Flokkur: Safnið

Greinasafn Harðkjarna

Árslisti dordinguls / harðkjarna – 20. bestu erlendu útgáfur 2017

Árið 2017 var sérstaklega ánægjulegt tónlistar ár og hefði veirð nokkuð auðvelt að safna saman lista yfir 100 bestu útgáfur ársins, en fólk yrði fljótt að hætta að nenna að lesa slíkan lista, og því látum við hefðbundin 20 útgáfna lista duga um sinn. Hér að neðan má sjá lista útvarpsþáttarins dordinguls og heimasíðunnar Harðkjarna á 20 bestu erlendu útgáfum ársins.

1. Code Orange – Forever
– Alveg frá því að þessi plata kom út var ég alveg viss um stöðu hennar á lista ársins. Frábær og fjölbreytt skífa frá byrjun til enda.
2. Axis – Shift
– Axis er ein af þessum sveitum sem fá mig til að trúa á hardcore tónlist, þessi sveit stígur ekki feil skref.
3. Pyrrhon – What Passes for Survival
– Hrein sturlun frá upphafi til enda.
4. Godflesh – Post Self
– Nostalgía án klisju eða klaufaskapar. Sérstaklega vel heppnuð plata frá Justin Broadrick og G. C. Green
5. Kublai Khan – Nomad
– Kom lítið annað til greina eftir að hafa hlustað á þessa drengi gjörsamlega rústa reykjavíkurborg þegar þeir spiluðu hér á landi núna í ár. Frábær skífa.
6. Pallbearer – Heartless
– Thorns er eitt af lögum ársins og ef plata með eitt af lögum ársins kemst ekki hátt á listann þá er hann ekki marktækur.
7. END – From the Unforgiving Arms of God
– Stjörnuband með stjörnuplötu, meðlimir Counterparts, ex-Misery Signals, Blacklisted og Fit For An Autopsy með frábæra smáplötu.
8. Converge – The Dusk In Us
– Þessi plata á örugglega eftir að hækka enn meira í áliti því meira sem lítur á næsta ár, eins og við má búast. Titil lag plötunnar kítlar mig sérstaklega mikið.
9. Unsane – Sterilize
– Ein af þessum plötum sem maður getur ekki verið án, gerir árið betra.
10. God Mother – Vilseledd
– Harðkjarni frá Stokkhólmi, uppbyggjandi niðurrifsstarfsemi.

 

11. Body Count – Bloodlust
– Body Count kom örugglega flestum á óvart með gjörsamlega frábærri plötu, mikið af virkielga góðum lögum á örugglega bestu plötu sveitarinnar.
12. Left Behind – Blessed By The Burn
– Djúp og truflandi sagan á bakvið plötuna ýtir manni enn lengra inn í vonleysið og truflunina sem lífiði getur fært manni.
13. Mutoid Man – War Moans
– Hvað gerist ef maður hrærir saman Cave In og Converge meðlimum? Sönnunn á því að hægt er að syngja (ekki öskra) í þungarokki.
14. Amenra – Mass VI
– Ein af þessum hljómsveitum sem gerir ekki mistök, furða mig enn á því að þetta sé hljómsveit sem ekki allir þekkja.
15. Exhumed – Death Revenge
– Klassísk dauðarokksveit að gefa út plötu sem endar örugglega sem eitt þeirra besta verk.
16. Rancid – Trouble Maker
– Rancid spila pönk betur í dag en þeir hafa gert í áratug. Frábær plata.
17. Blood Command – Cult Drugs
– Norsk hljómsveit sem spilar sturlað popp í bland við harðkjarna og hávaða, afhverju er þetta ekki spilað í útvarpinu?
18. Mastodon – Emperor of Sand
– Enginn er árslisti án Mastodon.
19. Zao – Pyrrihc Victory
– Ég held að þeir gætu prumpað á plötu og ég myndi fíla það..
20. Iron Monkey – 9-13
– Eftirlifandi meðlimir í skítug fenið enn einusinni, stílhreint og ljótt.

Ulcerate – Örviðtal!

Hljómsveitin Ulcerate heldur tónleika hér á landi núna á föstudaginn (grein birt 15. ágúst 2017), en umræddir tónleikar eru á vegum skipuleggjanda Reykjavík Deathfest hátíðarinnar, sem svo sannarlega eru búnir að sanna sig sem afburðar tónleikaskipuleggjendur. Ég ákvað að skella nokkrum spurningum á Ulcerate og viti menn, þeir svöruðu með stæl og má lesa umrædd samskipti hér að neðan (á ensku):

Hi, for the uneducated metalhead, tell us a little bit about your band Ulcerate.

We’re a death metal band hailing from New Zealand inhabiting the darker, oppressive end of the metal spectrum. Beyond that we prefer people to seek for themselves and form their own opinions.

Your fifth full-length, Shrines of Paralysis, was release in October last year, how is that different from Vermis or even from your demos back in the day.

‘Shrines’ for us is a foray into more melodic territory, with less reliance on our staple level of dissonance. Naturally we’re staying true to the sonic footprint we’ve been crafting for the last 17 years, but we’re in a much more comfortable space now in terms of not needing to ‘prove’ ourselves. The emphasis these days is on songwriting as a craft while adhering to the traditions of the style we’ve developed.

In terms of how it relates to ‘Vermis’ – there was a conscious effort to push the drums to the forefront of the mix, and push for a much larger soundstage, particularly in how much the bass propels the sound forward. ‘Vermis’ was intentionally a very murky production to fit with the somewhat impenetrable nature of the tracks. Generally the new album has more ‘hooks’ and definable melody which allows us to move more freely.

With regards to the demos, there’s obviously not a lot of reference points there, the demos were us trying to find a sound and developing the skill sets to execute death metal at a fairly young age (18-19). So as 30 year olds, we’re completely different people with different aesthetic sensibilities and musical priorities.

Ulcerate

What can fans expect from your shows here in Iceland?

We’re only performing a single exclusive Reykjavik show. Fans can expect an entirely overwhelming and crushing sensory experience – all things going to plan of course. We have absolute confidence in our live performances, this is us in our natural and most comfortable state.

Do you guys know any Icelandic Music?

Yeah of course – I don’t know of too many in our circles who don’t know Svartidauði, Misþyrming, Sinmara, Wormlust etc and all of the associated bands. We also took Zhrine with us to the States last year on a month-long tour. And of course outside of metal Björk, Sigur Rós, Ólafur Arnalds etc.

Besides yourself, what should people be looking out for from the New Zealand music community?

Jakob, Heresiarch, Vassafor, Vesicant, Shallow Grave, Stone Angels, Creeping. And defunct bands such as Witchrist, Diocletian, Sinistrous Diabolous.

Hægt er að hlusta á nýjustu breiðskífu, Shrines of Paralysis, sveitarinnar hér að neðan:

Skurk: Blóðbragð, ferlið og framtíðin – Örviðtal!

Hljómsveitin Skurk sendi nýverið frá sér plötuna Blóðbragð (hægt að kaupa hér), en á plötunni er ekki bara að finna norðlenskt þungarokk í háum gæðum heldur fjölbreytta og skemmtilega plötu sem meðal annars nýtir sér tónlistarmenntun norðannmanna með því að fá Tónlistarskóla Akureyra til að taka þátt í upptökunum með klassískum strengjahljóðfærum, sem gefa plötunni virkilega skemmtilegan blæ. Upptökuferlið var ólíkt því sem vanalega gerst í þungarokksheimnum hér á landi, og því við hæfi að skella á sveitina nokkrar spurningar.

Það væri kannski gott að byrja á að kynna sveitina fyrir þá sem ekki þekkja, hvaðan kemur sveitin Skurk og hverjir eru í henni? 

Skurk var stofnuð árið 1990 á Akureyri, og starfaði til ársins 1993. Þegar hljómsveitin hætti fóru sumir meðlimirnir í aðrar hljómsveitir, en aðrir hafa ekki spilað síðan. Svo árið 2011 komu þrír af gömlu meðlimunum saman aftur með annan trommara. Sá hætti svo snögglega árið 2013, og með nýjum trommara var komin sú liðskipan sem er enn í dag: Guðni Konráðsson – söngur og gítar, Hörður Halldórsson – gítar og stöku bakraddir, Jón Heiðar Rúnarsson – bassi, og Kristján B. Heiðarsson – trommur.

Hvað var þessi plata búin að búa í ykkur í langan tíma?

Árið 2013 tókum við upp EP-plötuna Final Gift, sem kom út árið eftir. Strax þá voru komnar einhverjar lagahugmyndir, en ferlið fór í gang fyrir alvöru seinni part 2014. Það var samt svolítið öðruvísi en venjulega, því frekar en að semja eitt lag í einu unnum við út frá gítarriffunum. Eins konar „riff by riff“. Sum lögin voru upphaflega sólókaflar í lögum sem okkur þótti of löng, og önnur lög urðu til þegar við hittumst allir fjórir til að slípa lögin til fyrir upptökurnar. Svo urðu fleiri þættir eins og stúdíóin og strengjasveitirnar til þess að lengja tímann enn frekar og við höfðum í raun ekki reiknað með. Það tók nefnilega auðvitað tíma að semja kaflana utan um okkar lög og vinna það allt ásamt því að taka svo upp.

Hvaðan kom hugmyndin um Blóðbragð?

Á einhverjum tímapunkti áttuðum við okkur á því að við vorum með afar stóra plötu, löng lög og endalaust af sólóum. Við ákváðum að prófa að syngja á Íslensku, og eftir að þýða ensku textana sem komnir voru sáum við ákveðið mynstur, einhvern atburð sem gerðist í köldu, íslensku landslagi. Þá kom sú hugmynd upp að prófa að gera þemaplötu. Það vatt upp á sig og tókst mjög vel að okkar mati. Í stað þess að segja sögu með byrjun og endi segir hvert lag á sinn hátt frá sama atviki. Textarnir fjalla um stúlkuna Mjöll, hvernig líf hennar endar með morði og einnig er skyggnst inn í hugarheim þess sem verður henni að bana. Sagan er í raun komin frá gömlu Skurk-lagi sem hét The Night Before Yesterday. Í dag er það sama lag titillag plötunnar – Blóðbragð. Titill plötunnar var reyndar löngu ákveðinn, en gamli enski textinn setti tóninn fyrir það sem platan fjallar um.

Hvernig fjármögnuðuð þið upptökur og vinnslu á plötunni?

Í stað þess að borga allt úr eigin vasa eins og er svo algengt fórum við þá leið að setja upp söfnun á Karolina Fund. Þar gat fólk keypt eintök af plötunni með hinum og þessum auka“hlutum“, og fór það svo að við söfnuðum töluvert meiru en lagt var upp með. Hins vegar var ferlið við útgáfu plötunnar dýrara en búist var við, og því borguðum við sjálfir einnig dágóða summu. Án þessarar söfnunar hefðum við samt einfaldlega ekki getað gert plötuna eins vel og við vildum, það er bara þannig.

Hvernig var að vinna með Tónlistarskólanum á Akureyri og hvernig kom það til?

Strax eftir fyrstu gítarupptökurnar fórum við að spjalla við Hauk Pálmason, sem var þá aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, um möguleikann á því að vinna þetta verkefni með okkur. Hugmyndin var sú að gefa nemendum skólans tækifæri á að vinna verkefni sem væri örlítið út fyrir normið í skólanum og gæfi nemendum víðari sýn á tónlist. Einnig vildum við bara fá krakkana til að spila þungarokk! Við urðum mjög glaðir að finna svo svona rosalega jákvæða strauma frá öllum í skólanum, bæði kennurum og nemendum. Okkur var bent á að tala við Daníel Þorsteinsson varðandi það að semja og útsetja fyrir plötuna, og hann var sem betur fer meira en til í þetta. Hann er mjög fær og útkoman er vægast sagt frábær.

Nú var eitthvað vesen í framleiðsluferlinu, hvað var í gangi þar?

Já, það var frekar svekkjandi allt saman. Fyrst lentum við í nýlegri lagasetningu í Póllandi, hvar diskurinn var framleiddur, sem gerir það að verkum að allt sem er sent til landa utan Evrópusambandsins er stoppað í 2-3 vikur í einhverri leiðinda skriffinnsku. Þegar við fengum loksins upplagið af diskunum til landsins kom í ljós að það var gallað. Við höfðum samband við verksmiðjuna úti, og þeir fundu ekkert í sínum fælum eða framleiðsluferli, en hins vegar heyrði samstarfsaðili okkar í Póllandi gallann í sínum disk, tók það upp á videó og sendi verksmiðjunni. Það var því pressað nýtt upplag og því gallaða fargað hér heima. Við þurftum samt auðvitað að bíða aftur í 2-3 vikur eftir nýja upplaginu. Skriffinnska er ekki okkar besti vinur, það er á hreinu.

Nú þegar platan er loksins komin út, hvað tekur við?

Við spiluðum á Eistnaflugi í sumar, og erum með stóra tónleika í bígerð í haust. Einhvers konar útgáfutónleika. Það er svo sem ekkert planað, en það er ekkert ólíklegt að það fari að fæðast einhverjar lagahugmyndir, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Hvernig er annars að vinna að breiðskífu í dag, tekur nútíminn enn mark á svoleiðis?

Það er enn fullt af fólki sem vill fá vöruna sína í hendurnar, geta haldið á hulstrinu á meðan það hlustar á tónlistina. En tímarnir eru vissulega að breytast, og margir vilja bara hafa stafrænar útgáfur sem eru miklu meðfærilegri. Við nálguðumst þetta með því að pressa geisladisk eins og venjulega, og bjóða einnig upp á mjög veglega stafræna útgáfu með alls konar aukaefni, þ.á m. voru allar gömlu upptökur sveitarinnar og slatti af videóum frá ’91-´93. Hvort tveggja mæltist mjög vel fyrir.

Eruð þið tilbúnir með efni í nýtt Skurk ævintýri?

Eins og minnst var á áðan er ekkert ólíklegt að einhver riff fari að skjóta upp kollinum, en í sannleika sagt erum við bara enn að jafna okkur eftir þetta langa og stranga, en jafnframt mjög gefandi ferli sem var að koma þessari plötu frá okkur. Við gáfum allt okkar í hana, og það skilaði sér með frábærri útkomu sem við vonum að sem flestir geti notið með okkur. Við þurfum bara aðeins að anda eftir þetta allt og spila á nokkrum tónleikum til að hlaða í næstu plötu. En við erum hvergi hættir, það er alveg ljóst.

Hægt er að versla plötuna beint af bandinu hér: skurk.is/store

Une Misère – Framtíðin er björt/World Domination – Örviðtal!

Hljómsveitin Une Misere er komin aftur til landsins eftir vel heppnaða ferð á tónleikahátíðina Wacken, þar sem sveitin tók þátt í Wacken Metal Battle keppninni. En hvernig er að taka þátt í svona keppnig og hvernig lagðist þetta í meðlimi sveitarinnar, ég ákvað að skella nokkrum spurningum á sveitina, og okkur til mikillar ánægju ákváðu nánast allir meðlimir sveitarinnar að taka þátt í þessu örviðtali…

Velkomnir aftur eftir stórgóðan árangur á Wacken!
Hljómsveitin svarar vel fyrir sig og sendir til baka þakkir á öllum heimsins tungumálum
Allir: Kærar þakkir, ÞAKKIR, Takk Mjearh, Danke, TAAAKKK, Danke schön

Hafið þið áður spilað fyrir þennan fjölda?
Finnbogi: Ég hef átt mitt stutta ferli með þúsundir manna hér og þar með Great Grief að spila á hátíðum. En aldrei hafa viðbrögðin verið eins góð og þau voru í ár með Une Misere.
Jones: ekki svo ég viti, held þetta hafi verið stærsta giggið okkar hingað til, allavega fólksfjöldalega séð.
Jón: Stærsta sem ég hef þurft að höndla fyrir utan þetta hefur að öllum líkindum verið söngkeppni Samfés en þar stóð ég uppi á sviði fyrir framan 700 manns. What a life I have lived.
Benni: Þetta var klárlega það stærsta hingað til.
Steini: Ég spilaði á battlinu í Þýskalandi árið 2015 með In The Company of Men. Reyndar minnir mig að tjaldið hafi verið hálffullt þá, en með Une Misére var alveg pakkað út úr húsi í þetta skipti.

Hvernig var ykkur tekið?
Finnbogi:Gríðarlega fallegar móttökur frá áhorfendum, fengum ansi stóran og fallegan circle-pit sem ég hugsa reglulega um þegar ég er að fara að sofa til að veita mér hugarró.
Fannar: Fengum Circle Pit, það var hellað.
Jones: já, furðulega vel, kom gífurlega skemmtilega á óvart.
Benni: Eiginlega alltof vel. Við náðum að vinna áhorfendurnar yfir á okkar band og tengingin milli okkar og þeirra var skýr og greinilega – þau virtust vera til í þetta, og við vorum meira en til í þetta.
Jón: Það var ótrúlegt að upp undir endann á settinu þá var ég farinn að sjá hnefa á lofti alveg aftur úr tjaldinu. Magnað
Steini: Metalhausarnir þarna voru alveg að kaupa okkur, hendandi upp hnefunum og fara í circlepit. Það er mjög skrítin tilfinning að fá 3000 manns svona með sér í lið.

Hvernig er fyrir hardcore band að spila á þungarokkshátíð eins og wacken?
Jones: Það er smá furðulegt en ég held að við dettum akkurat inná milli að vera metal og hardcore hljómsveit þannig það eru margir partar í lögunum okkar sem ég held að metalhausarnir tengi líka við. Svo nærist fólk svo mikið af orkunni sem við gefum frá okkur og öfugt.
Finnbogi: Við erum svokallað brúar band sem gengur á milli allra stefnu-punkta sem okkur sýnist, og látum ekkert stöðva okkur, og það virtist að fólk áttaði sig fremur hratt á því.
Jón: Það var alveg sturlað gaman og ég held að fólk hafi ekki búist við okkur. Held það hafi ekki heldur búist við því að taka okkur svona vel. Ég held að okkur hafi verið tekið svona vel því að við tókum stjórnina strax. Veit þetta hljómar kannski kjánalega og með vott af fasisma en þegar “leader figure” birtist fyrir framan þig þá eru góðar líkur á því að þú fylgir honum. Við tókum stjórnina, spiluðum góða tónlist og fólk fylgdi.
Benni: Við erum klárlega hardcore bræðingur með dass af “svona og svona” hér og þar – Hver og einn túlkar það svosem á sinn hátt – Fögnum fjölbreytileikanum.
Steini: Tónlistin okkar hefur mikið af eiginleikum sem að Wackenfarar tengja við, sérstaklega hvað hún er slammvæn. Eins og Gunnar segir þá dönsum við mikið á línunni milli hardcore og metal, án þess að hljóma eins og hefðbundið metalcore.

Hvernig var svo hátíðin í heild sinni fyrir utan ykkar aðkomu?
Jones: Mikil leðja, heitt, kallt en ótrúlega skemmtileg. Þetta er miklu miklu stærra en ég bjóst við að þetta væri en það var komið fram við okkur eins og rokkstjörnurnar sem við erum, mest allt fólkið yndislegt og professional.
Jón: Öfgar út um allt. Monsoon rigning, steikjandi hiti, gaurar að spila Metallica lög á selló á stóra sviðinu, Dillinger Escape Plan á minna sviði. Ótrúlega skrítið set up. Hátíðin var líka fín áminning um það hvað Megadeth er ömurleg hljómsveit.
Finnbogi: Ég borðaði mjög mikið af mat, ég sá Crowbar, Dillinger Esc. Plan, Henry Rollins og Napalm Death. Það var flott að sjá fjölbreytta skemmtun þarna fyrir áhorfendur, en ég er á þeirri skoðun að það vanti lítið hardkor venue á Wacken þar sem sleppt er girðingu og allt er útí vegan mat. Megadeth er annars frábær hljómsveit.
Benni: Mambo Kurt átti þessa hátíð – magnað að sjá öfga metalhausana missa sig yfir honum með ekkert nema skemmtarann að vopni.
Steini: Wacken hátíðin er full af öfgum. Smekkleysa eins og Avantasia er kannski að headlina eitt kvöldið en á sama kvöldi er svo kannski hægt að sjá goðsagnakennd bönd eins Napalm Death eða The Dillinger Escape Plan. Það er líka alveg einkennandi lítið af veseni á þessari hátíð. Við sáum engin slagsmál eða útúrvíraða tappa, þó að það sé mikið af drykkju á hátíðinni.

Hvað er næst á dagskrá fyrir Une Misere?
Jón: Ekkert nema stórir hlutir á dagskrá.
Finnbogi:Við erum að spila tvenna tónleika í þessum mánuði, meðal annars eina með Cattle Decapitation í boði Reykjavík Deathfest. Svo erum við líka með tónleika í allt annarri hljóð og sviðsvídd sem við erum að undirbúa á næstu vikum.
Jones: Það koma stórar fréttir í vikunni og svo erum við að spila tvisar í ágúst sem ég veit ekki hvort sé búið að tilkynna en það fer að líða að því. Svo er það Airwaves og svo ætlum við að ferðast meira út á næsta ári. Une gang world domination.
Benni: Orðum það þannig að það er betra að hafa of mikið að gera heldur en of lítið. – Tvennir tónleikar á næstunni, upptökuferli hafið og endalaus samskipti við hina og þessa aðila. Við erum duglegir að setjast niður allir saman og ræða hlutina í persónu, tjá tilfinningar okkar og sjá til þess að allir séu á sömu blaðsíðu. Sex manna hljómsveit er talsverð vinna og allir hafa sínar skoðanir og vilja ná sínu framlagi, við erum líka að þessu til að gera hlutina vel og rétt.

Myndir teknar af Instagram síðum meðlima sveitarinnar.

Árstíðir gefa út á Season of Mist – Örviðtal!

Íslenska rokksveitin Ástíðir hefur skrifaðu undir útgáfusamning við Frönsk/Bandarísku útgáfuna Season of Mist, en núþegar á útgáfunni eru hljómsveitir á borð við Sólstafir, Zhrine, Auðn og Kontinuum. Útgáfan gefur ekki aðeins út Íslenska tónlist því á hljómsveitir á borð við Leng Tch’e, Deathspell Omega, Hate Eternal, Misery Index og Rotting Christ gefa einng út á útgáfunni. (svo í bandaríkjunum gefur sveitinni einnig út hljómsveitirnar Enslaved, Sadist og Dying Fetus)

Ég ákvað að skella nokkrum spurningum á Ragnar Ólafsson söngvara sveitarinnar, sem má sjá hér að neðan.

Við hverju má búast við á næstu útgáfu sveitarinnar

Platan sem við erum að vinna núna og sem verður gefinn út af Season of Mist verður rökrétt framhald af plötunni Hvel sem við gáfum út 2015. Raddir og allt sem fólk tengir við tónlist okkar verða enn sem áður í fyrirrúmi, en meira mun bóla á trommuslátti og rafrænum hljóðum en áður.

Breytir tilkoma Season of Mist einhverju fyrir sveitina?

Þetta mun ekki breyta neinu tónlistarlega. Við tókum okkar góðan tima í samningsferlinu við fyrirtækið, skoðuðum samningana vel og ræddum breytingar fram og aftur. Á meðan á þessu stóð náðum við einnig að kynnast Michael Berberian eiganda fyrirtækisins ágætlega, sem og Gunnari Sauermann sem mun sjá um promotion fyrir okkur. Við fundum það sterklega að þessir herramenn eru ekki komnir til að breyta okkur eða stýra, heldur fíla þeir tónlist okkar í botn og vilja bara meira af því sama.

Mörgum kann kannski að finnast skrýtið að þungarokks label geri samning við Árstíðir og öfugt. Í gegnum árin höfum við Árstíðir verið í samræðum við allskonar label, en það hefur yfirleitt strandað á því hvað tónlist okkar er óskilgreint dýr. Þetta er í raun algjör bræðingur þar sem má finna akústískt rokk, klassík, þjóðlagapopp, rafræna strauma og fleira. Þannig önnur label hafa ekki vitað hvernig ætti að “pakka” tónlist okkar saman og selja. Það þarf greinilega bara label eins og Season of Mist til að þora að veðja á þetta.

Season of Mist stefnir á að víkka “roaster” sinn á næstu árum og vera einnig með tónlist sem er ekki beint þungarokk. Þótt tónlist Árstíða sé ekki með rafmagnsgítara er hún engu að síður dramatísk, þannig ég skil hvernig þetta skref meikar sens í frá þeirra dyrum séð. Við Árstíðarmenn horfum fyrst og fremst til gæði fyrirtækisins. Season of Mist er öflugt label sem hefur gott orðspor og virðist vinna samviskulega og gera gott við öll böndin sín.

Aðdáendur Árstíða eru líka eins ólíkir og þeir eru margir. Allt síðan við túruðum með Pain of Salvation og Anneke Van Giersbergen 2013 höfum við verið með marga dygga þúngarokksáðdáendur sem mæta á tónleika okkar. Þúngarokkarar eru afbragðs góðir hlustendur, það er bara einfaldlega þannig. Þeir eru oftast lausir við fordóma sem fólk úr öðrum stefnum getur stundum verið með, þannig að við erum bara hoppandi glaðir með að vera búnir að finna tónlist okkar stað hjá Season of Mist.

Hvað tekur nú við fyrir sveitina?

Við munum vinna hörðum höndum að því að klára plötuna okkar fyrir Season of Mist næstu mánuði. Í nóvember og desember er stefn á að fara í tónleikaferðir um alla Evrópu.
En svo erum við líka með annað samstarfsverkefni í gangi sem er algjörlega ótengt SoM: við tókum nýlega upp plötu með meistara Magnúsi Þór Sigmundssyni og ætlum að koma henni út í haust og spila saman á Fróni. Þannig að það verður nóg að gera út árið.

Platan sem við gerum fyrir SoM kemur svo út snemma á næsta ári, en þaðngað til má heira lagið Unfold af plötunni Hvel frá árinu 2015:

World Narcosis með nýja 7″ plötu og breiðskífu á leiðinni – Örviðtal!

Íslenska ofurgrúppan World Narcosis er tilbúin með nýja sjö tommu plötu en stefnir einnig á enn meiri útgáfu á næstunni. Það er því við hæfi að skoða hvað er í gangi í herbúðum World Narcosis og skellti ég nokkrum spurningum á Ægir Sindra Bjarnason trommara sveitarinnar:

Nú er þetta 3 útgáfa sveitarinnar, afhverju lögðust þið í 7″ í stað þess að fara beint í breiðskífuna?
Sjötomman kom til einfaldlega vegna þess að Hindra passaði ekki á væntanlega breiðskífu okkar, en okkur langaði að gefa því lagi gott rými. Síra Sirna var svo samið sérstaklega fyrir þessa útgáfu.

Á plötunni er að finna 2 lög, Hindra og Síra Sirna, hvað getur þú sagt mér um lögin?
Hindra var upprunalega ætlað fyrir breiðskífuna væntanlegu, en komst fyrst og fremst ekki fyrir lengdarinnar vegna. Svo fundum við síðar að það nýtur sín mun betur þegar það fær að standa sjálft, og flæðið á plötunni varð mun öflugra fyrir vikið. Síra Sirna var samið uppi í bústað þar sem við tókum upp, varð til í einhverju brjálæðislegu flæði sem fylgdi þessu ferli og varð óvænt eitt af uppáhöldum okkar. Hvorugt þeirra höfum við spilað á tónleikum, ólíkt flestu af breiðskífunni, og eins og er er enn óvíst hvort við munum gera það.

Hver sér um hryllingsleg öskrin í laginu Hindra?
Halla, bassaleikari World Narcosis er nokkuð ríkjandi í báðum þessum lögum, en Viktor, Sindri og Halla skipta söng á milli sín í æ meiri mæli, enda öll með mjög sterkar en gjörólíkar raddir. Textinn er úr ljóði eftir Ástu Sigurðardóttur.

Hvað er Why not? Plötuútgáfa!
Why not? er nýstofnuð plötuútgáfa sem heldur utan um allt sem ég geri með mínum hljómsveitum, og þar sem það var farið að verða ansi mikið ákvað ég að bæta aðeins í og gera slíkt hið sama fyrir einhverjar af uppáhaldssveitum mínum innan senunnar.
Brot af því sem koma skal frá Why not? má heyra hér að neðan:

World Narcosis sendir frá sér breiðskífu von bráðar. Godchilla, Grit Teeth og Dead Herring líka. Klikk sendi frá sér live-plötu í síðustu viku sem var dreift með frisbídisk á Norðanpaunki, en er annars fáanleg á Bandcamp síðu sveitarinnar. Hinar þrjár sveitirnar á safnplötunni munu láta kröftuglega í sér heyra á næsta ári.

Hvernig var á Norðanpönk þetta árið?
Stórkostlegt. Hátíðin hefur aldrei gengið jafn vel. Það er magnað að sjá allt þetta fólk koma saman og hjálpast að við að láta þetta ganga upp og gera ótrúlega fallega hluti og finna fyrir allri ástríðunni og innblæstrinum í loftinu.
Norðanpaunk hefur líka verið með mikilvægustu tónleikum hvers árs fyrir okkur – þar erum við algjörlega á heimavelli og innan um hóp af yndislegu fólki. Það hefur ekki breyst.

Hvað er næst á dagskrá hjá World Narcosis?
Við sendum frá okkur breiðskífu sem ber nafnið Lyruljóra mjög fljótlega. Við erum að leggja lokahendur á myndskreytinguna, en það er allt að koma. Tvö lög af henni má heyra á netinu; Slyðra á Why not? safnplötunni og Óður óður hér:

Við munum svo spila fjölda tónleika á næstu mánuðum og lítur út fyrir að við verðum ansi iðin næsta árið, bæði hérlendis og erlendis.
…svo erum við þegar byrjuð að spá í nýtt efni. Hver veit hvað það verður og hvenær það fær að líta dagsins ljós…

Reykjavík Deathfest 2017 – Umfjöllun

Reykjavík Deathfest 2017 var haldið 12 og 13. maí síðastliðinn, en þetta er í annað sinn sem þessi hátíð er haldin, en í þetta skiptið er hátíðin ekki bara veglegri en fyrsta árið heldur einnig virkilega áhugaverð hátíð sem ég held að gæti heillað meira en bara dauðarokkara landsins.

Smá auka veisla var haldin fimmtudaginn 11.maí þar sem trommari hljómsveitarinnar Cryptopsy var með trommu klíník, hljómsveitin Beneath frumsýndi nýtt myndband og hljómsveitin Cult of Lilth spilaði fyrir gesti, náði ekki að mæta en að myndböndum að dæma var þetta skemmtileg viðbót við hátíðina

Fyrra kvöld Reykjavík Deathfest hófst með látum þegar hljómsveitirnar Hubris, Syndemic, Nexion, Grit Teeth, Ophidian I og Ad Nauseam spiluðu fyrir fullan sal af sveittum rokkurum. Þetta var frábær byrjun á góðri hátíð. Þrátt fyrir að vera mestmegnis dauðarokk (eins og nafn hátíðarinnar bendir til) var þetta ansi fjölbreytt og skemmtilegt kvöld.

Hubris er greinilega hljómsveit sem maður verður að fara að taka eftir betur því að þetta er ein af betri sveitum landsins, miklir hæfileikar, skemmtileg sviðframkoma og sannar það að mikið af hæfileikum er að finna í Hveragerði. Syndemic voru skemmtilegir og nokkuð ólíkir fyrsta bandi kvöldsins, en hljómsveitin hafði unnið sér það til frægðar að hafa lent í fjórða sæti í loka keppni Wacken Metal Battle árið 2016. Þriðja hljómsveit kvöldsins er eitthvað sem rokkarar landsins halda mikið upp á, en það er hljómsveitin Nexion sem stóð sig afar vel á Wacken Metal Battle hátíðinni hér á landi þar sem hún lenti í þriðja sæti. Þrátt fyrir að byrja nokkuð seint að spila náði sveitin að heilla gesti á sinn einstaka hátt. Næstir á svið er ein af þeim hljómsveitum sem halda voninni á lífi varðandi áhugavert og skemmtilegt íslenskt tónlistarlíf: Grit Teeth. Þrátt fyrir að vera í miklu veseni með trommuna þetta kvöldið náði sveitin að skella í nokkra slagara, harða og þunga, en jafnframt pönkaða slagara sem kætti gamla harðkjarna kallinn þetta kvöldið. 

Hljómsveitin Ophidian I hafa örugglega aldrei verið jafn þéttir og skemmtilegir, en sveitin var ofur heit þetta kvöldið, sérstaklega skemmtileg og örugglega skemmtilegasta sveitin tónlistarlega séð þetta kvöldið. Kvöldinu lauk svo með ítölsku hljómsveitinni Ad Nauseam, en hljómsveitin sendi frá sér sína einu breiðskífu árið 2015 að nafni “Nihil Quam Vacuitas Ordinatum Est”. Hljómsveitin spilar teknískt dauðarokk og gerir það vel. Fræbært fyrsta kvöld á virklega áhugaverðri hátíð.

Það er sérstök tilfinning að fara frá fjölskyldunni rétt fyrir 8 á öðru mesta sjónvarpskvöldi landsins (eða bara evrópu í heild sinni), en Á meðan rokkarnir voru að gera sig tilbúna til þess að rokka fyrir landan var úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar í sjónvarpi allra landsmanna.

Ég mætti nákvæmlega þegar Grave Superior spiluðu sína fyrstu nótu og hljóp upp í tónleikasal Gauksins með símann í annarri en falafelvefju í hinni. Það er er ljóst að hljómsveitin Grave Superior kann til verka, því að þetta er bara hreint og beint frábær sveit sem ég hef alltaf gaman að sjá spila á tónleikum. Þvílík byrjun á seinna kvöldi Reykjavík Deathfest. Næstir á svið var hljómsveitin sem ég kann ekki að bera fram, en þarf greinilega að læra það því sveitin kann svo sannarlega að halda skemmtilega tónleika. Kess’kthak er frá Sviss og inniheldur tvo kraftmikla og fjöruga söngvara, virklega skemmtileg og kom á óvart sem ein af skemmtilegri sveitum hátíðarinnar. Severed voru næstir á svið og tóku örugglega bestu tónleika sem ég hef séð með sveitinni, þvílíkur kraftur og þvílíkur lagalisti. Það var sérstaklega gaman að sjá lagið SKEGG, en ekki var verra að sjá salinn springa þegar sveitin endaði á Human Recipes.

Það eru um 6 ár síðan að hljómsveitin Andlát spilaði á tónleikum, en hljómsveitin hefur að mestu legið í svala síðan árið 2004 með nokkrum tónleikum af og til. Það er tilvalið að hljómsveit sem á mikla sögu í íslensku þungarokki sé fengin til þess a spila á svona skemmtilegu festivali, en hljómsveitin tók afar skemmtilegan lagalista, svona nokkurveginn best of set sem heillaði gamla kalla eins og mig sérstaklega mikið. Það er gaman að sjá þessa drengi spila og sérstaklega skemmtilegt að heyra þessa slagara á tónleikum á ný. Virvum frá Sviss voru næstir á svið og var þar að finna prógressíft og teknískt dauðarokk. Hljómsveitin spilaði án bassaleikara sem var þeirra eini löstur, forvitnilegt sett og góður undirbúningur fyrir það sem var væntanlegt.

Cryptopsy enduðu kvöldið með miklum hávaða, mjög miklum hávaða. Það tók tíma fyrir sveitina að hafa sig til og undirbúa það sem var í vændum, hljóðkerfið stillt upp í 11 og sveitin sprengdi örugglega eitthvað í hljóðkerfinu strax í fyrsta lagi. Það er ekki slæmt að geta byrjað tónleika með slagara eins og Two-Pound Torch af 2012 plötu sveitarinnar. Gallinn við það að hljómur sveitarinnar var ekki tilbúinn fyrir hljóðkerfið, en hljómurinn batnaði til muna þegar sveitin tók lögin af None So Vile í heild sinni. Það var gaman að sjá þessi lög spiluð á tónleikum. Þegar á heildina er litið var þetta sérstaklega vel heppnuð hátíð, sem getur bara batnað með tímanum, það eina sem þarf að bæta er tímasetningar og skipulag, en stemningin var bara það góð þarna að maður lét það ekkert á sig fá. Vel gert kæru skipuleggendur Reykjavík Deathfest, hlakka til að mæta á næsta ári!

Íslenskur Harðkjarni – Tónleikar á Kex Hostel

Það er alltaf gaman þegar manni gefst tækifæri á að upplifa tónlist í sínu fínasta formi, og ekki er það verra þegar formið sjálft er bæði hrátt og gróft. Slíkt tækifæri varð á vegi mínum þegar ég mætti á Kex Hostel miðvikudagskvöldið 26. apríl, en þar voru tónleikar með hljómsveitum sem spila (að mínu mati) harðkjarna tónlist. Eins og vaninn er á íslandi, og sérstaklega á litlum vinalegum tónleikum var engin föst tímaáætlun, en tónleikarnir sjálfir hófust um korteri eftir áður auglýstan tíma. Á dagskrá þetta kvöldið voru 3 sveitir; xGADDAVÍRx, Dead Herring PV og Une Misère,

Lesið nánar

Quest: Viðtal

14171918_10205915528242064_1066799277_n

Quest skipa þeir Grétar Mar Sigurðsson, Hreiðar Már Árnason og Bjarni Svanur Friðsteinsson. Hljómsveitin var stofnuð 2014. Quest spila beinskeytt syntha-pop/ rock í anda níunda áratugarins, sem sveitin kallar nostalgíu-popp, með áhrifum frá popptónlist úr öllum áttum. Þeir hafa getið sér gott orðspor innan íslensku tónleikasenunnar með skemmtilegri sviðsframkomu og túruðu um Evrópu í fyrsta skipti fyrr á þessu ári. Quest hóf feril sinn með nokkrum hálfkláruðum lögum í Stúdío Sýrlandi. Seint árið 2015 gaf Quest út stuttskífuna Gala, sem er afrakstur upptakanna úr Stúdío Sýrlandi. Þeir sem áður sagði túruðu um Evrópu og spiluðu meðal annars í Þýskalandi, Austurríki og Hollandi, við góðan orðstír. Quest eru sem stendur í miðju upptökuferli sem mun koma út á líðandi sumri. Kristinn Helgason settist með sveitinni og spurði þá um hvað hefur drifið á daga sveitarinnar.

 

Hvernig varð Quest til?

Hreiðar: Í mismunandi löndum.

Grétar: Já, það gerðist í mismunandi löndum.

H: Já, þetta var í rauninni bara einhver tilraun. Að gera eitthvað annað. Við Grétar vorum að spila músik saman lengi. Vorum að spila músik af mikilli áfergju. Við ákváðum bara að slaka aðeins á og gera eitthvað sem við kunnum ekki. Með þá pælingu í huga að ferlið sjálft skiptir meira máli en útkoman. Svoleiðis prinsipp var það sem leiddi af sér hljómsveitina Quest.

G: Þetta var líka þannig að við vorum alltaf gera eitthvað á skjön við það sem heitir popp-tónlist. Þetta sem var að hljóma í útvarpi og í verslunum, svoleiðis tegund af popp-tónlist. Og í kjölfarið á því vildum við ekki vera að gagnrýna svoleiðis popptónlist. Þetta var mitt persónulega ferðalag sem leiddi af sér Quest.

Bjarni: Ég kem inn í þetta aðeins seinna. Við vorum að vinna í einhverjum lögum, það var kominn einhver grunnur. Á þeim tíma bjó ég út í Berlín og Grétar sendi á mig einhver lög. Ég spilaði einhvern gítar við lögin og það sem næsta sem ég vissi þá var ég kominn inn í þetta líka.

   14182145_10205915529402093_368533176_n 

Hverjir eru helstu áhrifavaldar?

 G: Eins og ég sagði áðan, þá var það eiginlega öll tónlist sem ég þoldi ekki til að byrja með. Það voru helstu áhrifavaldar mínar, að öll tónlist sem ég þoldi ekki og hlustaði ekki á dags daglega, það eru mínir helstu áhrifavaldar, til að byrja með. Ég var einhvern veginn farinn að skilja það dæmi. Tónlist eins og sú sem er spiluð á FM, svona óþolandi popp-tónlist. Svona froða, Froðan var helsti áhrifavaldur til að byrja með. Síðan fór maður í eitthvað ferðalag um að reyna að kryfja froðuna.

H: Mætti kalla þetta svona ímyndartónlist, sem snýst meira um magn en gæði.

G: Svona rotvarnarefna-músik.

H: Stútfullt af e-efnum.

G: Stútfullt af e-efnum. Það er ekkert næringagildi, engin alvöru vítamín. Þannig músik.

B: Músik sem reyndar lifir mjög lengi.

G: Já, sem lifir mjög lengi. Fólk nærist á þessu.

 

Þið túruðuð um Evrópu fyrr á þessu ári, hvernig var ykkur tekið?

Q: Bara mjög vel. Eiginlega bara alls staðar, mjög vel. Frábærlega í rauninni.

G: Nema kannski í Amsterdam. Það var líka mjög skrítið gigg. Samt annars staðar vorum við að fá frábærar viðtökur, fólk var að fíla þetta í drasl. Það má segja að viðtökurnar voru vonum framar, fólk var virkilega að fíla þetta.

H: Við spiluðum á mánudegi. Á bar sem mundi miklu frekar henta einhvejrum trúbador heldur en okkur. Það eina sem vantaði var bara pool-borðið.

G: (við Hreiðar): Þú varst settur í eitthvað gler-búr.

H: Já ég var settur í eitthvað plexi-gler búr. Og við vorum spurðir í miðju giggi hvort einhver mætti syngja með okkur. Það var rosalega táknrænt fyrir stemninguna. Fólkið þarna var meira tilbúið að heyra eitthvað Bon Jovi-lag heldur en eitthvað frumsamið.

G: En annar staðar voru bara mjög góðar viðtökur. Að öllu leyti gekk þetta að vonum framar. Það voru meira og minna allir að fíla þetta. Það voru líka nokkur atvik, sem snerust um að það voru nokkur mistök í bókunarferilinu. Á nokkrum tímapunktum þá þurftum við að lækka tónlistina, eða þú veist spila lægra. Eins og t.d í Bochum, þá voru móment þar sem við vorum að spila á svona litlum stöðum þar sem það mátti ekki spila á trommusett eftir klukkan tíu. Þannig að við þurftum að spila lægra. En alls staðar voru áhorfendur mjög ánægðir með það sem þeir heyrðu.

H: Flestir vildu fá okkur aftur. Þetta var líka fínt miðað við að spila á Íslandi vegna þess að stundum hérna á Íslandi er þetta í rauninni eins og fangelsi. Það var fínt að spila á svona Evrópskum stöðum og fá langtum betri viðtökur en við fáum venjulega hérna heima.

 

 

14218588_10205939061670385_556462953_n Eftir að hafa túrað um Evrópu, hvernig finnst ykkur tónleikastaðir í Evrópu vera samanborið við þá íslensku, eins og t.d Dillon eða Húrra? 

H: Húrra er náttúrulega flottur staður en almennt séð fannst mér viðmótið gangvart list og listamönnum vera aðeins meira frískandi. Vegna þess að það er oft eins og maður sé að angra fólk með listinni sinni hérna á Íslandi.

G: Svo fengum við líka borgað þótt að enginn hafi mætt á tónleikana. Eins og með Amsterdam giggið, við drógum ekkert að en okkur fannst eins og staðirnir báru virðingu fyrir listinni. Mér fannst í rauninni ekki vera mikill munur á þeim sem mættu á tónleikana heldur miklu frekar á þeim sem stóðu að tónleikunum, starfsmönnum staðanna. Mér fannst í rauninni vera verulega mikill munur bara gangvart virðingu fyrir tónlistinni.

En svo fannst mér líka mjög skemmtileg að hérna heima er ákveðinn hópur af fólki sem mætir á tónleika og finnst gaman og svona en þarna úti var þetta meira, þú veist, píparinn á horninu og kjötiðnaðarmaðurinn í bænum. Jói á bolnum var bara mættur, skiluru. Og hann var að hlægja og brosa allan tímann og þakka okkur fyrir show-ið. Og það má í rauninni segja að það sé svolítil elítu stemning í tónleikahaldi hérna á Íslandi. Eins og ég sé ekki fyrir mér, þú veist, Smára járnbindingarmann mæta á tónleika hérna heima.

H: Já fólk hugsar meira hérna heima, þetta á meira erindi við mig heldur en hvern sem er. En svo er líka svo mikið rof milli þeirra sem mæta á tónleika og þeim sem kaupa tónlist. Því þeir sem mæta á tónleika, og ég vil ekki hljóma of fordómafullur, en þeir eru ekkert endilega að kaupa diska. Og sá sem mætir aldrei á tónleika, sá sem mætir bara á Jólatónleika Björgvins Halldórssonar eða Bubba, sem heldur síðan uppi allri tónlistarsölu á Íslandi. Þetta er svolitið illskiljanlegt og maður spilar á tónleikum fyrir fólk sem mætir en er í rauninni ekki í neinu kontakti við fólk sem er að hlsuta reglulega á tónlistina þína. Þarna úti er stærri markaður þannig að það er auðveldara að finna fólk.

  

Þið eruð þrír í bandinu, og hafandi verið í öðrum hljómsveitum, finnst ykkur betra að vera færri eða fleiri í hljómsveit?

H: Það eru náttúrulega praktískar ástæður fyrir því að það sé betra að vera færri. En á móti kemur er að vera fleiri er tækifæri til að bounca á hugmyndunum sem maður fær. Það var strákur með okkur þarna úti, vinur okkar sem heitir Ingi, sem var með okkur og það var fínt að fá smá pörun því ég held að ef við hefðum verið þrír þá hefði verið minni dýnamík. En þegar það kemur að því að semja tónlist þá fer það nátturulega bara eftir eðli tónlistarsköpunarinnar. Og í okkar tilfelli er það sjaldgæft að við hittumst á æfingum og semjum. Við erum frekar hver í okkar horni að fá hugmyndir og svo hittumst við og komum bara með tilboð á hvorn annan. Þannig að að þessu leyti er þetta skilvirkt. Það er auðveldara að halda fund með þremur heldur en fjórum.

 

 

Þið kallið tónlistinna ykkar nostalgíu-popp. Hvað eigið þið við með því?

H: Já, nostalgía er bara svo fallegt orð yfir einhverja períóðu, sem getur alveg eins verið vika eða ár og í þessari nostaglíu, þessari fortíðarþrá við erum í raunninni að beina henni í gegnum tónlistina okkar. Við erum ekkert að finna upp hjólið en við vitum hvað við viljum og búum eitthvað til úr hlutum sem eru nú þegar til staðar, og móta eitthvað úr því. Nostalgían er í rauninni bara hughrifin.

G: Íslenska orðið yfir nostalgíu er fortíðarþrá. Hugtakið fortíðarþráarpopp mundi aldrei virka. Nostalgíu-popp er líka svolítið international, það er ástæðan fyrir því að við erum það. Því við eurm líka að reyna að kryfja það hvaðan froðan kemur. Og ég held að hún kemur úr einhverju rosalega spennandi, tæknilegu, tilraunakenndu tímabili þar sem fólk bara er að prófa ýmislegt. Við lifum líka á þannig tímum að núna er í rauinni allt aðgegnilegt. Þú þarft ekki að eiga pening til að prófa alls konar. Við erum í raunninni að gera það sem besta sem við getum úr þessu, þessu analóg-dóti sem fólk er að gera tilraunir með. Við erum að kryfja hvaðan allt þetta kemur. Tæknin er í raunninni það sem mótar sánd bandsins mest.

H: Módernismi maður. Við læknum alla sjúkdóma, við semjum bestu lögin, fáum besta sánidð.

 

14269473_10205939063150422_733798577_nHvar finnst ykkur best að spila í bænum?

G: Búálfurinn er mjög næs. Búaálfurinn í Breiðholti.

H: En við höfum haldið skemmitlega tónleika víða, t.d á Gauknum og á Húrra.Eins og áður sagði höfum við verið að fá vægast sagt frábærar viðtökur. En þetta fer í raunninni meira eftir fólki. Því meira sem maður spilar því meira áttar maður sig á því að þú veist maður setur á sig einhverjar kröfur til sín sem tónlistarmaður, en það að spila á tónleikum snýst um bæði þáttökuna og samspilið þar á milli. Þó að maður getur verið að ergja sig yfir einhverju lélegu monitor-sándi eða eitthvað, þá mundi ég skipta út góðu monitor-sándi fyrir tíu glaða dansara alla daga.

G: Þetta er í raunni eins og að vera góðu partíi, með vini sínum og það er verið spila lág-gæða mp3-fæla og allir eru að fíla sig versus það að fara á einhvern stað með minni stemningu en geðveikum græjum, það er þetta mannlega sem heillar.

H: Já, maður getur gert bilaðar tæknilega kröfur einhvern tíman seinna.

 

Þið gáfuð út plötuna Gala á soundcloud. Hvernig móttökur hefur hún verið að fá?

G: Ég mundi segja mjöög góðar.

H: Bara einstaklega frábærar.

G: Þær móttökur sem við höfum fengið eru mjög góðar.

B: Höfum fengið mikið lof fyrir gott sánd á plötunni.

H: Við erum náttúrulega ekki á neinum metsölulistum, en fyrir okkur erum við kannski bara introvertífir svo að þetta var ferli sem var mjög gefandi og skemmtilegt. Við unnum plötuna eins mikið sjálfir og við gátum.

B: Það var líka mjög skemmtilegt hvernig hún kom til. Við vorum ekki búnir að fara á eina hljómsveitaræfingu þegar við fórum í stúdíó til að taka hana upp. Við vissum allir alveg hvað við vildum gera.

G: Við gerðum ýmisegt öðruvísi í stúdíói en við gerum á tónleikum. Við höfum breytt lögum mikið þegar við spilum á tónleikum.

H: En við erum mikið fyrir það að vera DIY og setja okkar eigin standard. Og keppast við að bæta okkur. En varðandi plötuna, þá er það rétt að hún kom út á soundcloud, en við vildum líka í staðinn fyrir að gefa út geisladiska, fara aðra leið. Við höfum samband við góðan vin okkar í Kína og látum prenta út gullhúðaða USB-lykla, með plötunni inn í, og fórum með það út sem söluvarning.

G: Við seldum einhvert 40 stykki.

H: Já og fólk tók almment bara vel í þetta format. Þetta var að okkar mati miklu sniðugra heldur en að prenta marga geisladiska, sem enginn kaupir og enda uppí skúffu. Í versta falli getur fólk þá keypt USB-lykilinn, hatað plötuna, hent henni út og notað plássið í tölvunni fyrir eitthvað annað, eins og Friends-þættina, eða Seinfeld.

 

Stefnið þið á gefa út meira efni í náinni framtíð?

B: Jú, við erum í upptökuferli núna.

G: Það er ekki alveg ráðið hvenær hún kemur út. Sumt af þessu er mjög gamalt stöff sem við erum ennþá að klára, en við erum mjög, mjög ákveðnir í því að koma þessu út sem fyrst. Það er á leiðinni myndband sem var tekið upp á filmu.

H: Já, það kemur mjög fljótlega.

G: Síðan þegar við vorum á túrnum um Evrópu þá tókum við upp tónlistarmyndband með virtum frönskum ljósmyndara sem að aðstoðaði okkur við það.

H: Algjör síkópati.

G: Virtum, vikrum, geðsjúkum ljósmyndara. Sem er jafnmikill vinur okkar og hann er geðsjúkur.

H: Við meinum þetta á mjög jákvæðana hátt. Ógeðveikt fólk er yfirhöfuð mjög óskapandi. Við vorum mjög heppnir að hitta hann því hans geðveiki fittaði vel við okkar geðveiki. Og úr þessu varð mjög gott samstarf. Við tókum ljósmyndir og vídeó og gistum hjá honum og héldum partí heima hjá honum, borðuðum matinn hans og drukkum vínið hans

G: Það voru nokkur mistök í bókunarferlinu þegar við túruðum sem gerðu það að verkum að við höfðum mikinn frítíma og í okkar frítíma þá urðum mjög akvítifir í okkar málum, héldum boltanum mjög gangandi. Síðan höfum við bara verið að hvíla okkur á þessari samvist okkar þarna úti, sem er að fara rúlla aftur núna.

H: Við erum að fara á fyrstu æfinguna okkar eftir túrinn, núna bara eftir klukkutíma.

G: Og síðan er upptökusessjón yfirvofandi. En boltinn er byrjaður að rúlla aftur. Síðan stefnum við á útgáfutónleika bráðum, í raunninni til að loka ákveðnum kafla í okkar ferli eða sögu.

 

Strákar, þá er þetta komið. Takk kærlega fyrir.

Brött Brekka – Viðtal

 

Rokksveitin Brött Brekka hefur nú verið starfandi í bráðum tvö ár, en hún var stofnuð árið 2014 úr leifum sveitarinnar Tamarin (Gunslinger). Bandið hefur getið sér gott orðspor fyrir skemmtilega tónleika og sérstakan hljóm, sem er samsuða margra ólíkra áhrifa, frá Meat Puppets, Minutemen og að böndum á borð við Melvins. Hljómsveitina skipa þeir Hallvarður Jón Guðmundsson (gítar/söngur), Sturla Sigurðsson (bassi/ söngur) og Sigurður Ingi Einarsson (trommur).

Bandið stefnir að gefa út efni núna von bráðar. Kristinn Helgason settist niður með þeim Hallvarði, Sturlu og Sigurði og spjallaði aðeins við þá um uppruna bandsins, áhrifavalda og með hvaða tónlistarfólki þeir mundu stofna hljómsveit með.

 

Hvernig varð Brött brekka til?

St: Ég mundi segja, ég og Hallvarður vorum í hljómsveit áður en að Brött Brekka varð til, hún hét Tamarin (Gunslinger) . Síðan slitnaði upp úr því bandi og við fórum að gera mismunandi hluti. Ég og Hallvarður ákváðum að halda áfram að vera í bandi og að spila rokk. Þannig varð Brött Brekka í grunninn til.

Sigurður: Vantaði trommara.

Sturla: Vantaði trommara.

Sigurður: Við höfum þekkst síðan við vorum krakkar í grunnskóla.

Hallvarður: Siggi kom eiginlega á eina æfingu og hefur verið í bandinu síðan.

Spyrill: Svo þetta þróaðist upp úr því?

Hallvarður: Já.

Hverjir eru helstu áhrifavaldar?

St: Úff!

S: Þeir eru margir, maður.

St: Ég mundi segja að allavega hjá mér er það Minutemen, Meat Puppets og Melvins dálítið hátt á listanum.

S: Svo er krautrokkið mikið inn hjá okkur. Neu og Can og þessi þýsku gömlu.

Sp: Holger Czukay?

S: Holger Czukay. Minn uppáhaldstrommari er Can trommarinn, Jaki Liebezeit. Og þetta er svona, bræðingur af mörgu. Sonic Youth, Melvins, Fugazi.

H: Líka bönd eins og Polvo. Ég mundi segja að Ash Bowie úr Polvo sé mín helsta fyrirmynd í gítarleik. Líka Luc Lemay úr Gorguts.

S: Og Genesis. Við verðum að segja Genesis líka.

 

Hvernig gengur ferlið fyrir sig þegar þið semjið lög? Hefur einhver meira að segja en annar hvernig lögin verða til?

S: Tja, allavega er það þannig að Hallvarður semur rosaleg gítarriff. Hann kemur með alveg fáranleg riff á æfingu og við skiljum ekkert í því hvað hann er að gera. Og hann skilur það eiginlega ekki sjálfur.

H: Ég er oft ekki viss í hvaða takti ég er, en svo þegar ég spila riffin fyrir Stulla og Sigga þá segi kannski: ,,Nei já, þetta er í níu eða áttundu.’’

S: Þá kemur FÍH-bakgrunnurinn sér vel. Geta aðeins greint hvað þetta er sem Hallvarður hefur verið að semja. En þetta er rosa jafnt allt hjá okkur.

H: Það líka heyrir til undantekninga að við séum að segja hvor öðrum hvað við eigum að spila.

St: Já, það er ekki nema það sé eitthvað alveg sérstakt.

S: Þetta snýst líka bara um eitthvað áveðið flæði.

Sp: Já það kemur flæði og þið rúllið bara með því?

S: Já þetta er oft þannig að við höfum margar stutar æfingar. Í staðinn fyrir að keyra einhvejrar fjögurra tíma æfingar þá er þetta í staðinn kannski klukkutími, þrisvar í viku. Stundum er þetta bara 40 mínutur þar sem við keyrum þetta í gegn og við þurfum í rauninni ekkert meira. Þægilegt að vera trío líka.

St: Já trío er alveg perfect.

 

Þið spilið mjög sértaka tegund af rokki sem finnst ekki mikið í íslensku tónlistarsenunni, Hvernig finnst ykkur fólk taka bandinu?

BB: Bara vel.

St. Það er einn og einn sem tekur þessu bara mjög vel.

H: Já ég hef heyrt fólk segja eftir t.d tónleika, upp á það hvernig við skilgreinum bandið, að við séum eiginlega bara svona, já, rokkband.

St: Ég segi það líka yfirleitt þegar einhver spyr mig hvernig músik við spilum, þá segi ég bara: ,,Já, þetta er bara rokk, maður.’’

S: En fólk hefur verið að taka þessu bara rosalega vel.

H: Já, við eigum nokkra fanboys.

S: Já en með svona músik þá eru kannski takmörk fyrir því hversu vinsæl hún verður.

St og H: Við erum ekki vissir um að við séum að þessu til þess.

S: Það er bara geðveikt gaman að spila þetta.

St: Ég hef verið að pæla í því að ég væri í rauninni geðveikt sáttur með mig í tónlist ef einhver mundi einhvern tímann pikka upp plötu eftir mig og segja svo: ,,Yeah, þetta er rokk.’’ Eins og ég var þegar ég var sextán.

H: Já það er eiginlega það sama upp á teningum hér.

 

Þið hafið verið að vinna að plötu. Hvernig gengur það, hvenær hugsið þið að gefa hana út?

S: Upptökur eru búnar af smáskífu. Svona EP plötu.

St: Allt það helsta er tilbúið. Það er bara svona beisik fiff sem er eftir sem er búið að vera dragast á langinn.

S: Við ætlum að henda henni á netið. Svo stefnum við í heila plötu. Það verður kannski live-plata.

St: Já allavega eitthvað af henni verður það.

S: Við virkum mjög vel live.

St: Já mér finnst alltaf vera smá munur að spila live og að spila upp í æfingahúsnæði.

Sp: Þannig að það er meiri metnaður fyrir því að vera live-band heldur en studio-band?

S: Já. Eins og þessi bönd sem við töldum upp áðan gerðu mikið. Eins og Fugazi, þeir voru ekki að halda tónleika til að kynna plöturnar sínar heldur öfugt. Þeir voru frekar að gera plötu til að kynna tónleikanna. Sem er flott pæling.

St: Mér finnst það meika alveg fullkominn sens.

H: Líka eins og hvernig tónlistarsenan er í dag, þá er live-showið svolítið einstakt dæmi. Það er líka ekki eins og peningurinn skipti miklu máli í dag, það er ekki hægt að hafa mikinn pening upp úr því í dag að selja plötur. Tónlistin lifir frekar í live-showinu.

 

Er mikið af persónulegum tilfinningum eða mikil tilfinningaleg útrás í lögunum hjá ykkur?

St: Ég mundi alveg leyfa mér að segja það sko.

S: Já, það er mjög mikið á köflum.

H: Sérstaklega eitt lag, Snake Oil Song. Það er líklegast beinskeyttasti texti sem ég hef samið.

Sp: Ok. Af persónulegum ástæðum?

H: Já.

St: Talandi um útrás, þá er það alltaf góð útrás að spila bara hátt rokk og öskra smá.

Sp: Já. Betra en ræktin?

BB: Já.

H: Þá má fullyrða að það sé betra en ræktin, með þeim fyrirvara að ég hef aldrei farið í ræktina.

S: Ég spilaði einu sinni í prog-bandi í gamla daga. Við fengum einu sinni dóma þar sem það var sagt að það væri óskiljanlegt hvernig kreppan gat leitt af sér svona djúpspaka proggara. En almennt séð, er maður reiður.

St: King Crimson geta verið svolítið reiðilegir.

S: Já. Robert Fripp var alltaf í vondu skapi.

 

Mundið þið segja að umhverfið hafi áhrif á tónlistina ykkar? Er mikil Reykjavík í lögunum ykkar?

St: Nah, svona ég mundi frekar segja það væri mikil California í lögunum okkar.

S: Já. Það er svolítið mikið … Bandaríkin.

Sp: Sem kemur frá böndunum sem höfðu áhrif á ykkur?

St: Já nákvæmlega.

St: Einu sinni spiluðum við alltaf í svona stuttermaskyrtum með svona mikinn sumarfíling.

S: Já, þetta er sumarband. Þetta er ekki mikið þungt og dimmt band sem mundi passa við Reykjavík. Þó að þetta virki alveg á veturna líka.

St og H: Jú ælti það ekki.

 

Eigið þið ykkur uppáhaldsstað til að spila á tónleikum?

H: Ég er persónulega frekar hrifinn af Dillon.

St: Já mér finnst Dillon alltaf frekar næs. Eða svona, mér finnst alltaf gaman að spila á svona litum stöðum þar sem er ekki einu sinni svið og allir eru einhvern veginn ofan í hvor öðrum. Ég fíla það.

S: Já Stulli biður staðinn alltaf um að færa borðið sem er alveg við sviðið á Bar 11. Við viljum hafa svona nánd.

St: Jú mér finnst það virka best. Langskemmtilegast.

S: En í rauninni eigum við okkur ekki uppáhaldsstaði.

St: Já. Dillon finnst mér ágætur en maður er samt leiður á því hvað það er lítið úrval af stöðum til að spila á.

Sp: Finnst ykkur vanta betri vettvang?

S: Já. Líka fyrir alla aldurshópa.

Sp: Já. Þegar ég var að alast upp þá var mikið um all-ages metal tónleika, þar sem hardcore-ið, death metallinn og black metallinn spiluðu allir saman.

St: En við spiluðum á all-ages tónleikum um daginn. Sem er varla frásögu færandi.

H: Við getum ekki sagt að það hafi verið velheppnað gigg. En ég verð samt að segja að ég fílaði venue-ið. Ef það væri hægt að ganga útfrá því að það væri gott sánd þarna þá væri ég alveg til í að spila þarna aftur.

St: Þetta var í Molanum í Kópavogi.

S: En já, maður. All-ages. Meira af því.

St: Maður saknar staða eins og Kaffi Hljómalind. Það vantar svo mikið einhvern þannig tegund af stað. Staður sem þyrfti að vera miðsvæðis, einhverstaðar á Laugaveginum. Það var alltaf svo þægilegt að fara þangað.

Þegar maður er ungur þá er maður líka svo móttækilegur fyrir nýrri tónlist. Eins og þegar bönd voru að koma í MH í gamla daga, maður bara missti sig. Það er á þesum aldri, 15-17 ára þar sem maður er að detta í góða tónlist.

 

Og ein spurning fyrir hljóðnördanna, Hvernig effekta/ gítar/ bassa-dót notið þið venjulega?

BB: Engan. Hehe.

H: Ég nota Ibanizer-tube screamer. Sem er svona distortion-pedall. Og ég notaði hann fyrst frekar sparlega. Núna nota ég hann eiginlega alltaf.

BB: Það er svolítið mikið Plug ‘N Play hjá okkur.

S: Já eins og með trommur. Ég spila bara á það sem er til á staðnum. Reyni að hafa frekar stóra og feita simbala og þá er ég góður.

H: Já. Með gítarinn, ég er með svona Squire, svona modifyaðan Jazzmaster sem ég keypti á slikk í Tónastöðinni.

 

Og ein aðeins snúnari spurning, við hvaða Coen-mynd mundi að ykkar mati tónlist brattrar brekku passa best við?

H: Ætli það mundi ekki passa best við einhverja svona dark Cohen mynd?

St: Kannski bara, Blood Simple.

S og H: Já einmitt.

H: Já ælti það væri ekki bara Blood Simple. Sociopatar og mikið blóð.

 

Er brött brekka pólítískt band að einhverju leyti?

H: Sko, öll tónlist er pólitísk að einhverju leyti. Mundi ég segja. Það sleppur enginn við það.

St: Ég er ekki með mikla pólitík á bak við eyrað. Kannski þegar maður er að semja eitthvað.

S: En við tölum ekkert mikið um pólitík. Við tölum bara um bíómyndir.

St: Eina pólitíkin sem við tölum um er pólitíkin úr Simpsons-þáttunum.

S: Við erum í rauninni bara, algjörir lúðar.

H: Það er kannski ekki mikið um neina þjóðarpólitík en jafnvel eitthvað um öðruvísi pólitík. Lagið ,,Snake Oil Song’’ er um svona sölumenn sem að féfletta krabbameinssjúklinga. Lagið tekur klárlega afstöðu gegn slíku havaríi. Það er í rauninni eina lagið okkar sem er einhversskonar afstöðu lag. Annars eru textarnir bara orð sem ég strengi saman sem mér finnst hljóma vel.

St: Já. Þetta er svolítið þannig.

H: Maður leggur samt alveg einhverja hugsjón í textanna þótt maður viti alveg að þeir heyrast ekkert sérstaklega vel þegar maður er að góla þetta live. En það skiptir samt máli. Maður þarf að trúa því sem maður er að góla.

St: Já. Ég hef stundum verið að semja texta sem fjalla bara um það hversu þreyttur maður getur orðið á áreitinu í kringum mann.

H: Sem má segja að það sé líka einhverskonar pólitísk afstaða. En svo er líka lag eins og ,,Continental Breakfast’’ sem ég samdi um ,,The Phantom Zone’’ í Superman 2.

S: Það var frábært á síðustu tónleikum þegar þú spurðir crowdið hvort það hafi séð Superman 2. Það hafði enginn séð hana.

St: Síðan eru líka lagatitlar sem við höfum bara tekið úr Simpsons .

H: Já. Eins og t.d ,,Find Your Soulmate’’. Chili-þátturinn sem Johnny Cash talaði í.

S: Sem væri mögulegt nafn á EP-plötunni. En EP-platan á heita ,,Vs. the Monorail.’’

Og svo lokaspurning, eiginlega fyrir hvern meðlim bandsins; ef þið gætuð stofnað hljómsveit með hvaða tónlistarmanni sem er, með hverjum mundið þið gera það?

Ég mundi segja Michael Rother, gítarleikarinn í Neu. Ég mundi fíla það í botn að bara zona-út og spila með honum. Ég held að trommarinn í Sonic Youth, Steve Shelley, hafi túrað með Michael Rother og ég man hvað ég öfundaði hann alveg ógeðslega mikið.

St: Já, stórt er spurt. Það væri alveg geðveikt að vinna með Ash Bowie eða Mike Watt úr Minutemen.

H: Má maður nefna fleiri en einn?

Sp: Já.

H: Ég væri til í að vera í bandi með Mary Timony úr Helium, Dale Crover úr Melvins á trommur og hérna .. Ragga úr Botnleðju.

S: Annara bara, Stulla og Hallvarði. Það er langt skemmtilegast.

Sp. Þá er þetta komið. Strákar, takk kærlega fyrir spjallið.

BB: Takk sömuleiðis.