Captain Everything - Learning To Play With…
Captain Everything - Learning To Play With…

Captain Everything – Learning To Play With… (2000)

Household Name –  2000
http://www.householdnamerecords.co.uk

“Enn eitt svona bandið” er það fyrsta sem ég hugsaði og hugsa reyndar alltaf þegar ég hlusta á þennan disk. Svona setning þarf ekki endilega að vera neikvæð. Hún getur þýtt að þú gangir algerlega að einhverju vísu, því það mun ekki koma þér á óvart og líklega ekki valda vonbrigðum. Captain Everything hljóma eins og fullt af öðrum hljómsveitum sem spila meinlaust popp-pönk sem þú gætir heyrt í einhverji leiðindar unglingamynd. Samt svalt af þeim að spila hratt eiginlega allan tíman. Þið finnið önnur svona bönd hjá leibolunum sem ég nefni í Third Estate dómnum. Mjög meinlaust en þó henda þeir inn smá ska hér og þar og svo kemur smá emo fílingur í suma kaflana. Textar um fyrverandi kærustur, sambönd sem ekki ganga upp og það að vera einmanna.

Birkir

Skildu eftir svar