Björgum TÞM!

Framtíð TÞM!

Hvað er það sem við viljum fyrir börn og unglinga? Fyrst og fremst öryggi og möguleikann að geta fundið sig í því sem þau hafa áhuga á. Þetta unga fólk er eins mismunandi og það er margt og því ætti að vera fjöllbreytt framboð á því sem ríkið og sveitarfélög bjóða upp á. Hingað til hefur miklum fjármunum verið veitt í hand- og fótknattspyrnufélög og allskyns búnað eins og gervigrasvelli og því um líkt. Það er í sjálfu sér ágætt framtak en það eru líka til önnur áhugamál en tuðruspark.

Það hefur sýnt sig að unga fólkið í dag hefur mikinn áhuga á tónlistariðkun og mikla hæfileika til þess. Foreldrar styðja það með því að senda börnin í tónlistarskóla og jafnvel einkakennslu og gerir greinarhöfundur ekki lítið úr því. En það jafnast ekkert á við það að leyfa þessu ungu fólki að spreyta sig á eigin spýtur. Með þessu er átt við að gefa þeim tækifæri að spila saman á hljóðfærin, semja frumsamin lög og koma fram á allmannafæri. Að vera í hljómsveit hefur hvetjandi áhrif á samvinnu og styrkir í samskiptim við aðra.

Þá er komið að kjarna greinarinnar því frá og með árinu 2002 hefur verið til starfsemi og tilheyrandi húsnæði sem gerir allt hér ofangreint mögulegt. Um er að ræða Tónlistarþróunarmiðstöðina, TÞM. Hún er opin öllum og býður upp á 15 rými þar sem allt að 2-3 hljómsveitir deila einu rými saman. Öll neysla áfengis og vímuefna er bönnuð innan- og utan dyra og er húsnæðið algjörlega sérhannað fyrir tómstundarstarfsemi, með tvo fullkomlega útbúna tónleikasali fyrir bæði stórt og smátt tónleikahald. Húsið er vaktað og með gott öryggiskerfi sem gerir þetta að mjög öruggu æfingarhúsnæði fyrir hvern og einn sem hefur ekki aðstöðu annars staðar. Afnotagjöldin eru mjög lág miðað við þjónustuna sem veitt er og er verið að skoða að aldurstengja þau svo að þeir yngstu borgi minnst og svo koll af kolli.

Þá spyrjum við, sem kunnum að meta slíka starfsemi:

„Af hverju sér borgin ekki hag í því að styðja starfsemina á verðskuldaðan hátt?“

Stærsti hluti orkunnar sem starfsmenn, félagsmenn og hljómsveitir hafa lagt í TÞM hefur farið í það að berjast fyrir því að miðstöðin fái að starfa áfram. Allt í allt hafa 140 milljónir króna farið í húsnæðið og þar af hafa félagsmenn borgað 90 milljónir sjálfir. Þessi endalausa barátta fyrir styrkjum og fjármögnun hefur verið erfið og lýgjandi. Með falli bankanna og einkageirans hafa stærstu fjárfestar dregið sig til baka og þar með komið starfsemi TÞM enn og aftur í brýnandi hættu. Það sem engin virðist skilja er að starfsemi eins og TÞM á ekki að þurfa að leitast eftir styrkjum hjá einkageiranum, hún á einfaldlega ekki heima í slíku umhverfi. TÞM er félagsmiðstöð sem ætti að vera styrkt af ríki og svetarfelögum alveg eins og allt annað sem kemur að tómstundum unglinga og barna. Vegna þess hefur TÞM ekki getað þróast eins og unnt er og hafa margar hugmyndir og aðgerðir þurft að færast neðar á framkvæmdalistanum vegna skorts á mannafli og fjármagni.

Krafist er að borgin borgi leigu húsnæðisins og mun félagið TÞM standa að öðru leiti undir sjálfu sér. Hér er ekki veriðið að tala um sí vaxandi kostnað því hann hefur ekkert breyst frá því að TÞM var stofnað 2002 og geta ekki mörg fyrirtæki sagt hið sama.

Tónlist hefur frá með landnámi spilað stóran þátt í lífi íslendinga og sýnir það sig enn betur í dag hvað landinn er afskaplega hæfileikaríkur. Hvað er betri landkynning en tónlist? Með tónlistarfólki á borð við Björk, Sigur Rós, GusGus, Ólaf Arnalds, Hjálmar, Mammút, Agent Fresco, Sudden Weather Change og lengi mætti áfram telja sýnir hversu mikill hagur býr í tónlistinni og hafa margir þessara tónlistarmanna nýtt sér aðstöðu TÞM. Útlendingar undra sig yfir þessum töfrum sem virðist leka íslendingum fingrum fram. Með því að halda í það sem TÞM stendur fyrir og tryggja framtíð húsins er verið að huga að menningu landsins til framburðar. Ekki gleyma að við erum að tala um tónlistarmenn- og konur framtíðarinar og þeirra möguleika til að blómstra.

Allir sem telja að þetta sé ekki viðunandi verið velkominn á baráttu- og mótmælatónleika helgina 18. – 19. Júni.

Föstudaginn 18. Júni verða haldnir styrktartónleikar á skemmtistaðnum Sódóma við Tryggvagötu þar sem hljómsveitir á borð við GusGus, Quadruplos og DJ Vector koma fram. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og standa til 3:00. Aðgangseyrir eru lítlar 1000 kr. og aldurstakmark 18 ára.

Laugardaginn 19. Júni standa félagsmenn að útitónleikum á bílastæðinu fyrir framan TÞM á Hólmaslóð 2 úti á Granda. Tónleikarnir munu standa frá 15:00 til 22:00 og verða léttar veitingar eins og gos og pylsur að sjálfsögðu líka í boði.

Margar hljómsveitir hafa boðað komu sína þ.a.m. LayLow, Dark Harvest, DLX ATX, Marlon Pollock, Momentum, Feldberg, Biogen og er aldrei að vita hverjir fleirri láti sjá sig. Tónlistarmenn og konur hafa boðist til þess að gefa vinnu sína til styrktar TÞM. Einnig verða listamenn á svæðinu sem nota tækifærið og sýna list sýna og afurði. Í fyrirrúmi verður gleiðin og vonin um að TÞM geti starfað áfram á nýjum og bættum grundvelli. Allir eru velkomnir að leggja okkur lið og sýna stuðning sinn við TÞM 19. Júni næstkomandi.
Félagsmenn TÞM

Leave a Reply