Brain Police: Electric Fungus – Hlustunarteiti

Hljómsveitin Brain Police mun bjóða jafnt bransa og bol til teitis annað kvöld, þriðjudaginn 12. október. Teitið verður haldið á efri hæð Gauks á Stöng kl 21:00 og mun óútkomin þriðja breiðskífa Brain Police, “Electric Fungus” verða þar leikin fyrir gesti. Gestum eldri en 18 ára verður vel tekið og boðnum veigar á góðum prís.

Frítt inn, að sjálfsögðu.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og hlýða.

Jeba jeba hei!

Kveðja,

Brain Police.

www.brainpolice.net

Skildu eftir svar