ásamt söngvaranum í apríl mánuði, þar á meðal á Berserker IV hátíðinni sem mun einni innihalda hljósmveitirnar Hollow Earth, Negative Approach, Cemetery Piss og Horrible Earth.

Body Count kynna plötuna Bloodlust (Myndband)

Ice-T og félagar hans í hljómsveitinni Body Count hafa sent frá sér myndband um gerð plötunnar Bloodlust, en platan verður gefin út í lok mars mánaðar af Century Media útgáfunni. Meðal gesta á plötunni þetta árið eru meðlimir hljómsveita á borð við Megadeth, Lamb Of God og Soulfly.

– Við þetta má bæta að nýtt myndband frá sveitinni við lagið Black Hoodie verður skellt á netið á morgun, föstudaginn 24. mars.