Brött Brekka – Viðtal

 

Rokksveitin Brött Brekka hefur nú verið starfandi í bráðum tvö ár, en hún var stofnuð árið 2014 úr leifum sveitarinnar Tamarin (Gunslinger). Bandið hefur getið sér gott orðspor fyrir skemmtilega tónleika og sérstakan hljóm, sem er samsuða margra ólíkra áhrifa, frá Meat Puppets, Minutemen og að böndum á borð við Melvins. Hljómsveitina skipa þeir Hallvarður Jón Guðmundsson (gítar/söngur), Sturla Sigurðsson (bassi/ söngur) og Sigurður Ingi Einarsson (trommur).

Bandið stefnir að gefa út efni núna von bráðar. Kristinn Helgason settist niður með þeim Hallvarði, Sturlu og Sigurði og spjallaði aðeins við þá um uppruna bandsins, áhrifavalda og með hvaða tónlistarfólki þeir mundu stofna hljómsveit með.

 

Hvernig varð Brött brekka til?

St: Ég mundi segja, ég og Hallvarður vorum í hljómsveit áður en að Brött Brekka varð til, hún hét Tamarin (Gunslinger) . Síðan slitnaði upp úr því bandi og við fórum að gera mismunandi hluti. Ég og Hallvarður ákváðum að halda áfram að vera í bandi og að spila rokk. Þannig varð Brött Brekka í grunninn til.

Sigurður: Vantaði trommara.

Sturla: Vantaði trommara.

Sigurður: Við höfum þekkst síðan við vorum krakkar í grunnskóla.

Hallvarður: Siggi kom eiginlega á eina æfingu og hefur verið í bandinu síðan.

Spyrill: Svo þetta þróaðist upp úr því?

Hallvarður: Já.

Hverjir eru helstu áhrifavaldar?

St: Úff!

S: Þeir eru margir, maður.

St: Ég mundi segja að allavega hjá mér er það Minutemen, Meat Puppets og Melvins dálítið hátt á listanum.

S: Svo er krautrokkið mikið inn hjá okkur. Neu og Can og þessi þýsku gömlu.

Sp: Holger Czukay?

S: Holger Czukay. Minn uppáhaldstrommari er Can trommarinn, Jaki Liebezeit. Og þetta er svona, bræðingur af mörgu. Sonic Youth, Melvins, Fugazi.

H: Líka bönd eins og Polvo. Ég mundi segja að Ash Bowie úr Polvo sé mín helsta fyrirmynd í gítarleik. Líka Luc Lemay úr Gorguts.

S: Og Genesis. Við verðum að segja Genesis líka.

 

Hvernig gengur ferlið fyrir sig þegar þið semjið lög? Hefur einhver meira að segja en annar hvernig lögin verða til?

S: Tja, allavega er það þannig að Hallvarður semur rosaleg gítarriff. Hann kemur með alveg fáranleg riff á æfingu og við skiljum ekkert í því hvað hann er að gera. Og hann skilur það eiginlega ekki sjálfur.

H: Ég er oft ekki viss í hvaða takti ég er, en svo þegar ég spila riffin fyrir Stulla og Sigga þá segi kannski: ,,Nei já, þetta er í níu eða áttundu.’’

S: Þá kemur FÍH-bakgrunnurinn sér vel. Geta aðeins greint hvað þetta er sem Hallvarður hefur verið að semja. En þetta er rosa jafnt allt hjá okkur.

H: Það líka heyrir til undantekninga að við séum að segja hvor öðrum hvað við eigum að spila.

St: Já, það er ekki nema það sé eitthvað alveg sérstakt.

S: Þetta snýst líka bara um eitthvað áveðið flæði.

Sp: Já það kemur flæði og þið rúllið bara með því?

S: Já þetta er oft þannig að við höfum margar stutar æfingar. Í staðinn fyrir að keyra einhvejrar fjögurra tíma æfingar þá er þetta í staðinn kannski klukkutími, þrisvar í viku. Stundum er þetta bara 40 mínutur þar sem við keyrum þetta í gegn og við þurfum í rauninni ekkert meira. Þægilegt að vera trío líka.

St: Já trío er alveg perfect.

 

Þið spilið mjög sértaka tegund af rokki sem finnst ekki mikið í íslensku tónlistarsenunni, Hvernig finnst ykkur fólk taka bandinu?

BB: Bara vel.

St. Það er einn og einn sem tekur þessu bara mjög vel.

H: Já ég hef heyrt fólk segja eftir t.d tónleika, upp á það hvernig við skilgreinum bandið, að við séum eiginlega bara svona, já, rokkband.

St: Ég segi það líka yfirleitt þegar einhver spyr mig hvernig músik við spilum, þá segi ég bara: ,,Já, þetta er bara rokk, maður.’’

S: En fólk hefur verið að taka þessu bara rosalega vel.

H: Já, við eigum nokkra fanboys.

S: Já en með svona músik þá eru kannski takmörk fyrir því hversu vinsæl hún verður.

St og H: Við erum ekki vissir um að við séum að þessu til þess.

S: Það er bara geðveikt gaman að spila þetta.

St: Ég hef verið að pæla í því að ég væri í rauninni geðveikt sáttur með mig í tónlist ef einhver mundi einhvern tímann pikka upp plötu eftir mig og segja svo: ,,Yeah, þetta er rokk.’’ Eins og ég var þegar ég var sextán.

H: Já það er eiginlega það sama upp á teningum hér.

 

Þið hafið verið að vinna að plötu. Hvernig gengur það, hvenær hugsið þið að gefa hana út?

S: Upptökur eru búnar af smáskífu. Svona EP plötu.

St: Allt það helsta er tilbúið. Það er bara svona beisik fiff sem er eftir sem er búið að vera dragast á langinn.

S: Við ætlum að henda henni á netið. Svo stefnum við í heila plötu. Það verður kannski live-plata.

St: Já allavega eitthvað af henni verður það.

S: Við virkum mjög vel live.

St: Já mér finnst alltaf vera smá munur að spila live og að spila upp í æfingahúsnæði.

Sp: Þannig að það er meiri metnaður fyrir því að vera live-band heldur en studio-band?

S: Já. Eins og þessi bönd sem við töldum upp áðan gerðu mikið. Eins og Fugazi, þeir voru ekki að halda tónleika til að kynna plöturnar sínar heldur öfugt. Þeir voru frekar að gera plötu til að kynna tónleikanna. Sem er flott pæling.

St: Mér finnst það meika alveg fullkominn sens.

H: Líka eins og hvernig tónlistarsenan er í dag, þá er live-showið svolítið einstakt dæmi. Það er líka ekki eins og peningurinn skipti miklu máli í dag, það er ekki hægt að hafa mikinn pening upp úr því í dag að selja plötur. Tónlistin lifir frekar í live-showinu.

 

Er mikið af persónulegum tilfinningum eða mikil tilfinningaleg útrás í lögunum hjá ykkur?

St: Ég mundi alveg leyfa mér að segja það sko.

S: Já, það er mjög mikið á köflum.

H: Sérstaklega eitt lag, Snake Oil Song. Það er líklegast beinskeyttasti texti sem ég hef samið.

Sp: Ok. Af persónulegum ástæðum?

H: Já.

St: Talandi um útrás, þá er það alltaf góð útrás að spila bara hátt rokk og öskra smá.

Sp: Já. Betra en ræktin?

BB: Já.

H: Þá má fullyrða að það sé betra en ræktin, með þeim fyrirvara að ég hef aldrei farið í ræktina.

S: Ég spilaði einu sinni í prog-bandi í gamla daga. Við fengum einu sinni dóma þar sem það var sagt að það væri óskiljanlegt hvernig kreppan gat leitt af sér svona djúpspaka proggara. En almennt séð, er maður reiður.

St: King Crimson geta verið svolítið reiðilegir.

S: Já. Robert Fripp var alltaf í vondu skapi.

 

Mundið þið segja að umhverfið hafi áhrif á tónlistina ykkar? Er mikil Reykjavík í lögunum ykkar?

St: Nah, svona ég mundi frekar segja það væri mikil California í lögunum okkar.

S: Já. Það er svolítið mikið … Bandaríkin.

Sp: Sem kemur frá böndunum sem höfðu áhrif á ykkur?

St: Já nákvæmlega.

St: Einu sinni spiluðum við alltaf í svona stuttermaskyrtum með svona mikinn sumarfíling.

S: Já, þetta er sumarband. Þetta er ekki mikið þungt og dimmt band sem mundi passa við Reykjavík. Þó að þetta virki alveg á veturna líka.

St og H: Jú ælti það ekki.

 

Eigið þið ykkur uppáhaldsstað til að spila á tónleikum?

H: Ég er persónulega frekar hrifinn af Dillon.

St: Já mér finnst Dillon alltaf frekar næs. Eða svona, mér finnst alltaf gaman að spila á svona litum stöðum þar sem er ekki einu sinni svið og allir eru einhvern veginn ofan í hvor öðrum. Ég fíla það.

S: Já Stulli biður staðinn alltaf um að færa borðið sem er alveg við sviðið á Bar 11. Við viljum hafa svona nánd.

St: Jú mér finnst það virka best. Langskemmtilegast.

S: En í rauninni eigum við okkur ekki uppáhaldsstaði.

St: Já. Dillon finnst mér ágætur en maður er samt leiður á því hvað það er lítið úrval af stöðum til að spila á.

Sp: Finnst ykkur vanta betri vettvang?

S: Já. Líka fyrir alla aldurshópa.

Sp: Já. Þegar ég var að alast upp þá var mikið um all-ages metal tónleika, þar sem hardcore-ið, death metallinn og black metallinn spiluðu allir saman.

St: En við spiluðum á all-ages tónleikum um daginn. Sem er varla frásögu færandi.

H: Við getum ekki sagt að það hafi verið velheppnað gigg. En ég verð samt að segja að ég fílaði venue-ið. Ef það væri hægt að ganga útfrá því að það væri gott sánd þarna þá væri ég alveg til í að spila þarna aftur.

St: Þetta var í Molanum í Kópavogi.

S: En já, maður. All-ages. Meira af því.

St: Maður saknar staða eins og Kaffi Hljómalind. Það vantar svo mikið einhvern þannig tegund af stað. Staður sem þyrfti að vera miðsvæðis, einhverstaðar á Laugaveginum. Það var alltaf svo þægilegt að fara þangað.

Þegar maður er ungur þá er maður líka svo móttækilegur fyrir nýrri tónlist. Eins og þegar bönd voru að koma í MH í gamla daga, maður bara missti sig. Það er á þesum aldri, 15-17 ára þar sem maður er að detta í góða tónlist.

 

Og ein spurning fyrir hljóðnördanna, Hvernig effekta/ gítar/ bassa-dót notið þið venjulega?

BB: Engan. Hehe.

H: Ég nota Ibanizer-tube screamer. Sem er svona distortion-pedall. Og ég notaði hann fyrst frekar sparlega. Núna nota ég hann eiginlega alltaf.

BB: Það er svolítið mikið Plug ‘N Play hjá okkur.

S: Já eins og með trommur. Ég spila bara á það sem er til á staðnum. Reyni að hafa frekar stóra og feita simbala og þá er ég góður.

H: Já. Með gítarinn, ég er með svona Squire, svona modifyaðan Jazzmaster sem ég keypti á slikk í Tónastöðinni.

 

Og ein aðeins snúnari spurning, við hvaða Coen-mynd mundi að ykkar mati tónlist brattrar brekku passa best við?

H: Ætli það mundi ekki passa best við einhverja svona dark Cohen mynd?

St: Kannski bara, Blood Simple.

S og H: Já einmitt.

H: Já ælti það væri ekki bara Blood Simple. Sociopatar og mikið blóð.

 

Er brött brekka pólítískt band að einhverju leyti?

H: Sko, öll tónlist er pólitísk að einhverju leyti. Mundi ég segja. Það sleppur enginn við það.

St: Ég er ekki með mikla pólitík á bak við eyrað. Kannski þegar maður er að semja eitthvað.

S: En við tölum ekkert mikið um pólitík. Við tölum bara um bíómyndir.

St: Eina pólitíkin sem við tölum um er pólitíkin úr Simpsons-þáttunum.

S: Við erum í rauninni bara, algjörir lúðar.

H: Það er kannski ekki mikið um neina þjóðarpólitík en jafnvel eitthvað um öðruvísi pólitík. Lagið ,,Snake Oil Song’’ er um svona sölumenn sem að féfletta krabbameinssjúklinga. Lagið tekur klárlega afstöðu gegn slíku havaríi. Það er í rauninni eina lagið okkar sem er einhversskonar afstöðu lag. Annars eru textarnir bara orð sem ég strengi saman sem mér finnst hljóma vel.

St: Já. Þetta er svolítið þannig.

H: Maður leggur samt alveg einhverja hugsjón í textanna þótt maður viti alveg að þeir heyrast ekkert sérstaklega vel þegar maður er að góla þetta live. En það skiptir samt máli. Maður þarf að trúa því sem maður er að góla.

St: Já. Ég hef stundum verið að semja texta sem fjalla bara um það hversu þreyttur maður getur orðið á áreitinu í kringum mann.

H: Sem má segja að það sé líka einhverskonar pólitísk afstaða. En svo er líka lag eins og ,,Continental Breakfast’’ sem ég samdi um ,,The Phantom Zone’’ í Superman 2.

S: Það var frábært á síðustu tónleikum þegar þú spurðir crowdið hvort það hafi séð Superman 2. Það hafði enginn séð hana.

St: Síðan eru líka lagatitlar sem við höfum bara tekið úr Simpsons .

H: Já. Eins og t.d ,,Find Your Soulmate’’. Chili-þátturinn sem Johnny Cash talaði í.

S: Sem væri mögulegt nafn á EP-plötunni. En EP-platan á heita ,,Vs. the Monorail.’’

Og svo lokaspurning, eiginlega fyrir hvern meðlim bandsins; ef þið gætuð stofnað hljómsveit með hvaða tónlistarmanni sem er, með hverjum mundið þið gera það?

Ég mundi segja Michael Rother, gítarleikarinn í Neu. Ég mundi fíla það í botn að bara zona-út og spila með honum. Ég held að trommarinn í Sonic Youth, Steve Shelley, hafi túrað með Michael Rother og ég man hvað ég öfundaði hann alveg ógeðslega mikið.

St: Já, stórt er spurt. Það væri alveg geðveikt að vinna með Ash Bowie eða Mike Watt úr Minutemen.

H: Má maður nefna fleiri en einn?

Sp: Já.

H: Ég væri til í að vera í bandi með Mary Timony úr Helium, Dale Crover úr Melvins á trommur og hérna .. Ragga úr Botnleðju.

S: Annara bara, Stulla og Hallvarði. Það er langt skemmtilegast.

Sp. Þá er þetta komið. Strákar, takk kærlega fyrir spjallið.

BB: Takk sömuleiðis.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *