Carcass með nýtt myndand!

Breska þungarokksveitin Carcass hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Unfit For Human Consumption, sem finna má á meistaraverkinu Surgical Steel sem kom út fyrr á árinu. Í myndbandinu má sjá fyrrum trommara sveitarinnar, Ken Owen, sem líkskoðara við störf, en meðlimir sveitarinnar (eða bútar af þeim) koma einnig fram í myndbandinu. Viðbótarmyndband í boði Nuclear Blast útgáfunnar fylgir einnig með Kirk Hammett gítarleikara Metallica þar sem hann kynnir myndbandið og bætir við að sveitin muni koma fram á tónlistarhátiðinni hans á næsta ári. Hægt er að skoða skilaboðin frá Kirk hér að neðan í viðbót við umtalað myndband:

Skildu eftir svar