Bestu plötur ársins 2006

í boði Hardkjarni.com

Um áramótin 2006/2007 var í fyrsta skipti tekinn saman árslisti Harðkjarna, en sá listi var unninn úr einstökum listum notenda Töflunnar. 35 tóku þátt í að skapa þennan lista og kann ég þeim öllum miklar þakkir. 10 bestu plötur ársins 2006 eru eftirfarandi:

10. sæti:
Enslaved – “Ruun”
Norsku svartmálms meistararnir í Enslaved gerðu plötu sem þótti framúrskarandi á árinu og er meðal þeirra tíu besta platna sem komu út árið 2006. Framúrstefnuleg og virkilega vel samin er platan “Ruun”, og á þennan heiður svo sannarlega skilinn.

9. sæti:
Slayer – “Christ Illusion”
Þrátt fyrir að vera löngu búnir að sanna sig og gott betur komu Slayer menn með plötu sem þótti með þeirra betri á þessum síðustu og verstu. Dave Lombardo var blessunarlega kominn aftur á bak við settið og var þetta mati mann og kvenna Töflunnar ein af betri útgáfum ársins.

8. sæti:
Belphegor – “Pestapokalypse VI”
Sjötta breiðskífa hinna þaulreyndu austurrísku black metal hermanna skilaði þeim áttunda sætinu á þessum góða lista. Jan Finly [Terrorizer Magazine] hafði þetta um plötuna að segja: “the band tear into some of the most well-constructed hyperspeed death/black metal that they’ve ever produced with a fanatical destructive zeal that can equal any of the band’s many rivals within the genre.”

7. sæti:
Unearth – “III: In the Eyes of Fire”
Einn af betri dauðakippum metalcorsins var klárlega fjórða breiðskífa Unearth. Mönnum þótti mikið til koma þessi reiði og þessi kraftur og það hlýtur að teljast gott að enda ofar en fyrrnefndar sveitir á þessum lista.

6. sæti:
Decapitated – “Organic Halucinosis”
Decapitated áttu að margra mati death metal plötu ársins. Hrikalega plata frá þessum pólsku risum og death metall með stóru déi, fyrir karla með belli og konur með kjark.

5. sæti:
Converge – “No Heroes”
Með dyggan aðdáendahóp hérlendis áttu Converge menn í litlum vandræðum með eiga eina af tíu bestu plötum ársins á Harðkjarna, en platan “No Heroes” er einstaklega vel gerð og hitti greinilega í mark hjá mörgum.

4. sæti:
Lamb of God – “Sacrament”
Lamb of God svíkja engan og spila að jafnaði no bullshit metal sem gerir manni erfitt fyrir að halda hausnum kyrrum. “Sacrament” er að margra mati besta plata Lamb of God síðan “New American Gospel”. Naumlega í fjórða sæti en á það klárlega skilið.

3. sæti:
Tool – “10.000 Days”
Úr því að vera skrítin framúrstefnuleg í það að vera hálfpartinn mainstream án þess þó að selja sig hafa Tool liðar ávallt staðið fyrir sínu. Með vinsælli og umtöluðust plötum ársins þóttu Tool vera sniðugir með þrívíddar gleraugum og flottu artworki, og eitthvað hefur verið varið í tónlistina líka því platan endar ofarlega á þessum lista.

2. sæti:
Isis – “In the Absence of Truth”
Fyrsta plata Isis í nokkur ár þar sem titillinn er meira en eitt orð. Ég efast um að það hafi skipt miklu máli enda hér á ferðinni virkilega vel samin og góð plata frá þessum “íslandsvinum” sem héldu hér eftirminnilega tónleika um árið. Annað sætið er þeirra.

1. sæti:
Mastodon – “Blood Mountain”
Besta plata ársins að mati Taflverja, og segir það vafalítið meira en mörg orð. Fjórða breiðskífa þessara miklu meistara sigraði hug og hjörtu málm og harðkjarna unnenda landans, og hlýtur Mastodon að teljast meðal betri metal hljómsveita samtímans.

Listi yfir bestu plötu ársins 2007 er væntanlegur og verður líklega jafn góður, ef ekki betri, leiðarvísir fyrir það besta og áhugaverðasta í tónlist á líðandi ári.

Jóa