C.R.O.W.N - Psychurgy
C.R.O.W.N - Psychurgy

C.R.O.W.N – Psychurgy (2013)

Candelight Records –  2013

Psychurgy er fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar C.R.O.W.N, en áðurfyrr hefur sveitin gefið út EP plötuna One og split plötu með STValley (sem jafnframt inniheldur annan meðlim sveitarinnar C.R.O.W.N).

Hljómsveitin C.R.O.W.N er samansett af aðeins tveimur einstaklingum, en þeir spila á gítar, öskra og syngja í takt við trommuheila og einhverja hljóðgervla. Tónlist sveitarinnar er bæði magnþrungin og grípandi á meðan yfirvegun og fágun virðast ráðandi við samsetningar og uppsetningar laga hennar. Tónlistarlega séð minnir sveitin nokkuð á upphafsár ISIS með miklum Godflesh áhrifum, aðrir heira Floor áhrif eða jafnvel Killing Joke. Í dag kallast þeta örugglega progressíft en sludge’að doom eða eitthvað álíka, en það skiptir litlu þar sem hérna á ferð er örugglega ein af bestu plötum ársins (þetta segi ég þrátt fyrir að útgáfa plötunnar sé áætluð í lok apríl mánaðar).

Sú andlega fullnægin þegar maður finnur sér nýja tónlist sem heltekurmann, er eitthvað sem erfitt er að útskýra og tjá sig um, en það nær oft á tíðum að fylla það andlegatómarúm sem á það til að myndast hjá gömlum köllum eins og mér. Umgjörðin og heildin á bakvið alla þessa breiðskífu er eitthvað sem heillar mig. Þetta kemur að minnstakosti heilanum í gang, sem er nú ansi skemmtilegt þar sem titill plötunnar, “Psychurgy” táknar (ef ég skil rétt) heilastarfsemi (The mind at work; mental function or activity).

Platan nýtur sín best þegar maður situr við með heyrnatól og græjurnar gjörsamlega í botni, þá finnst mér dramatík tónlistarinnar ná sínu takmarki. Sem heilsteypt verk er platan meistaraverk og fær einkun samkvæmt því.
– ég er að minnstakosti kominn með kandidat fyrir plötu ársins,

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *