Bury Your Dead - Mosh N' Roll
Bury Your Dead - Mosh N' Roll

Bury Your Dead – Mosh N’ Roll (2011)

Mediaskare –  2011

Mosh N’ Roll er sjötta breiðskífa hljómsveitarinanr Bury Your Dead, en sú fyrsta sem útgáfan Mediaskare gefur út með sveitinni. Sveitin hefur gengið í gegnum margar breytingar síðastliðin ár og markar þessi breiðskífa einnig endurkomu upprunalega söngvara sveitarinnar, Mat Bruso, í bandið. Bruso yfirgaf bandið skömmu eftir upptökur plötunnar Beauty and the Breakdown árið 2006 og hlakkaði mörgum aðdáendum sveitarinnar að heyra sveitina í sínu upprunaelgu formi.

Með hjálp rithöfundarins Kurt Vonnegut fann sveitin lagatiltla, en öll lög plötunnar (nema titillagið) eru nefn eftir kvikmyndum kappans, hvort að leikstjórinn hafi haft áhrif á textasmíðina er aftur á móti eitthvað sem ég þekki ekki nánar.

Hljómsveitin spilar mjög stilfært og einfalt metalcore sem byggist á breakdown köflum ofan á breakdown kafla ofan á svo aðra breakdown kafla. Sveitin reynir að krydda þetta af og til með enn fleiri breakdown köflum til viðbótar. Ætli tónlistin henti ekki vel í svona sprengjusenur í rosalega “kúl” bíómyndum eftir Michael Bay eða jafnvel eldri myndir kappa á borð við The Rock eða álíka hetjur.

Þrátt fyrir að frumleikinn sé enginn og lög sveitarinnar fyrirsjánlegri en AC/DC plötur þá er þetta ekki það versta sem er að gerast í bransanum í dag. Ég get vel trúað að mínum yngri árum hefði ég viljað tjútta við þetta í rúmgóðum sal með bakpoka á bakinu, þyrluspaðar, karatespörk og læti.

Platan endar svo á titillaginu sem upprunalega var að finna sem falið lag á fyrstu plötu sveitarinnar. Þessi endurgerð lagsins vel heppnuð og sýnir að sveitin hefur í raun og veru lítið sem ekkert breyst þessi 10 ár sem sveitin hefur verið til.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *