Beneath – Myndband af upptöku nýju plötunnar

Íslensku dauðarokkararnir í hljómsveitinni Beneath settu nýverið myndband á netið sem sýnir gerð nýju breiðskífu sinnar, Enslaved By Fear. Plata þessi verður gefin út af Unique Leader snemma á næsta ári.

Platan sjálf var tekin upp í Stúdíó Fossland af Jóhanni Inga Sigurðssyni gítarleikara sveitarinnar og er hljóðbönduð af Daniel Bergstrand (Meshuggah, Keep Of Kalessin, Behemoth).

Fyrir áhugasama er hægt að skoða þetta nýja myndband hér:

Skildu eftir svar